Saga Félags félagsfræðikennara

Matarhlé á námskeiði 2007Matarhlé á námskeiði 2007

Garðar Gíslason: 
Punktar úr sögu Félags félagsfræðikennara

1977

Föstudaginn 9. des.1977 boðuðu kennarar við M.H. til fundar þar sem rætt var um að stofna samtök samfélagsfræðikennara í framhaldsskólum.

Tillögur um að kennarar í eftirtöldum greinum fengju aðild að samtökunum: Félagsfræði, Hagfræði, Heimspeki, Lögfræði, Mannfræði, Sagnfræði, Sálarfræði, Stjórnmálafræði, Trúfræði, Uppeldisfræði og Þjóðfræði.

Bráðabirgðastjórn:

Þorlákur H. Helgason MH, formaður
Haukur Ingibergsson Bifröst, meðstjórnandi
Margrét Björnsdóttir FB, meðstjórnandi

Framhaldsstofnfundur - 4.3 1978

 • Kennarar í samfélagsgreinum áttu rétt til fundarsetu.
 • Landafræði bætt við sem samfélagsfræði
 • Markmið m.a. að skapa umræðuvettvang kennara um kennsluhætti og námsefni, kynningar á útgáfuefni og tilraunakennslu og viðhorfum skólayfirvalda í viðkomandi skólahéraði. Samstarf milli kennara.
 • Reynt hafði verið að fá ráðuneyti til að samþykkja tengls milli samfélagskennara (m.a. til að sjá um dreifingu námsefnis). Ráðuneyti synjaði málaleitaninni.
 • Félagið vildi hafa hönd í bagga með samningu margumrædds framhaldsskólafrumvarps.
 • Samþykkt að árgjald félagsins skyldi vera 1000 krónur.

1978-1986

Litlar upplýsingar eru um fyrstu ár félagsins - á fundum skiptust menn á upplýsingum um námsefni og öfluðu sér gagna frá nágrannaþjóðunum, þ.e. Danmörku og Svíþjóð. Möppur frá fyrstu árum innihalda aðallega verkefni, próf og áfangalýsingar.

Til er listi yfir þátttakendur á fundi 24. janúar árið 1980. Þar kemur fram að formaður félagsins er Bragi Guðbrandsson.

1986-1987

Félag Félagsfræðikennara hélt vinnufund 7. feb. í Nóatúni 17. Dagskrá: stutt erindi um námsefni, kennslu og síðan hópvinna.

Stjórn árið 1986:
Björn Bergsson MH (formaður)
Inga Sólnes
Ágústa Oddsdóttir
Hjalti Þórisson

1987-1988

Fundagerðabók frá árinu 1987

Björn Bergsson, formaður félagsins.

Aðalfundur félagsins haldinn 2. júní 1988

 • Björn Bergsson formaður lýsti starfsemi félagsins, en á árinu voru haldnir 10 fundir. Með honum í stjórn voru: Pétrún Pétursdóttir, Ágústa Oddsdóttir, Inga Sólnes og Guðlaugur (?).
 • Endurmenntunarnámskeið þann 30.5-3.6 1998. Leiðbeinandi Tony Marks frá North London Polytecnic. Tuttugu kennarar sóttu námskeiðið.
 • Petrún (gjaldkeri) fjallaði um fjármál félagsins, sem þá átti 4.000 kr. í sjóðum sínum.
 • Björn og Ágústa gáfu ekki kost á sér til endurkjörs, nýir meðlimir í þeirra stað: Garðar Gíslason og Þórunn Friðriksdóttir. Ágústa nýr formaður.
1988-1989

Ágústa Oddsdóttir, formaður félagsins.

Á þessu ári var þetta markverðast:

 • Undirbúningur tveggja endurmenntunarnámskeiða.
 • Upplýsingar um námsefni og námsefnisgerð.

1989-1990

Inga Sólnes, formaður félagsins.

 • Tvö endurmenntunarnámskeið voru haldin annað um fjölmiðla í samvinnu við Samtök móðurmálskennara en hitt um þróunarlönd sem Þorsteinn Helgason stýrði.
 • Endurskoðun byrjunaráfanga í félagsfræði (FÉL 102) - þannig að þær nýtist iðnbrautum.
 • Stefnt að því að gefa út fréttapésa a.m.k. einu sinni á ári.
 • Rætt um að æskilegt væri að sameina félagsfræðikennara og stjórnmálafræðikennara í eitt félaga til að gera félagið stærra og öflugra.
1990-1991

Kristín Magnúsdóttir formaður félagsins.

Fréttabréf (1.tbl. 2. árg.) sent út í júní 1990. Fyrsti árgangur finnst ekki. Í þessu fréttabréfi var m.a. fjallað um þriðju félagsfræðibókina eftir Ian Robertson í þýðingu Ágústu Oddsdóttur. Var henni þakkað þetta mjög svo þarfa framtak. Þórunn Friðriksdóttir gerði grein fyrir áfanganum SAM 106 sem var tilraunakenndur í Keflavík og á Selfossi. Garðar sagði frá nýju námsefni í fjölmiðlafræði og nýjum valáfanga, félagsfræði fatlaðra.

1991-1992

Kristín Magnúsdóttir, formaður félagsins.

Fréttabréf 1.tlb. 3.árg. Í fréttabréfinu er fjallað um bókina ,,Maður og jörð, Félagsfræði III eftir Ian Robertson í þýðingu Ágústu. Boðið var upp á kynningarfund á Lækjarbrekku og varð sá atburður upphaf þess að stofnaður var óformlegur spjallhópur sem hittist af og til um nokkurra mánaða skeið á Lækjarbrekku. Til dæmis er þess getið í annálum að 5. mars 1991 hafi Jón Ingi Sigurbjörnsson gert sér sérstaka ferð frá Egilstöðum til að mæta á spjallfund. Með honum á þessum fundi voru Ágústa og Kristín.

Aðalfundur félagsins var haldinn 19.sept. 1991. þar kom m.a. fram að:

 • Stjórnin hafði fundað 13 sinnum á árinu.
 • Að frá árinu 1990 hafði ráðuneytið boðið fagfélögum kennara á framhaldsskólastiginu samstarf - og lagt fram fé sem samsvaraði einum mánaðarlaunum í launaflokki 146-5 eða kr. 80.916.
 • Félagið hafði tekið á móti heimsókn sænskra félagsfræðikennara.
 • Fyrir aðalfund gerði Ásta Ragnarsdóttir, félagsfræðingur grein fyrir félagsfræðinámi í Bandaríkjunum og MA verkefni sínu við Western Michigan University, en hún fjallaði um táknfræði (semiotics).
 • Námskeið í aðferðafræði. Þorlákur Karlsson.
 • Torfufundirnir enn við lýði undir verndarvæng Ágústu Oddsdóttur. Haldnir síðasta miðvikudag hvers mánaðar.

1992-1993

Garðar Gíslason, formaður félagsins.

Á þessu ári var þetta markverðast:

 • Stjórnarkreppa vegna þess að tveir af þremur stjórnarmeðlimum óléttir á tímabilinu. Eignuðust báðir stjórnarmeðlimirnir myndarleg stúlkubörn með ½ mánaðar millibili.

1993-1994

Garðar Gíslason, formaður félagsins.

Í fréttum var þetta helst:

 • Ráðstefna (25.feb.): Bjarni Vestmann, upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins flutti erindi og svaraði fyrirspurnum um EES. Umræður um stöðu félagsfræðinnar á framhaldsskólastiginu. Framsögumenn: Björn Bergsson og Gunnar Frímannsson. Samskipti við félagsfræðikennara í Noregi og Svíþjóð.
 • Mikill tími fór í að undirbúa námsferð til Washington DC í Bandaríkjunum. Þátttakendur í ferðinni, sem farin var 7-15 júní, voru 11 og komust færri að en vildu. Í þessari ferð gerðist félagið aðili að samtökum bandarískra félagsfræðinga, The American Sociological Association og þáði bókagjöf frá amerískum kollegum. Hópurinn heimsótti ýmsar stofnanir í ferðinni, m.a. skólamálaskrifstofu, Fangelsismálastofnun, Félag félagsfræðinga, Heilbrigðisráðuneytið og Pentagon. Ekki var laust við að hroll setti að nokkrum kennu.
 • Fyrsta jólaglöggveislan sem félagið stóð fyrir fór fram 9. desember á Hótel Borg

Á árinu 1993 voru 10 stjórnarfundir haldnir og send út 4 fréttabréf.

1994-1995

Garðar Gíslason, formaður félagsins.

Í fréttum var þetta helst:

 • Félagið stóð fyrir námskeiði í Rúgbrauðsgerðinni um miðjan nóvember árið 1994 um:
  (a) Notkun dægurlagatónlistar í félagsfræðikennslu. Fyrirlesarar: Gestur Guðmundsson, Andrea Jónsdóttir, Gunnlaugur Ástgeirsson, Jón Ingi Sigurbjörnsson og Hjördís Þorgeirsdóttir.
  (b) Námsmat í félagsfræðigreinum. Fyrirlesari: Ólafur Proppé.
  Óvæntir atburðir gerðust á meðan námskeiðinu stóð - Guðmundur Árni Stefánsson þáverandi heilbrigðismálaráðherra sagði af sér ráðherradómi í næsta herbergi. Margir félagsfræðikennarar notuðu tækifærið til að gera greinina sýnilegri og tókst að fá mynd af sér í helstu fjölmiðlum landsins.
 • Félagið beitti sér fyrir því að stofnaðar yrðu tvær sérstakar stöður innan RUM fyrir framhaldsskólakennara, þannig að þeir gætu sinnt rannsóknarstörfum þar. Alþingi samþykkti fjárveitingu fyrir einni stöðu sem ráðuneytið skar síðan niður í sparnaðarskini. Björn Bergsson átti upphaflega hugmyndina.
 • Karlanefnd Jafnréttisráðs bað félagið um að skrifa eða sjá til þess að skrifað yrði kennsluhefti um heimilisofbeldi til kennslu í skólum. Garðar og Hjördís tóku það verk að sér.

Á tímabilinu voru haldnir 17 stjórnarfundir og send út 6 fréttabréf.Félagsmenn á skrá voru 75. Í stjórn: GG, HÞ, BB ásamt útlagastjórn: Jón Ingi, Hrafn, Laufey Petra, Helgi G., Birna G.

1995-1996

Garðar Gíslason, formaður félagsins.

Í fréttum var þetta helst:

 • Námskeið um tölvur og tölfræði: Þorlátkur Karlsson fjallaði um gerð kannana og tölfræðilega útreikninga. Jóhann Ísak Pétursson kynnti forrit sem hann hafði hanað fyrir úrvinnslu á spurningakönnunum fyrir nemendur. Lára Stefánsdóttir fjallaði síðan um Internetið. Margir félagsmenn voru þarna að stíga sín fyrstu skref í notkun þessa nýja miðils meðan aðrir státuðu af töluverðri reynslu.
 • Aðalfundur félagsins var haldinn 9. mars árið 1995 í Norræna húsinu. Í tenslum við aðalfund var haldin ráðstefna sem endranær. Þar fjallaði Rudolf Adolfsson geðhjúkrunarfræðingur um áfallahjálp, Magnús Gíslason sýndi glærusafn sem hann hafði unnið um þróun íslensks samfélags og Björn Bergsson fjallaði um hvernig hann hefur unnið með sorgarferlið í félagsfræðikennslu.
 • Náms og kynnisferð til Engands í samvinnu við Association for the Teaching Social Science. 21 kennari tók þátt í þessari ferð sem var mjög vel heppnuð í alla staði.
 • Samið nemendahefti og kennaraleiðbeiningar með verkefnum um jafnrétti í samvinnu við Félag sálfræði - og uppeldisfræðikennara, Jafnréttisráð og jafnréttisnefndar menntamálaráðuneytis. Garðar Gíslas. og Elín Vilhelmdsdóttir.

Á tímabilinu voru haldnir 9 stjórnarfundir og send út 2 fréttabréf. Stjórn félagsins: GG, HÞ, HÍÓ ásamt útlagastjórn: Jón Ingi, Hrafn, Laufey Petra, Helgi G., Birna G.

1996-1997

Garðar Gíslason, formaður.

Í fréttum var þetta helst:

 • ​Kennarafélögin óskuðu eftir að félagið tilnefndi einn fulltrúa til starfa í forvinnuhóp við endurskoðun námsskráa á námssviði samfélagsfræða fyrir grunn og framhaldsskóla. Þórunn Friðriksdóttir tók sæti í nefndinni og hefði stjórn félagsins ásamt þeim Þorláki Axel Jónssyni (MA) og Jóni Inga Sigurbjörnssyni (ME) sem bakhóp. Þar sem Þórunn fékk námsleifi eftir nokkura mánaða setu í nefndinni var ákveðið að Garðar kæmi í hennar stað í nefndina.
 • Félagið átti frumkvæði að og stóð fyrir ráðstefnu um nýja námskrá í samvinnu við Kennaraháskólann og kennara í öðrum félagsgreinum. Ráðstefnan fór fram í marsmánuði 1997.
 • Félagið stóð fyrir endurmenntunarnámskeiði um námsefnisgerð í félagsfræði. Um 16 kennarar sóttu námskeiðið.
 • Bresku félagsfræðikennarasamtökin (ATSS) bauð fjórum félögum að sitja aðalfund og ráðstefnu samtakanna í ágúst 1996. Garðar, Hjördís, Hannes og Þórunn sóttu ráðstefnuna fyrir hönd félagsins.
 • Tony Breslin, formanni ATSS boðið í heimsókn til Íslands. Tony hélt nokkra fyrirlestra hér á landi og gaf okkar félagi veglega bókagjöf.
 • Tony Pinches meðlimur í ATSS kom hingað til lands og hélt nokkra nemendafyrirlestra hér á landi í febrúar 1997.
 • Hannes Í. Ólafsson beðinn um að skrifa grein fyrir hönd félagsins í tímaritið The Journal of the Association for the Teaching of the Social Sciences.
 • Í tengslum við aðalfund hélt Margrét Jónsdóttir erindi um kennslufræði félagsgreina og Björn Bergson fjallaði um nokkra þætti sem einkenna góða félagsfræðikennslu.
 • Félagið kemur sér upp netfangi hjá menntanetinu. Með netfanginu tengjast kennarar mun betur saman og fjölmargir hafa þegar notfært sér það. Magnús Gíslason hannar heimasíðu félagsins.
 • Ráðstefna og afmælisundirbúningur félagsins. Í nefnd: Garðar, Gestur Guðmundsson, Helgi Gunnlaugsson og Kristín Magnúsdóttir.
Á tímabilinu voru haldnir 14 stjórnarfundir og send út 3 fréttabréf. Í stjórn félagsins sitja: GG, HÞ, HÍÓ ásamt útlagastjórn: Jón Ingi, Hrafn, Laufey Petra, Helgi G., Birna G.