mánudagur, 20. apríl 2015 - 21:45
Sumarnámskeið 2015
Félagið í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands heldur sumarnámskeiðið: Mannréttindi, minnihlutahópar og forréttindastöður í ágúst 2015.
Markmið námskeiðsins er að auka hæfni félagsgreinakennara til að geta fjallað um minnihlutahópa og forréttindi í mismunandi samfélögum með það að markmiði að efla skilning og umburðarlyndi.
Á námskeiðinu er áhersla á fræðslu um fordóma gagnvart minnihlutahópum og sjónum verður beint sérstaklega að Islam. Fjallað verður um reglur um tjáningarfrelsi og hvernig meta má hvort ákveðnir hópar hafi forréttindastöðu í samfélögum. Einnig verða á námskeiðinu settir upp vinnuhópar um kennslu mannréttinda.
Námskeiðið verður haldið í húsnæði EHÍ að Dunhaga 7, Reykjavík 13. og 14. ágúst.
Kennarar á námskeiðinu:
Dr. Kai Hafez sem stýrir Department of Media and Communication Studies við Erfurt háskólann í Þýskalandi
Auður Magndís Auðardóttir, félagsfræðingur. Verkefnastjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar
Súsanna Margrét Gestsdóttir, kennari í FÁ og Menntavísindasviði HÍ
Umsjónarmaður námskeiðsins er Björk Þorgeirsdóttir,
Skráið ykkur hér: https://secure.endurmenntun.is/SkraningEinfold/ . Skráningafrestur er til 15. júní 2015.