Sökum aðstæðna má búast við að flestir kjósi að vera rafrænt við málþingið í dag kl:16:00. Hins vegar fannst okkur við knúin til þess að bjóða upp á sal fyrir þá sem vilja vera efnislega á staðnum. Salinn má finna í húsnæði KÍ í Borgartúni 30. Vonandi að við getum boðið upp á létta hressingar, gos, vatn eða te.
Dagskrá málþingsins verður eftirfarandi:
16.00 Velkomin
16.05 Valgerður Bjarnadóttir, nýdoktor við HA. Fjallar um kennsluhætti sem styðja við lýðræðislegt samfélag í skólastofunni.
16.50 Umræður
17.05 Lýðræðishandbókin, erindi og umræður.