Rannsóknaraðferðir - sumarnámskeið 2012

Póstur frá stjórninni (Björk) 27. mars 2012:

Kæru félagar
Eitt af öruggu merkjum þess að vorið sé innan seilingar er þegar stjórn félagsins sendir út upplýsingar um sumarnámskeið. Í ár er viðfangsefni okkar:

Rannsóknaraðferðir í félagsvísindum

Námskeiðið verður haldið 16. og 17. ágúst í húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands að Dunhaga 7, Reykjavík.

Skráningarfrestur er til 15. maí. Og fer skráning fer fram á heimasíðu Endurmenntunar Háskóla Íslands: http://www.endurmenntun.is/Namsframbod/Framhaldsskolakennarar/Sumarnamsk...

Rannsóknaraðferðir í félagsvísindum

Markmiðið með námskeiðinu er að auka hæfni til að kenna rannsóknaraðferðir félagsvísinda.

Lýsing: Á námskeiðinu munu háskólakennarar gera grein fyrir þeim undirbúningi sem æskilegt þykir að nemendur hafi á sviði eigindlegra- og megindlegra rannsóknaraðferða þegar þeir hefja nám í háskóla. Ýmsir sérfræðingar kynna efni sem finna má í nýjum gagngrunnum s.s. nýr vefur kosningarannsókna. Einnig munu kennarar í framhaldsskólum gera grein fyrir þeim aðferðum og/eða verkefnum sem þeir hafa notað í kennslu á rannsóknaraðferðum.

Ætlunin er að hafa vinnustofu/hópavinnu þar sem þátttakendur vinna með efni námskeiðsins og jafnvel leggja grunn að samanburðarkönnun sem kennarar geta lagt fyrir nemendur árlega.

Minni á að kennarar sem sækja sumarnámskeið fagfélags eiga rétt á ferðastyrk þurfi þeir að koma um langan veg. Sjá nánar um fyrirkomulag greiðslna og upphæðir.

Hér sjáið þið dagskrá námskeiðsins – með fyrirvara um breytingar:

Fimmtudagur 16. ágúst
Kl. 9:00-9:30

Námskeið hefst – afhending námsgagna
Kynning á fyrirlesurum + dagskrá

Kl.9:30-10:30

Stefán Rafn Jónsson, lektor við Félags- og mannvísindadeild HÍ.
„Hvað er góður undirbúningur fyrir aðferðarfræði nám í Félags- og mannvísindadeild“ Áhersla á megindlegar rannsóknaraðferðir

Kl. 10:30-11:00

Kaffihlé

kl. 11:00-12:00

Margrét Lilja Guðmundsdóttir, doktorsnemi í Félagsfræði og stundakennari við HÍ
„Hvað er góður undirbúningur fyrir aðferðarfræði nám í Félags- og mannvísindadeild“ Áhersla á eigindlegar rannsóknaraðferðir

kl. 12:00-13:30

Matarhlé

kl. 13:30-14:30

Jón Sigfússon (Rannsóknir og greining, www.rannsoknir.is)
„Hvernig nýtast rannsóknir R&G framhaldsskólanemendum í námi?“

kl. 14:30-15:00

Hópavinna/vinnustofa

kl. 15:00-15:20

Kaffihlé

kl. 15:20-16:00

Framhaldsskólakennarar sýna verkefni og segja frá kennslu

Föstudagur 17. ágúst
Kl. 9:30-10:30

Katrín Salima Dögg Ólafsdóttir, MA í félagsfræði
„Tölfræðiupplýsingar og vinnsla hjá Ríkislögreglustjóra“

Kl. 10:30-11:00

Kaffihlé

kl. 11:00-12:00

Eva Heiða Önnudóttir, MSc í rannsóknaraðferðum félagsvísinda. Doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
„Kosningarannsóknir og kosningagagnagrunnur“

kl. 12:00-13:00

Matarhlé

kl. 13:00-14:30

Eva Heiða Önnudóttir, MSc í rannsóknaraðferðum félagsvísinda. Doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
„Hvernig er hægt að nýta kosningagagnagrunn í námi framhaldsskólanema“

kl. 14:30-14:50

Kaffihlé

kl. 14:50-16:00

Framhaldsskólakennarar sýna og segja frá verkefnum.

Umsjónarmaður námskeiðsins er Björk Þorgeirsdóttir, bjorkth@kvenno.is

Ekki hika við að hafa samband ef það vakna einhverjar spurningar.

Bestu kveðjur

Björk

 

Deila á samskiptavef