Fréttir

Laugardagur, 30. March 2013 - 22:45

Áður boðaður aðalfundur Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum verður haldinn föstudaginn 5. apríl kl. 17:00 í einkaherbergi Café París við Austurvöll.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar (pdf)

2. Ársreikningar

3. Stjórnarkjör

4. Önnur mál

(Meðal annarra mála: Endurmenntunarnámskeið í sumar og næsta sumar)

Í lok dagskrár verður boðið upp á léttan kvöldverð. Prótókollstjóri (með umsjón með huggulegheitum) verður Björk Þorgeirsdóttir.

Frá námskeiði 2012
mánudagur, 12. nóvember 2012 - 16:15

Undir lok sumars skipaði menntamálaráðuneytið starfshóp til að fjalla um hæfniviðmið samfélagsgreina í framhaldsskólum. Fulltrúi okkar í hópnum er Magnús Ingólfsson. Starfshópurinn hefur nú boðað til fundar með öllum samfélagsgreinakennurum í framhaldsskólum. Hér er auglýsing þeirra:

Fimmtudagur, 25. október 2012 - 20:45

Frá stjórninni:

Kæri félagi! Föstudaginn 26. okt. boðar Félag félagsfræðikennara til námskeiðs um notkun gagnabanka. Námskeiðið verður haldið í Kvennaskólanum: Miðbæjarskólanum og hefst kl. 16:00. Að loknu námskeiði gefst vonandi svolítill tími fyrir spjall á einhverju öldurhúsinu.

Dagskrá:

Heiður Hrund Jónsdóttir leiðir okkur áfram um notkun gagnagrunns frá European Values Study (EVS). Kennarar vinna úr gögnum gagnagrunnsins og gera merkar uppgötvanir. Þeir læra að láta nemendur vinna með gagnagrunninn.

Föstudagur, 19. október 2012 - 19:00

Félagi góður

Þjóðarspegillinn –ráðstefna í félagsvísindum- verður haldin 26. október 2012 frá kl. 09.00-17.00.Verið er að vinna að dagskrá en þar verður væntanlega kynnt áhugavert efni bæði fyrir okkur og fyrir nemendur okkar.

Aðalskipuleggjandi Þjóðarspegilsins er Félagsvísindastofnun HÍ en einn starfsmanna hennar mun taka sér hvíld af ráðstefnunni til að vera með okkur félagsmönnum kl. 16:00 þennan dag.

sunnudagur, 22. júlí 2012 - 20:30

Skeyti frá stjórninni: 

Félagi góður

Endurmenntunarnámskeið okkar er 16. og 17. ágúst. Við höfum öll fyrir löngu sett það inn í dagbókina okkar. Á sama tíma, 15.-18. ágúst, verður haldin ráðstefna Norræna félagsfræðingafélagsins. Það getur verið forvitnilegt og fræðandi að skoða dagskrána þar. Félagsfræðingafélag Íslands hefur sent okkur neðangreint bréf.:

Fimmtudagur, 14. júní 2012 - 9:45

Póstur frá stjórninni (Björk) 14. júní 2012

Heil og sæl

Minni ykkur á sumarnámskeiðið þann 16. og 17. ágúst nk. Ennþá hægt að skrá sig hér.

Kennarar sem sækja sumarnámskeið fagfélags eiga rétt á ferðastyrk þurfi þeir að koma um langan veg. Sjá nánar.

Fimmtudagur, 14. júní 2012 - 9:30

Póstur frá stjórninni 14. júní 2012

Kæru félagar
Stjórn félagsins barst eftirfarandi beiðni frá menntamálaráðuneytinu:

Beiðni um fulltrúa í starfshóp sem gera viðmiðunarramma og þrepaskiptingu áfanga fyrir samfélagsgreinar í framhaldsskólum.

Um er að ræða fimm manna hóp:

Samfélagsfræðigreinakennarar: 2
Félag framhaldsskóla: 2
Fulltrúi grunnskóla: 1

sunnudagur, 27. March 2011 - 23:30

Póstur frá stjórninni (Björk) 27. mars 2012:

Kæru félagar
Eitt af öruggu merkjum þess að vorið sé innan seilingar er þegar stjórn félagsins sendir út upplýsingar um sumarnámskeið. Í ár er viðfangsefni okkar:

Rannsóknaraðferðir í félagsvísindum

Námskeiðið verður haldið 16. og 17. ágúst í húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands að Dunhaga 7, Reykjavík.

Föstudagur, 18. March 2011 (All day)

Póstur frá stjórninni (Hannes) 12. mars 2012:

Félagi góður
Stjórn Félags félagsfræðikennara minnir á árlega ráðstefnu sem  verður nú föstudaginn 16. mars. Ráðstefnan verður haldin í húsnæði Sportkafarafélagsins, Nauthólsvegi 100 A kl. 18:00 – ca. 21.00.

Nú hafa 15 skráð sig á ráðstefnuna en vegna veitinga er nauðsynlegt að skrá sig á hana í síðasta lagi þriðjudaginn 14. mars. Ritari félagsins, Heiða,  tekur á móti skráningum á póstfanginu ADA@mh.is

Dagskrá

Þriðjudagur, 10. maí 2011 - 16:30

Námskeiðið í Færeyjum nálgast, alls eru 21 skráðir í ferðina. Jón Ingi virðist hafa unnið gott verk við skipulagningu námskeiðsins enda mörgum hnútum kunnugur í Færeyjum að sögn. Sjá má allt um námskeiðið í valröndinni til vinstri á heimasíðunni, en efni verður bætt þar inn eftir atvikum.

MG

Pages