Ráðstefna föstudaginn 4. mars

Félag félagsfræðikennara boðar til ráðstefnu kl. 17:00 á efri hæð Sólon Bistro, Bankastræti 7a föstudaginn 4. mars!
Félagið býður upp á kaffi og léttan kvöldverð (súpu og salat eða hamborgara). Á barnum vera svo sértilboð á drykkjum.
Dagskrá ráðstefnunnar:
Bjarni Snæbjörnsson leikari og kennari í FG spjallar um samtal og samvinnu.
Björk Þorgeirsdóttir og Kúbukonan kynna endurmenntunarnámskeið sumarsins og endurmenntunarnámskeið sumarið 2017.
 
Vegna veitinganna þarft þú að skrá þig á ráðstefnuna með bréfinu "Ég mæti auðvitað" sem þú sendir á netfangið bjorkth@kvenno.is
Kær kveðja, stjórnin
 
P.s. Ertu ekki örugglega búin(n) að skrá þig núna?

Deila á samskiptavef