Kæra félagsfólk!
Nú er komið að því að skrá sig í námsferð okkar til Belfast! Neðar í þessari frétt er linkur þar sem hægt er að skrá sig.
Lengd ferðarinnar er fimm nætur, farið verður 8. júní, flogið til Dublin, rúta til Belfast að hóteli og til baka 13. júní 2023 til Íslands.
Yfirskrift námsferðarinnar er "Belfast - Lýðræði, umrót og átakamál"
Markmiðið er:
Að kynnast samfélagi og menningu Norður Írlands
Að fá innsýn í stjórnmálalegt umrót landsins (tengsl við Írland, England og ESB) og réttindabaráttu kaþólikka og mótmælenda
Að fá fræðslu um hvernig kennslu álitamála er háttað í framhaldsskólum í Belfast og fræðslu um skipan menntamála í landinu
Að kennarar tileinki sér færni í að miðla fræðslu og kennslu þegar viðfangsefnið er álitamál og ólík sjónarhorn félagslegra, menningarlegra, efnahagslegra og pólitískra málefna
Við höfum fengið tilboð í ferðina, og gerum ráð fyrir 20-30 manns.
Kr. 155.800 í tvíbýli/ kr. 213.950 í einbýli.
Ferðakostnaður er styrkhæfur úr B-deild Vísindasjóðs FF.
Það er mikilvægt að skrá sig sem fyrst - frestur til að skrá sig er til 1. mars 2023.
Sendum nánari dagskrá þegar nær dregur.
Kærar kveðjur
F.h. ferðanefndar
Rósa
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Skráning hér í ferð til Belfast
”Námsferð erlendis, Belfast Norður Írlands júní 2023 – komdu með!
Nú er komið að því að halda í námsferð erlendis og við stefnum á ferð til Belfast Norður Írlands í byrjun júní 2023!
Skipulagning er hafin, leita tilboða í ferð og hótel, sækja um ráðstefnustyrk til að halda námskeið erlendis og heyra í samstarfsfólki úti.
Við auglýsum eftir áhugasömum til að vera með okkur í ferðanefnd, sendið formanni félagsins póst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. !
Við viljum hvetja ykkur til að taka tímann frá og koma með í námsferð til Belfast.
Nánari upplýsingar og skráningarform verður sent út fljótlega til að áhugasöm geti skráð sig í ferðina.
Við erum að bíða eftir tilboði í ferðina frá ferðaskrifstofu og sendum út um leið og þær upplýsingar liggja fyrir. Bendum á að hægt er að sækja um styrk vegna ferðar og gistingar í B deild Vísindasjóðs KÍ.”
Kær kveðja
Rósa