Laugardagur, 30. March 2013 - 22:45

Aðalfundur Félags félagsfræðikennara

Áður boðaður aðalfundur Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum verður haldinn föstudaginn 5. apríl kl. 17:00 í einkaherbergi Café París við Austurvöll.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar 

2. Ársreikningar

3. Stjórnarkjör

4. Önnur mál

(Meðal annarra mála: Endurmenntunarnámskeið í sumar og næsta sumar)

Í lok dagskrár verður boðið upp á léttan kvöldverð. Prótókollstjóri (með umsjón með huggulegheitum) verður Björk Þorgeirsdóttir.

Stjórnin hvetur þig til að mæta á aðalfund og á ráðstefnu Samtaka áhugafólks um skólaþróun en sú ráðstefna verður í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og hefst kl. 14:00. Félag okkar er samstarfsaðili að þessari ráðstefnu en aðalfyrirlesari er Jack Zevin sem margir þekkja frá kennslufræðinni í HÍ. Upplýsingar um dagskrána og skráningu á hana má sá á síðunni. http://www.skolathroun.is/?pageid=98 Þátttökugjaldið er ekki hátt en rétt er að benda á að hægt er að sækja um styrk í A-sjóð Kennarasambandsins.

Með kærri kveðju
Hannes, Björk, Heiða