Hópur félagsfræðikennara í New York 2002
Hópur félagsfræðikennara í New York 2002

Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum

Félag félagsfræðikennara er fagfélag kennara sem kenna samfélagsgreinar í framhaldsskólum. Í því eru kennarar úr öllum framhaldsskólum landsins. Starfsemi félagsins miðast við að efla og styrkja kennslu í samfélagsgreinum með því að vera samstarfs- og samskiptavettvangur kennaranna.

Félagsmenn í Félagi félagsfræðikennara í framhaldsskólum eru tæplega 80 talsins (2021). Allir sem kenna félagsfræði eða nátengdar greinar í framhaldsskólum geta gerst félaga.

Kennitala félagsins: 7011820229
 
 

Nýjustu fréttir

Málþing um gervigreind og siðferði - 23. nóvember 2023 kl. 16.30 - Henry Alexander Henrysson

Gervigreindin - AI - er þema næsta málþings félagsins. Margar spurningar vakna varðandi gervigreindina, ein þeirra er siðferðissjónarhornið.

Til að ræða þessi mál höfum við fengið einn af okkar fremstu siðfræðingum, Henry Alexander Henrysson, til að gefa okkur innsýn inn í þessi mál, en þegar málþingið okkar er verður hann nýkomin af ráðstefnu Evrópuráðsins um þessi mál.

Henry verður með fyrirlestur og í kjölfarið tökum við umræður. Fimmtudaginn 23. nóvember kl. 16.30 - Staðsetning auglýst þegar nær dregur - léttar veitingar og öll velkomin!

Belfast 2023: ,,Lýðræði, umrót og átakamál“

Hér er hlekkur á kynningu Gunnars Hólmsteins Ársælssonar á því helsta sem bar við í námsferð félagsmanna til Belfast vorið 2023.    Kynningin var flutt á aðalfundi félfél haustið 2023.

Kynning Gunnars: