Starfsþróunardagurinn 1. mars
Ágæta félagsfólk!
Eins og þið mögulega hafið heyrt um þá verður 1.mars n.k. Starfsþróunardagurinn þar sem 21 framhaldsskóli tekur þátt. Félagsgreinar verða með aðsetur í Kvennó, en kennarar dreifast á skóla eftir fögum. Dagskráin er eftirfarandi:
Dagskrá
9:00 - Boðið upp á morgunverð og gengið um viðkomandi skóla.
10:00 – Nokkur innslög sem eiga við alla þátttakendur. Þessi innslög verða öll á youtube.com og um þau sjá skipuleggjendur dagsins.
11:20 – Aðalfyrirlesari. Einn (eða fleiri) fyrirlesarar sem fjalla um áhugavert málefni fyrir viðkomandi hóp í hverjum skóla.
13:00 – Málstofa/Fyrirlestrar. Tveir til fjórir fyrirlesarar í hópi þátttakenda fjalla um áhugaverð málefni í sínu starfi/skóla.
14:20 – Umræðutími. Þátttakendur skiptast á hugmyndum og skoðunum og ræða málefni dagsins.
15:20 – Lok dagskrár í skólunum.
20:00 – Mannfagnaður í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Nú köllum við eftir hugmyndum frá ykkur, um hvað væri áhugavert að ræða eða taka fyrir, og einnig ef einhver hafa áhuga á að vera með erindi um eitthvað sem tengist starfsþróun, það er þá undir dagskrárlið milli kl. 13 og 14.20. Áhugasöm með hugmyndir og/eða erindi sendið okkur tölvupóst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 15. febrúar 2024.