Þátttakendur eru hvattir til að senda inn punkta um áhugaverð og eftirminnileg atriði
Steinar
|
Vettvangurinn kannaður og mikið að segja frá. Við fórum í margar kynningar og heimsóknir og þetta er afraksturinn af því með þeim fróðleik sem ég hef geymt handa okkur.
Alþjóðastjórnmálin
Leiðsögnin um ráðstefnubyggingu Sameinuðu þjóðanna var mikil upprifjun og aukinn vísdómur um sögu samtakanna og á alþjóðastjórnmálum. Fundurinn um Alþjóða glæpadómstólinn var að sumra mati mjög áhugaverður og fullur af fróðleik. Ég veit að ekki eru allir sammála þessari fullyrðingu sbr. orð Garðars um dorm fólks á fundinum. Alla vega vöknuðu spurningar á meðal fólks og einhverjar umræður urðu á eftir. Það sem sérfræðingur okkar sagði okkur, fyrir utan það að verða settur í gagnið 1.júlí 2002, var á þá leið að Alþjóða glæpadómstóllinn ætti að vera í líkingu við stríðsglæpadómstólinn sem háður var eftir síðari heimstyrjöldina. Talið er að kominn sé tími á slíkan dómstól á ný vegna þeirrar ógnunar við öryggi heimsins sem stafa af glæpum ýmiskonar. Hér er m.a. vísað til nýlegra þjóðarmorða í Júgóslavíu og Rúanda, en einnig þykir aukning í smygli eiturlyfja vera mikil ógnun við öryggi heimsins. Þar höfum við það. Sameinuðu þjóðirnar vinna að og standa vörð um heimsfrið og öryggi. Ekkert annað. Áfram hélt okkar maður og sagði okkur frá því að dómstóllinn muni vinna með réttarkerfunum í löndum heims en ekki sem einangruð stofnun. Dómstóllinn á hinsvegar að hafa yfirráð yfir ríkjum heims og getur þá sótt þau til saka. Einstaklingar geta einnig verið sóttir til saka og er ekki farið í neitt manngreinarálit í þeim efnum. Það er því hægt að bæði foringja eða undirmann til saka fyrir glæp sem jafnvel báðir frömdu. Þær tegundir glæpa sem hægt er að sækja menn til saka fyrir Alþjóða glæpadómstólinn eru fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi, glæpir gegn mannkyni (hvort heldur er á stríðs- eða friðartímum) og fyrir einhverja tegund glæpa sem ég hef kosið að kalla árásarglæpi. Það er þó ekki alveg búið að skilgreina þessa tegund glæpa, en ég býst við að hér sé átt við árás á óvopnaða og varnarlausa borgara. Saksóknari fyrir dómstólinn er valinn af aðildarríkjum. Saksóknarinn getur unnið á mismunandi vegu:
Dómstóllinn getur einnig tekið upp á því að rannsaka mál upp á eigin spýtur. Eins og með alla sáttmála, þá þurfja þjóðirnar sem samþykkja sáttmálann um Alþjóða glæpadómstólinn að aðlaga sáttmálann að löggjöf sinni. Í stuttu máli, þá er tilgangur Alþjóða glæpadómstóls fram yfir aðra að dæma í málum sem ógna friði og öryggi í heiminum. Höfuðstöðvar dómstólsins verða í Haag í Hollandi, en það kemur engum á óvart þar sem fyrir er þar allt lagabákn heimsins niðurkomið.
Réttarfarsskólun
Heimsóknin í Martin Luther King Junior High School var að allra mati mjög skemmtileg. Ég held ég geti fyrir allra hönd fullyrt það þrátt fyrir að þurfa að fara í gegnum stranga vopnaleit og sýna skilríki við innganginn.
![]() Innflytjendamál
Við fórum út í Elliseyju og skoðuðum Innflytjendasafnið. Við höfum öll góðar minningar af þessari frábæru ferð þó sumir hafi þurft að taka af sér beltin í öryggisskyni áður en lagt var af stað í siglinguna á áfangastaðinn. Á leiðinni var Frelsisstyttan skoðuð úr fjarska, og eins og gamli aulabrandarinn segir þá er hún fjarskafalleg. Hún var hins vegar lokuð og ekkert spennandi af þeim sökum. Síðan komum við að Innflytjendasafninu þar sem hann Vincent með ítalska eftirnafnið sýndi okkur hátt og lágt um staðinn þar sem tekið var á móti innflytjendum til Bandaríkjanna um aldamótin 1900. Hér er áhugaverð tölfræði: Fimmþúsund manns komu á ári til Bandaríkjanna á síðustu árum átjándu aldar. Í upphafi tuttugustu aldar var álíka fjöldi að koma á Elliseyju á dag! Metið var ellefuþúsund sjöhundruð fjörutíu og sjö manns sem komu á eyjuna sautjánda apríl 1907, en allt í allt er talið að um tólf milljónir innflytjenda hafið komið til Bandaríkjanna í gegnum Elliseyju.
![]() Málefni indíána
Farið var hið eftirsótta Indíánasafn niður í bæ. Það var lítið miðað við flest önnur söfn í New York og ekkert að sjá nema myndir. Þar var hinsvegar að sjá myndir af msimunandi aðstæðum indíána í norðri og suðri. Fjölbreytileiki þeirra er meiri en við áttum okkur oft á. Annað fræðandi af safnsferðinni voru hvernig afskipti hvíta mannsins voru af lífi þeirra. Menn skiptust í tvær öfgar hvað afstöðu til þeirra varðar. Annars vegar litu menn á indíánana sem algera villimenn og hins vegar sem mjög göfugt fólk sem vissi allt miklu betur en hvíti maðurinn. Nú á dögum eru menn að leita jafnvægis í þessum málum. Það er Smithsonian-stofnunin sem sér um að varðveita menningarverðmæti og sögu indíánanna í Bandaríkjunum og er sýningin að fullu gerð af þeirri stofnun.
|