Miðvikudagur, 10. janúar 2018 - 12:15

Ert þú að kenna samfélagsgreinar í framhaldsskóla?

Félagið er fagfélag kennara sem kenna samfélagsgreinar í framhaldsskólum.
Í því eru kennarar úr öllum framhaldsskólum landsins, ef þú kennir samfélagsgreinar í framhaldsskóla þá skaltu skrá þig í félagið hér: 
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1QHU0pxkK0Fo32Qt2gMdwxpA1AvT2FkznjQg-RGRyWzs/edit#gid=0 

Miðvikudagur, 10. janúar 2018 - 12:00

"Like" á facebook-síðu Euroclio!

Félagið er nú aðili að Euroclio (Evrópusamtökum kennara í sögu og borgaravitund). 
Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með öflugu starfi samtakanna á Facebook.
Fyrir ykkur sem eru ekki á facebook þá er hægt að fylgjast með starfi samtakanna á heimasíðunni (sjá hér: https://euroclio.eu/).

Miðvikudagur, 10. janúar 2018 - 10:30

Samtal við samfélagið

Í hlaðvarpi Kjarnans  eru félagsfræðingar í lykilhlutverkum. Þar má finna fjölbreytta þætti um allt frá pólitík til heiðarlegs skyndibita eða nýjustu græjunnar. Í fyrsta þættinum er samtal Sigrúnar Ólafsdóttur og Jóns Gunnars Bernburg, prófessora í félagsfræði við Háskóla Íslands um hið félagsfræðilega sjónarhorn og hvernig það eykur skilning okkar á almennum félagsmálum. Hvernig félagsfræðin hjálpar okkur að sjá hlutina í nýju ljósi. 
 
Þættina finnið þið hér: https://kjarninn.is/hladvarp/samtal-vid-samfelagid/ 

Miðvikudagur, 10. janúar 2018 - 10:30

Fréttabréf 2017

Félagi góður

Ráðstefna og aðalfundur
Aðalfundur félagsins var haldinn 28. apríl í FÁ í beinu framhaldi ráðstefnu um mannlíf og menningu á Kúbu (Tinna Þórudóttir Þorvaldar ) og um virkni og ábyrgð nemenda (Hjördís Þorgeirsdóttir). Ráðstefnuna sóttu 18 félagar og aðalfundinn 14. Dagskrá aðalfundarins var með hefðbundnum hætti: Skýrsla stjórnar, ársreikningar, stjórnarkjör og önnur mál. Boðið var upp á afmælisveitingar bæði á ráðstefnunni og á aðalfundinum enda er félagið 40 ára nú á árinu.
Skýrsla stjórnar: Skýrslu stjórnar má sjá á heimasíðu okkar: http://felfel.is/node/384 
Ársreikningar: Björk kynnti ársreikninga sem voru samþykktir.           
Stjórnarkjör: Hannes (FÁ), Björk (Kvennó) og Guðmundur (FG) voru endurkjörin í aðalstjórn. Í varastjórn voru kjörin Þórunn Steinsdóttir (MS) og María Ben Ólafsdóttir (FSu). Erlingur Hansson er endurkoðandi félagsins.  
Önnur mál.
Undir liðnum „önnur mál“ var fjallað um fjölda mörg erindi en helst var fjallað um væntanlegt sumarnámskeið. Samþykkt var að félagið gangi í Euroclio en sótt hafði verið um það með fyrirvara um samþykkt aðalfundar. Innganga okkar í samtökin hefur verið samþykkt af þeirra hálfu. Euroclio eru samtök kennara í sögu, menningu og borgaravitund og margir félagsfræðikennarar hafa sótt ráðstefnur samtakanna.
Sjá http://euroclio.eu/association/
Endurmenntunarnámskeið og fyrirhuguð ráðstefna
Sumarnámskeið okkar verður haldið á Kúbu 2.-9. júní. Þáttakendur hafa fengið flugmiða en flogið verður frá Keflavík á föstudaginn kl. 10:30. Þátttakendur bera ábyrgð á að mæta tímanlega.
Stefnt að endurmenntunarnámskeiði um flóttamenn nú í haust. Námskeiðið verður haldið í samvinnu við Amnesty International.
Starf stjórnar
Aðalstjórn hélt fyrsta stjórnarfund þann 17. maí. Hún skipti með sér verkum og er verkaskipting eins og áður: Hannes formaður, Björk gjaldkeri og Guðmundur ritari. Varamenn verða boðaðir á aðra stjórnarfundi.
Kær kveðja
Fyrir hönd stjórnar
Hannes

Euroclio logo

sunnudagur, 12. nóvember 2017 - 12:15

Euroclio

Félagi góður
Félag félagsfræðikennara gekk nýverið í samtökin Euroclio
Euroclio halda árlega ráðstefnu sína um leið og samtökin halda upp á 25 ára afmæli.
Ráðstefnan (undir yfirheitinu “Mediterranean Dialogues: Teaching History beyond our Horizons” verður haldin 21-26, apríl á næsta ári.
 
Hér að neðan er að finna helstu upplýsingar um ráðstefnuna: 
Addressed to: The Association of Sociology Teachers in Secondary Schools in Iceland

Dear Hannes Ísberg Ólafsson,

I hope this message finds you well. I am contacting you with a request to disseminate our Call for Registrations for the 25th EUROCLIO Annual Conference “Mediterranean Dialogues: Teaching History beyond our Horizons”, which takes place from 21-16 April 2018 in Marseille, France. We would appreciate it if you could circulate the call to the members and relevant networks of The Association of Sociology Teachers in Secondary Schools in Iceland.

You can find the call for registrations below this message, and via the following link (.pdf): https://gallery.mailchimp.com/c4987b64709292ec40a6665eb/files/93b107db-03a1-45e5-a281-07d44cf7ff37/Call_for_Registrations_Mediterranean_Dialogues.pdf.

In addition, we would be grateful if you could let us know whether the call was circulated, and to how many individuals (approximately). This is important for us to determine the reach of our members’ networks.

Thank you very much in advance.

Kind regards,

Jaco Stoop
Secretariat, Network Coordinator