Miðvikudagur, 8. september 2021 - 21:30

Málþing 10.september 2021

Sæl kæru félagar
FFF efnir til málþings sem haldið verður í sal KÍ í Borgartúni 30. Málþingið fjallar um lýðræði í skólastofunni og stendur dagskrá frá 16:00-19:00. Dagskráin verður svohljóðandi:
Kristján Páll Kolka Leifsson, félagsfræðikennari FÁ „Í eltingarleik við framtíðina“
Heimurinn er breyttur og þessar breytingar ganga ekki tilbaka. Hér verður hugvekja um hvort hægt sé að tala um tækifæri sem fylgja breyttum heimi eða hvort við séum hreinlega komin út í horn og þurfum að breyta nálgun okkar í kennslu. Hvar kemur lýðræði inn í málið? Hvað gerir það, er eitthvað gagn í því?
Hjördís Þorgeirsdóttir félagsfræðikennari við MS leiðir Heimskaffi - umræður um lýðræði í skólastofunni.
Sara Þöll Finnbogadóttir, BA nemi í stjórnmálafræði, Eva Laufey Eggertsdóttir, meistaranemi í Alþjóðasamskiptum og Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði ”Lýðræðishandbókin”
Um þessar mundir er að koma út Lýðræðisvitinn sem er ætluð fólki á framhaldsskólaaldri. Í bókinni er farið yfir um hvað fulltrúalýðræði snýst, hvernig er hægt að taka þátt í lýðræðinu ásamt ýmsum leikjum sem snúast um ólíkar hliðar lýðræðis. Höfundar kynna bókina.
Viðburðinn má nálgast á facebook: https://fb.me/e/1YlhhR31M
Vonumst til að sjá sem flesta. Kveðja, stjórnin

 

Þriðjudagur, 1. júní 2021 - 20:45

Minnum á aðalfundinn

Ágæta félagsfólk!

Stjórn Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum minnir á aðalfund félagsins sem verður haldinn laugardaginn 5. júní 2021 kl. 17 í Fróða, fundarsal KI á Flúðum, eins og áður auglýst.
Í stjórn sitja þrír aðalmenn og tveir varamenn.
Einn í aðalstjórn gefur nú kost á sér í varastjórn, við auglýsum eftir framboðum - þið ykkar sem eruð áhugasöm látið formann (Rósa) vita með því að senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.!
Dagskrá aðalfundar:
1. Ársreikningar
2. Skýrsla stjórnar
3. Stjórnarkjör
4. Önnur mál
Félagið býður upp á léttar veitingar að fundi loknum.
Sumarnámskeið félagsins fer fram dagana 4. 5. og 6. júní 2021 á Flúðum og er aðalfundurinn haldinn í tengslum við það.
Kærar kveðjur
stjórnin

mánudagur, 3. maí 2021 - 22:30

Sumarnámskeið FFF 2021

Ágæta félagsfólk!
Við viljum vekja athygli ykkar á námskeiði sem félagið okkar heldur nú í byrjun júní.
Viðfangsefni námskeiðsins lítur að breyttu náms- og starfsumhverfi okkar kennara í kjölfar faraldurs. Ráðstefnan okkar núna í febrúar síðast liðinn fjallaði um þessa þætti, á sumarnámskeiðinu ætlum við að vinna áfram með framtíðar samfélagið okkar,  hæfni okkar kennara til að takast á við áskoranir í starfsumhverfinu og hvað megi læra af reynslunni; í tengslum við það fáum fræðslu um starfendarannsóknir. Við ætlum einnig að fjalla um mikilvæga þætti sem lúta að kulnun og sálrænni velferð okkar kennara í starfi.
Námskeiðið verður haldið á Flúðum, þar höfum við aðgang að frábærri aðstöðu á vegum KÍ, bæði bústaði og ráðstefnusal. Gist verður í 8 manna bústöðum og við höfum nú þegar tryggt okkur pláss í bústöðum fyrir 25 manns.
Við teljum að það að fara út fyrir bæinn og setjast að yfir helgi í sumarbústað og halda námskeið okkar á Flúðum sé tilvalið og kærkomið eftir áskoranir vetursins!
Dagsetning:
föstudagur 4. laugardagur 5. og sunnudagur 6. júní.
Námskeiðið hefst á föstudeginum og lýkur sunnudag. Á laugardeginum verður og haldin aðalfundur félagsins.
Fljótlega sendum við út skráningareyðublað á póstlistann.  
Takið þessa helgi frá, nánari dagskrá verður auglýst síðar!
Kærar kveðjur
Stjórnin

Miðvikudagur, 7. apríl 2021 - 18:15

Ekki er allt gull sem glóir - Hádegisfyrirlestur 14.apríl kl:12

[Áframsent af stjórn FFF]
Ágætu félagsfræðingar,
 
Mig langar að vekja athygli ykkar á spennandi hádegisfyrirlestri sem Félagsfræðingafélag Íslands efnir til miðvikudaginn 14. Apríl kl. 12.
 
Þorgerður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands flytur þar erindið „Ekki er allt gull sem glóir: Ísland sem jafnréttisvörumerki“.
 
Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn:
 
Ísland hefur minnsta kynjabil í heimi 12. árið í röð samkvæmt skýrslu World Economic Forum sem kom út 30. mars 2021. Fram kemur að það taki 136,6 ár að ná fullum kynjajöfnuði á heimsvísu en hefði tekið 99,5 ár hefði Covid ekki komið til. Hvað býr að baki þegar kynjajafnrétti er mælt með slíkri aukastafsnákvæmni og hvað skýrir forskot Íslands í þessum efnum?

Viðburðurinn á facebook : https://www.facebook.com/events/185431736535900/
 
 
Að erindi loknu mun gefast góður tími til umræðna.
 
 
Með góðri kveðju fyrir hönd stjórnar,
Dr Sunna Símonardóttir
Aðjúnkt í Félagsfræði/Adjunct, Faculty of Sociology
Nýdoktor í Félagsfræði/ Postdoctoral Researcher in Scoiology, School of Social Sciences
Háskóli Íslands/University of Iceland
 Phone: +354 660 3788
Website: https://uni.hi.is/sunnaks/

Miðvikudagur, 17. febrúar 2021 - 17:00

Málþing FFF 27.febrúar 2021

Ágæta félagsfólk!
Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum (FFF) heldur málþing laugardaginn 27. febrúar 2021. Málefnin í þetta sinn tengjast breyttu umhverfi framhaldsskólakennara. Mikið hefur dunið á kennurum undanfarið og það úr ýmsum áttum. Málþingið mun taka á þremur þáttum þess, en sjónarhornin eru kennslufræðileg, kjaramál og réttindi auk vinnuumhverfis er lítur að öryggi og sálrænum þáttum.
 
Nánari dagskrá
10:45 – 11:00 Málþing hefst, gestir fá sér kaffi og setjast
 
11:00 – 11:45 Súsanna Margrét Gestsdóttir, aðjúnkt á menntavísindasviði HÍ
(Neyðar)Kennsla í miðjum faraldri. Hvað má læra af reynslunni og hvaða bjargir má öðlast í tæknimálum sem og kennslufræðilegri nálgun. Súsanna Margrét Gestsdóttir kynnir rannsókn sem hún og rannsóknarhópur á vegum Menntavísindasviðs eru að framkvæma tengdu málefninu. Eftir fylgir svo umræða um málefnið.
 
11:45 – 12:30 Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara (FF)
Samningar framhaldsskólakennara standa enn lausir þannig að það er tímabært að taka púlsinn og sjá hvar við stöndum í dag. Fulltrúar frá FF fjalla um vinnumat og stöðu kjaramálanna. Hver er réttur kennara til þess að blanda saman fjarkennslu og staðkennslu. Umræður/spurningar
 
12:30 – 13:00 Kaffihlé og létt hádegissnarl í boði félagsins
 
13:00 – 13:45 Sigrún Birna Björnsdóttir, sérfræðingur vinnuumhverfis hjá KÍ
Í kjölfar faraldursins hefur verið töluvert álag á kennurum sem og öðrum starfsmönnum framhaldsskólanna. Sigrún Birna Björnsdóttir mun fjalla m.a. um sálrænt öryggi á vinnustaðnum. Í lokin verður boðið upp á léttar veitingar. Fjöllum um fyrirhugað sumarnámskeið félagsins. Orðið svo laust ef vilji er fyrir hendi.
 
Málþingið verður haldið í húsakynnum KÍ í Borgartúni 30, en einnig verður því streymt út svo þau sem ekki eiga heimagengt þangað geta tekið þátt. Hlekk á viðburðinn verður deilt í gegnum netfangið sem og á grúppu félagsins.
Með kærri kveðju, stjórn félagsins (Rósa, Eyrún og Kristján)