Fréttir

Þriðjudagur, 19. maí 2015 - 18:00

Aðalfundur félagsins var haldinn 5. apríl 2013 í Café París. Á fundinum kynnti Hannes Í Ólafsson skýrslu stjórnar og Björk Þorgeirsdóttir kynnti ársreikninga sem voru samþykktir.

Í stjórn félagsins voru endurkjörin Hannes Í Ólafsson FÁ, Björk Þorgeirsdóttir, Kvennó og Aðalheiður Dröfn MH. Í varastjórn voru kjörnir Guðmundur Gíslason FG og Leifur Ingi Vilmundarson MS. Erlingur Hansson var endurkjörinn endurskoðandi félagsins.

Skýrslu stjórnar má sjá undir liðnum Félagið og Skýrslur stjórnar.

mánudagur, 20. apríl 2015 - 21:45

Félagið í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands heldur sumarnámskeiðið: Mannréttindi, minnihlutahópar og forréttindastöður í ágúst 2015.
 
Markmið námskeiðsins er að auka hæfni félagsgreinakennara til að geta fjallað um minnihlutahópa og forréttindi í mismunandi samfélögum með það að markmiði að efla skilning og umburðarlyndi. 
 

Laugardagur, 5. júlí 2014 - 14:15

Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Guðmundur Stefán Gíslason, Hörður Ríkharðsson, Björk Þorgeirsdóttir, Steinunn Marta Jónsdóttur, sem tók við verðlaunum Önnu Steinunnar Valdimarsdóttur og Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs.

Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Guðmundur Stefán Gíslason, Hörður Ríkharðsson, Björk Þorgeirsdóttir, Steinunn Marta Jónsdóttur, sem tók við verðlaunum Önnu Steinunnar Valdimarsdóttur og Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs.
Föstudagur, 23. maí 2014 - 17:00

Félagi góður
 
Nú ætlum við enn að þjappa okkur saman og halda áfram að styrkja góðan móral.
 
Félag félagsfræðina í framhaldsskólum boðar til ráðstefnu undir yfirheitinu „Stjórnmál og sjálfstæðisbarátta í Skotlandi“ föstudaginn 30. maí kl. 17-19 á Sægreifanum við Geirsgötu.
 
Dagskrá

mánudagur, 21. apríl 2014 - 19:45

Hi ye wee lads and lassies!

Sumarnámskeið félagsins verður í Skotlandi 8. til 12. júní 2014. Undirrituð hefur umsjón með námskeiðinu og heldur utan um skráningu þátttakenda.

Sendið mér tölvupóst bjorkth@kvenno.is með upplýsingum um nafn, kennitölu og vinnustað/skóla ef þið viljið skrá ykkur.

 

Fimmtudagur, 13. March 2014 - 17:15
Póstur frá Björk:
 
Kæru félagar!
Sumarnámskeið félagsins verður haldið í Skotlandi (Glasgow og Edinborg) og heitir Menning og stjórnkerfi Skotlands.
 
Farið út að morgni 8. júní og heim 12. júní. 
 
Verið er að vinna í dagskrá námskeiðsins en drögin eru eftirfarandi: 
 
8. júní  - leiðsögn um Glasgow 
9. júní - skólaheimsóknir (framhalds- og háskóli) 
Föstudagur, 17. janúar 2014 - 14:45

Mannfræðifélag Íslands stendur fyrir fyrirlestri 21. janúar nk. um Arabíska vorið.

http://mannfraedifelag.wordpress.com/2014/01/15/vorbodar-arabiska-vorsin...

Þá mun Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachucetts í Bandaríkjunum flytja erindið: Vorboðar arabíska vorsins. Hvað vissum við og hvað vissum við ekki?

Fyrirlesturinn byrjar kl. 20 og verður í Norræna húsinu.

Miðvikudagur, 4. desember 2013 - 9:45
Mannfræðifélag Íslands stendur fyrir fyrirlestri þriðjudaginn 10. desember n.k.

 Þá munu Helga Kristín Hallgrímsdóttir PhD í félagsfræði og dósent við háskólann í Victoria, BC, Kanada og Emmanuel Brunet-Jailly, dósent við sama háskóla, fjalla um rannsókn sína á áhrifum grasrótarhreyfinga á pólitíska ákvarðanatöku eftir efnahagshrunið.
 
Þriðjudagur, 12. nóvember 2013 - 12:30
Félag félagsfræðikennara hefur fengið erlendan fyrirlesara til að ræða um breyttar leiðir í kennslu og þá sérstaklega í félagsfræði. Af þessu tilefni boðar félagið til ráðstefnu föstudaginn 22. nóvember kl. 16:30 í Miðbæjarskólanum - Kvennaskólanum.
 
[Uppfært: Sjá um ráðstefnuna ]
 
sunnudagur, 4. ágúst 2013 - 21:45

Alþjóðastjórnmál, samfélagsmiðlar/samskiptamiðlar og kennslufræði

Námskeiðið verður haldið í húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands dagana 12. og 13. ágúst 2013.

Skráning: http://www.endurmenntun.is/Samstarfsadilar/Framhaldsskolakennarar/Skoda/425V13. Upplýsingar um styrki fyrir þátttakendur sem koma utan höfuðborgarsvæðisins sjáið þið í meðfylgjandi pdf-skjali.

Endurmenntun H.Í.

Pages