Hundahitingur á Klambratúni

Á laugardagsmorgnum hittast nokkrir hundaeigendur úr Hlíðunum á Klambratúni til þess að leyfa hundunum sínum að hitta aðra hunda. Alltaf eru einhverjir á staðnum þessa morgna. Eigendur spjalla saman og hundarnir leika sér saman. Hundaeigendur í Hlíðunum hafa sótt um að fá hugagerði á Klambratún, enda fjöldi einstaklinga og fjölskyldna í Hlíðunum sem eiga hunda. Áhugi er fyrir hundagerðinu hjá yfirvöldum borgarmála og er borgarstjórinn sjálfur áhugamaður um hundagerði. Hverfisráð Hlíða hafnaði hins vegar hundagerðinu og verður það ekki sett upp. Þannig virkar lýðræðið.