2020: Lýðræði meðal framhaldsskólanema: Frá fræðslu að framkvæmd

Málþing FFF, 30.október 2020
Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum (FFF) boðaði til málþings þann 30.október, sem bar yfirskriftina Lýðræði meðal framhaldsskólanema: Frá fræðslu að framkvæmd. Málþingið hófst á erindi Valgerðar S. Bjarnadóttur, nýdoktor við Hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri, en doktorsritgerð hennar fjallaði m.a. um „.tækifæri framhaldsskólanema til að hafa áhrif á nám sitt“. Hún fjallaði í erindi sínu um kennsluhætti sem gætu talist styðja við lýðræðislegt samfélag í kennslustofunni, en finna má grein frá henni um efnið í tímaritinu Skólaþræðir.
Næsta erindi hófst á Evu Heiðu Önnudóttir dósent í stjórnmálafræði sem veitti fræðilegt sjónarhorn á stjórnmálalega þátttöku ungs fólks: Með henni voru BA nemarnir Sara Þöll Finnbogadóttir og Eva Laufey Eggertsdóttir fjölluðu um lýðræðishandbókina sem Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) fékk styrk til að vinna með BA nemum úr stjórnmálafræði í HÍ, en félag okkar samþykkti að taka þátt í samstarfi með þeim.
Að lokum fjallaði Kristján Páll Kolka Leifsson kennari í Fjölbrautaskólanum við Ármúla um lýðræðisáherslur sínar með 3.þreps nemendum og Birna Björnsdóttir kennari við Framhaldsskólann á Laugum sagði okkur frá árlegu skólaþingi í sínum skóla. Viðraðar höfðu verið hugmyndir um að halda einhvers konar reglubundna viðburði þar sem fundað yrði reglulega stutt í senn þar sem hlýtt yrði á áhugaverða hluti úr starfi hvors annars. Nafngiftin í vinnslu er akademíska korterið, en enn á eftir að reyna betur á þetta þegar tími gefst betur til þess.