Fréttir

Miðvikudagur, 8. september 2021 - 21:30

Sæl kæru félagar
FFF efnir til málþings sem haldið verður í sal KÍ í Borgartúni 30. Málþingið fjallar um lýðræði í skólastofunni og stendur dagskrá frá 16:00-19:00. Dagskráin verður svohljóðandi:
Kristján Páll Kolka Leifsson, félagsfræðikennari FÁ „Í eltingarleik við framtíðina“

Þriðjudagur, 1. júní 2021 - 20:45

Ágæta félagsfólk!
Stjórn Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum minnir á aðalfund félagsins sem verður haldinn laugardaginn 5. júní 2021 kl. 17 í Fróða, fundarsal KI á Flúðum, eins og áður auglýst.
Í stjórn sitja þrír aðalmenn og tveir varamenn.
Einn í aðalstjórn gefur nú kost á sér í varastjórn, við auglýsum eftir framboðum - þið ykkar sem eruð áhugasöm látið formann (Rósa) vita með því að senda póst á netfangið rosae@msund.is!
Dagskrá aðalfundar:
1. Ársreikningar
2. Skýrsla stjórnar
3. Stjórnarkjör

Föstudagur, 4. júní 2021 - 12:00

Komið sæl
Skráning á sumarnámskeið FFF er hafin, en skráningareyðublaðið má nálgast hér: https://docs.google.com/forms/u/3/d/e/1FAIpQLSeICEBx-fOO6O21u9FuXVAPVmeF...
Dagskráin verður svohljóðandi, en hægt er að sækja um bílastyrk hjá KÍ.

Föstudagur 4. júní 2021

Kl. 11 mætt á staðinn. Fróði opnar kl. 11.30 - skráning og kaffi. Dagskrá hefst kl. 12.30

Fjórða iðnbyltingin, nýtt námsumhverfi, kulnun og sálræn velferð

Föstudagur, 14. maí 2021 - 17:00

Ágæta félagsfólk!
Hér með er boðað til aðalfundar Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum. Hann verður haldinn laugardaginn 5. júní 2021 kl. 17 í Fróða, fundarsal KI á Flúðum.
Dagskrá aðalfundar:
1. Ársreikningar
2. Skýrsla stjórnar
3. Stjórnarkjör
4. Önnur mál
Félagið býður upp á léttar veitingar að fundi loknum.
Sumarnámskeið félagsins fer fram dagana 4. 5. og 6. júní 2021 á Flúðum og er aðalfundurinn haldinn í tengslum við það.

mánudagur, 3. maí 2021 - 22:30

Ágæta félagsfólk!
Við viljum vekja athygli ykkar á námskeiði sem félagið okkar heldur nú í byrjun júní.

Miðvikudagur, 7. apríl 2021 - 18:15

[Áframsent af stjórn FFF]
Ágætu félagsfræðingar,
 
Mig langar að vekja athygli ykkar á spennandi hádegisfyrirlestri sem Félagsfræðingafélag Íslands efnir til miðvikudaginn 14. Apríl kl. 12.
 
Þorgerður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands flytur þar erindið „Ekki er allt gull sem glóir: Ísland sem jafnréttisvörumerki“.
 
Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn:
 

Miðvikudagur, 17. febrúar 2021 - 17:00

Ágæta félagsfólk!
Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum (FFF) heldur málþing laugardaginn 27. febrúar 2021. Málefnin í þetta sinn tengjast breyttu umhverfi framhaldsskólakennara. Mikið hefur dunið á kennurum undanfarið og það úr ýmsum áttum. Málþingið mun taka á þremur þáttum þess, en sjónarhornin eru kennslufræðileg, kjaramál og réttindi auk vinnuumhverfis er lítur að öryggi og sálrænum þáttum.
 
Nánari dagskrá
10:45 – 11:00 Málþing hefst, gestir fá sér kaffi og setjast
 

Föstudagur, 30. október 2020 - 14:15

Sökum aðstæðna má búast við að flestir kjósi að vera rafrænt við málþingið í dag kl:16:00. Hins vegar fannst okkur við knúin til þess að bjóða upp á sal fyrir þá sem vilja vera efnislega á staðnum. Salinn má finna í húsnæði KÍ í Borgartúni 30. Vonandi að við getum boðið upp á létta hressingar, gos, vatn eða te.
Dagskrá málþingsins verður eftirfarandi:
16.00 Velkomin
16.05 Valgerður Bjarnadóttir, nýdoktor við HA. Fjallar um kennsluhætti sem styðja við lýðræðislegt samfélag í skólastofunni.
16.50 Umræður
17.05 Lýðræðishandbókin, erindi og umræður.

Miðvikudagur, 30. september 2020 - 23:15

Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum (FFF) boðar til málþings þann 30.október, sem ber yfirskriftina Lýðræði meðal framhaldsskólanema: Frá fræðslu að framkvæmd.

Laugardagur, 29. febrúar 2020 - 15:15

Jæja góðir ferðalangar!
 
Þá er komið að því að greiða staðfestingargjald inn á námsferðina okkar til Belfast. Hér er linkur sem þið smellið á og gangið frá greiðslu.
 
Ganga þarf frá greiðslunni í síðasta lagi 9. mars 2020. Staðfestingargjaldið er kr. 15.000

Pages