Hópur félagsfræðikennara í New York 2002
Hópur félagsfræðikennara í New York 2002

Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum

Félag félagsfræðikennara er fagfélag kennara sem kenna samfélagsgreinar í framhaldsskólum. Í því eru kennarar úr öllum framhaldsskólum landsins. Starfsemi félagsins miðast við að efla og styrkja kennslu í samfélagsgreinum með því að vera samstarfs- og samskiptavettvangur kennaranna.

Félagsmenn í Félagi félagsfræðikennara í framhaldsskólum eru tæplega 80 talsins (2021). Allir sem kenna félagsfræði eða nátengdar greinar í framhaldsskólum geta gerst félaga.

Kennitala félagsins: 7011820229
 
 

Nýjustu fréttir

Belfast 2023: ,,Lýðræði, umrót og átakamál“

Hér er hlekkur á kynningu Gunnars Hólmsteins Ársælssonar á því helsta sem bar við í námsferð félagsmanna til Belfast vorið 2023.    Kynningin var flutt á aðalfundi félfél haustið 2023.

Kynning Gunnars:

Ágæta félagsfólk
Stjórn Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum boðar til málþings og aðalfundar félagsins föstudaginn 25. ágúst 2023 kl. 16.
Stjórnina skipa fimm einstaklingar, þrír aðalmenn og tveir varamenn. Tvö sæti í aðalstjórn eru nú laus og óskum við eftir framboðum. Starf fyrir félagið er bæði gefandi og skemmtilegt og þið ykkar sem eruð áhugasöm látið Rósu formann vita með því að senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Umræðuefnið á málþinginu snýr að nýlegum hugmyndum menntamálaráðuneytis um sameiningu framhaldsskóla annars vegar og hinsvegar framtíð kennararastarfsins og gervigreind.
Einnig fáum við ferðasögu frá vel heppnaðri ný afstaðinni námsferð á vegum félagsins til Belfast í júní í sumar.
Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar
2. Endurskoðaðir efnahagsreikningar
3. Stjórnarkjör
4. Önnur mál
Að loknu málþingi og aðalfundi býður félagið upp á léttar veitingar bæði í fljótandi og föstu formi!
Staðsetning og fyrirlesarar auglýst síðar – takið daginn frá!
Hlökkum til að sjá ykkur!