mánudagur, 3. maí 2021 - 22:30

Sumarnámskeið FFF 2021

Ágæta félagsfólk!
Við viljum vekja athygli ykkar á námskeiði sem félagið okkar heldur nú í byrjun júní.
Viðfangsefni námskeiðsins lítur að breyttu náms- og starfsumhverfi okkar kennara í kjölfar faraldurs. Ráðstefnan okkar núna í febrúar síðast liðinn fjallaði um þessa þætti, á sumarnámskeiðinu ætlum við að vinna áfram með framtíðar samfélagið okkar,  hæfni okkar kennara til að takast á við áskoranir í starfsumhverfinu og hvað megi læra af reynslunni; í tengslum við það fáum fræðslu um starfendarannsóknir. Við ætlum einnig að fjalla um mikilvæga þætti sem lúta að kulnun og sálrænni velferð okkar kennara í starfi.
Námskeiðið verður haldið á Flúðum, þar höfum við aðgang að frábærri aðstöðu á vegum KÍ, bæði bústaði og ráðstefnusal. Gist verður í 8 manna bústöðum og við höfum nú þegar tryggt okkur pláss í bústöðum fyrir 25 manns.
Við teljum að það að fara út fyrir bæinn og setjast að yfir helgi í sumarbústað og halda námskeið okkar á Flúðum sé tilvalið og kærkomið eftir áskoranir vetursins!
Dagsetning:
föstudagur 4. laugardagur 5. og sunnudagur 6. júní.
Námskeiðið hefst á föstudeginum og lýkur sunnudag. Á laugardeginum verður og haldin aðalfundur félagsins.
Fljótlega sendum við út skráningareyðublað á póstlistann.  
Takið þessa helgi frá, nánari dagskrá verður auglýst síðar!
Kærar kveðjur
Stjórnin