Belfast 2023: ,,Lýðræði, umrót og átakamál“

Hér er hlekkur á kynningu Gunnars Hólmsteins Ársælssonar á því helsta sem bar við í námsferð félagsmanna til Belfast vorið 2023.    Kynningin var flutt á aðalfundi félfél haustið 2023.

Kynning Gunnars:

Ágæta félagsfólk
Stjórn Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum boðar til málþings og aðalfundar félagsins föstudaginn 25. ágúst 2023 kl. 16.
Stjórnina skipa fimm einstaklingar, þrír aðalmenn og tveir varamenn. Tvö sæti í aðalstjórn eru nú laus og óskum við eftir framboðum. Starf fyrir félagið er bæði gefandi og skemmtilegt og þið ykkar sem eruð áhugasöm látið Rósu formann vita með því að senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Umræðuefnið á málþinginu snýr að nýlegum hugmyndum menntamálaráðuneytis um sameiningu framhaldsskóla annars vegar og hinsvegar framtíð kennararastarfsins og gervigreind.
Einnig fáum við ferðasögu frá vel heppnaðri ný afstaðinni námsferð á vegum félagsins til Belfast í júní í sumar.
Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar
2. Endurskoðaðir efnahagsreikningar
3. Stjórnarkjör
4. Önnur mál
Að loknu málþingi og aðalfundi býður félagið upp á léttar veitingar bæði í fljótandi og föstu formi!
Staðsetning og fyrirlesarar auglýst síðar – takið daginn frá!
Hlökkum til að sjá ykkur!
 
 

Kæra félagsfólk!

Nú er komið að því að skrá sig í námsferð okkar til Belfast! Neðar í þessari frétt er linkur þar sem hægt er að skrá sig.

Lengd ferðarinnar er fimm nætur, farið verður 8. júní, flogið til Dublin, rúta til Belfast að hóteli og til baka 13. júní 2023 til Íslands.

Yfirskrift námsferðarinnar er "Belfast - Lýðræði, umrót og átakamál"

Markmiðið er:

Að kynnast samfélagi og menningu Norður Írlands

Að fá innsýn í stjórnmálalegt umrót landsins (tengsl við Írland, England og ESB) og réttindabaráttu kaþólikka og mótmælenda

Að fá fræðslu um hvernig kennslu álitamála er háttað í framhaldsskólum í Belfast og fræðslu um skipan menntamála í landinu

Að kennarar tileinki sér færni í að miðla fræðslu og kennslu þegar viðfangsefnið er álitamál og ólík sjónarhorn félagslegra, menningarlegra, efnahagslegra og pólitískra málefna

Við höfum fengið tilboð í ferðina, og gerum ráð fyrir 20-30 manns.

Kr. 155.800 í tvíbýli/ kr. 213.950 í einbýli.

Ferðakostnaður er styrkhæfur úr B-deild Vísindasjóðs FF.

Það er mikilvægt að skrá sig sem fyrst - frestur til að skrá sig er til 1. mars 2023.

Sendum nánari dagskrá þegar nær dregur.

Kærar kveðjur

F.h. ferðanefndar

Rósa

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skráning hér í ferð til Belfast 

Námsferð erlendis, Belfast Norður Írlands júní 2023 – komdu með!

 Nú er komið að því að halda í námsferð erlendis og við stefnum á ferð til Belfast Norður Írlands í byrjun júní 2023!

Skipulagning er hafin, leita tilboða í ferð og hótel, sækja um ráðstefnustyrk til að halda námskeið erlendis og heyra í samstarfsfólki úti. 

Við auglýsum eftir áhugasömum til að vera með okkur í ferðanefnd, sendið formanni félagsins póst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ! 

Við viljum hvetja ykkur til að taka tímann frá og koma með í námsferð til Belfast.

Nánari upplýsingar og skráningarform verður sent út fljótlega til að áhugasöm geti skráð sig í ferðina.

Við erum að bíða eftir tilboði í ferðina frá ferðaskrifstofu og sendum út um leið og þær upplýsingar liggja fyrir. Bendum á að hægt er að sækja um styrk vegna ferðar og gistingar í B deild Vísindasjóðs KÍ.”

Kær kveðja

Rósa

Vormálþing - Jafnrétti, kynjafræði og kennarinn

Fimmtudaginn 31. mars 2022 stóð félagið fyrir málþingi fyrir félagsmenn. Yfirskrift málþingsins var Jafnrétti, kynjafræði og kennarinn. Fjallað var um kynjafræði í háskólanum og tenging skólastiga skoðuð. Hverjar eru hugmyndir háskólasamfélagsins um kynjafræðikennslu á framhaldsskólastigi, sem og stöðu kennarans, aðferðir, leiðir og bjargir við að nálgast efnið. Við ræddum einnig kynjamisrétti og valdastétt.

Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, hélt erindi á fundinum.

Að loknu erindi sköpuðust góðar umræður og var þátttakendum síðan skipt í umræðuhópa um kynjafræði og stöðu kennarans, áskoranir og aðferðir við kynjafræðikennslu.

Í ljósi umræðunnar undanfarin misseri hefur aukin áhersla verið á mikilvægi kynjafræðikennslu. Kynjafræði er kennd í fjölmörgum framhaldsskólum landsins og margir skólar hafa tekið fagið upp sem skyldufag. Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum beindi sjónum sínum að kynjafræði og kennaranum á fagfundi ársins og ætlar einnig að gera það á sumarnámskeiði félagsins í ágúst 2022.

Dagskrá fundarins hljóðaði svo:

16.15 Gunnvör Rósa formaður FFF setti fundinn

16.30 - Erindi Þorgerðar Einarsdóttur, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands

17.00 - 17.30 Umræður

17.30 - 18.10 Heimskaffi

18.15 Samantekt

Málþingið fór fram í fundarsal KÍ, Borgartúni 30.

Boðið var upp á kaffi og meðlæti á meðan fundi stóð og hluti gesta fór á veitingastað í nágrenninu eftir fundinn.

Sjá myndir af málþinginu hér: