Aðalfundur FFF 2021

Aðalfundur FFF 2021
(haldið við lok námskeiðs í fyrirlestrarsalnum Fróða á Flúðum)
Á fundinum var farið yfir lögbundna dagskrárliðina, skýrsla félagsins kynnt, uppgjör reikninga félagsins útlistað og kosið í næstu stjórn. Júlía B. Björnsdóttir var kosin ný inn í stjórn og Helgi Hermannsson sem varamaður. Kristján Páll Kolka Leifsson steig niður sem ritari og tók við sem varamaður með Helga. Undir önnur mál var lagt til að endurskoða þyrfti lög félagsins um hvernig stjórn þess sé samsett. Núverandi fyrirkomulag byggði á takmörkunum í tíma og rúmi sem hreinlega hefðu ekki verið til staðar síðustu tuttugu ár og því tilvalið virkja betur lýðræðislega nálgun við stjórn félagsins. Þar sem samskiptamiðlum og tækni hafi fleygt svo mikið fram væri hreinlega úreld nálgun að setja einhverjum einum hlutverk formanns eða ritara. Eina hlutverkið sem hefði eitthvað raunverulegt gildi væri gjaldkerinn ef nokkuð væri enn. Var á fundinum stungið upp á að í stað 3 manna stjórnar sem skipti með sér verki formanns, ritara og gjaldkera yrði í lögum gert mögulegt að hafa 3-5 manna stjórn. Til þess að breyta lögunum þarf hins vegar að boða til nýs aðalfundar og því málið sett á ís þar til kemur að næsta aðalfundi.
Deginum lauk svo með kvöldmat þar sem Eþíópískur matur var snæddur frá veitingastað í nágrenninu og Eyrún stóð fyrir smávægilegu hópefli fyrir þá sem eftir voru. Verður ekki annað sagt en að námskeiðið hafi staðið fyrir fjölmörgum atriðum og fyrirlestrum og í heildina vel heppnað. Stjórnin þakkar öllum fyrirlesurum og þátttakendum fyrir frábæra helgi.