2021 - Málþing 27.feb: Breytt umhverfi framhadsskólakennara

Málþing 27.febrúar 2021
Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum (FFF) hélt málþing laugardaginn 27. febrúar 2021. Málþingi sjálft var haldið í húsakynnum KÍ í Borgartúni en þinginu var streymt á netinu til allra félagsmanna.Málefnin í þetta sinn tengdust breyttu umhverfi framhaldsskólakennarans. Mikið hafði dunið á kennurum yfir skólaárið og það af ýmsum áttum. Málþingið tók á þremur þáttum þess, en sjónarhornin voru:
11:15 – 12:00 Súsanna Margrét Gestsdóttir
(Neyðar)Kennsla í miðjum faraldri. Hvað má læra af reynslunni og hvaða bjargir má öðlast í tæknimálum sem og kennslufræðilegri nálgun. Súsanna Margrét Gestsdóttir kynnti rannsókn sem hún og rannsóknarhópur á vegum Menntavísindasviðs hafa verið að framkvæma tengdu málefninu. Eftir fylgdi svo umræða um málefnið.
12:00 – 12:45 Fulltrúar FF
Samingar framhaldsskólakennara stóðu enn lausir þannig að það var tímabært að taka púlsinn og sjá hvar við stóðum. Fulltrúar frá FF fjölluðu um vinnumat og stöðu kjaramálanna. Hver væri réttur kennara til þess að blanda saman fjarkennslu og staðkennslu saman.
13:15 – 14:00 Sigrún Birna Björnsdóttir
Í kjölfar faraldursins hafði verið töluvert álag á kennurum sem og öðrum starfsmönnum framhaldsskólanna. Sigrún Birna Björnsdóttir er sérfræðingur í vinnuumhverfi hjá KÍ, en hún fjallaði m.a. um sálrænt öryggi.
Að lokum voru umræður um tilvonandi sumarnámskeið FFF sem stendur til að halda á Flúðum í júní 2021 og þingi svo slitið.