Könnun og fundur félagsfólks

Könnun og fundur félagsfólks: Við sendum út könnun um daginn og langar að fylgja henni eftir með fundi með sem flestum félögum í sem flestum skólum. Hugmyndin er sú að við hittumst og ræðum fagið okkar, námsbækur, áherslur og fleira, einskonar hugmyndafundur þar sem við skiptumst á hugmyndum og reynslu. Fundartími er mánudaginn 12. febrúar 2024 kl. 16.30 – 18.00 og yrði á Teams. Það er mikilvægt að öll sjái sér fært að taka þátt og mæta!

Þau sem eiga eftir að svara könnuninni geta gert það hér, öll innlegg vel þegin! Könnun

Við sendum síðan fundarboð fljótlega á fund 12. febrúar 2024 kl. 16.30 á ykkur öll – hlökkum til að sjá ykkur!

Kær kveðja

stjórnin

Starfsþróunardagurinn 1. mars

Ágæta félagsfólk!

Eins og þið mögulega hafið heyrt um þá verður 1.mars n.k. Starfsþróunardagurinn þar sem 21 framhaldsskóli tekur þátt. Félagsgreinar verða með aðsetur í Kvennó, en kennarar dreifast á skóla eftir fögum. Dagskráin er eftirfarandi:

Dagskrá

9:00 - Boðið upp á morgunverð og gengið um viðkomandi skóla.

10:00 – Nokkur innslög sem eiga við alla þátttakendur. Þessi innslög verða öll á youtube.com og um þau sjá skipuleggjendur dagsins.

11:20 – Aðalfyrirlesari. Einn (eða fleiri) fyrirlesarar sem fjalla um áhugavert málefni fyrir viðkomandi hóp í hverjum skóla.

13:00 – Málstofa/Fyrirlestrar. Tveir til fjórir fyrirlesarar í hópi þátttakenda fjalla um áhugaverð málefni í sínu starfi/skóla.

14:20 – Umræðutími. Þátttakendur skiptast á hugmyndum og skoðunum og ræða málefni dagsins.

15:20 – Lok dagskrár í skólunum.

20:00 – Mannfagnaður í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.

Nú köllum við eftir hugmyndum frá ykkur, um hvað væri áhugavert að ræða eða taka fyrir, og einnig ef einhver hafa áhuga á að vera með erindi um eitthvað sem tengist starfsþróun, það er þá undir dagskrárlið milli kl. 13 og 14.20. Áhugasöm með hugmyndir og/eða erindi sendið okkur tölvupóst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 15. febrúar 2024.

Málþing um gervigreind og siðferði - 23. nóvember 2023 kl. 16.30 - Henry Alexander Henrysson

Gervigreindin - AI - er þema næsta málþings félagsins. Margar spurningar vakna varðandi gervigreindina, ein þeirra er siðferðissjónarhornið.

Til að ræða þessi mál höfum við fengið einn af okkar fremstu siðfræðingum, Henry Alexander Henrysson, til að gefa okkur innsýn inn í þessi mál, en þegar málþingið okkar er verður hann nýkomin af ráðstefnu Evrópuráðsins um þessi mál.

Henry verður með fyrirlestur og í kjölfarið tökum við umræður. Fimmtudaginn 23. nóvember kl. 16.30 - Staðsetning auglýst þegar nær dregur - léttar veitingar og öll velkomin!

Belfast 2023: ,,Lýðræði, umrót og átakamál“

Hér er hlekkur á kynningu Gunnars Hólmsteins Ársælssonar á því helsta sem bar við í námsferð félagsmanna til Belfast vorið 2023.    Kynningin var flutt á aðalfundi félfél haustið 2023.

Kynning Gunnars:

Ágæta félagsfólk
Stjórn Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum boðar til málþings og aðalfundar félagsins föstudaginn 25. ágúst 2023 kl. 16.
Stjórnina skipa fimm einstaklingar, þrír aðalmenn og tveir varamenn. Tvö sæti í aðalstjórn eru nú laus og óskum við eftir framboðum. Starf fyrir félagið er bæði gefandi og skemmtilegt og þið ykkar sem eruð áhugasöm látið Rósu formann vita með því að senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Umræðuefnið á málþinginu snýr að nýlegum hugmyndum menntamálaráðuneytis um sameiningu framhaldsskóla annars vegar og hinsvegar framtíð kennararastarfsins og gervigreind.
Einnig fáum við ferðasögu frá vel heppnaðri ný afstaðinni námsferð á vegum félagsins til Belfast í júní í sumar.
Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar
2. Endurskoðaðir efnahagsreikningar
3. Stjórnarkjör
4. Önnur mál
Að loknu málþingi og aðalfundi býður félagið upp á léttar veitingar bæði í fljótandi og föstu formi!
Staðsetning og fyrirlesarar auglýst síðar – takið daginn frá!
Hlökkum til að sjá ykkur!