Endurmenntun Funhaga

Föstudagur, 7. ágúst 2015 - 1:00

 

Það styttist í námskeið okkar um mannréttindi, minnihlutahópa og forréttindastöður sem verður dagana 13. og 14. ágúst 2015, en sjá má nánar um námskeiðið í frétt að neðan.
Undir flokknum Námskeið hér á heimasíðunni verður haldið utan um námskeiðið eins og venja er og þar er dagskrá, gögn og fleira sem nú þegar má skoða. Vakin er athygli á kafla úr bók fyrirlesara okkar, dr. Kai Hafez, en þennan kafla má sækja sem pdf skrá á námskeiðssíðunni.
 

Nokkrir félagar í Færeyjaferðinni 2011

Þriðjudagur, 19. maí 2015 - 18:00

Af aðalfundi félagsins í apríl

Aðalfundur félagsins var haldinn 5. apríl 2013 í Café París. Á fundinum kynnti Hannes Í Ólafsson skýrslu stjórnar og Björk Þorgeirsdóttir kynnti ársreikninga sem voru samþykktir.

Í stjórn félagsins voru endurkjörin Hannes Í Ólafsson FÁ, Björk Þorgeirsdóttir, Kvennó og Aðalheiður Dröfn MH. Í varastjórn voru kjörnir Guðmundur Gíslason FG og Leifur Ingi Vilmundarson MS. Erlingur Hansson var endurkjörinn endurskoðandi félagsins.

Skýrslu stjórnar má sjá undir liðnum Félagið og Skýrslur stjórnar.

mánudagur, 20. apríl 2015 - 21:45

Sumarnámskeið 2015

Félagið í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands heldur sumarnámskeiðið: Mannréttindi, minnihlutahópar og forréttindastöður í ágúst 2015.
 
Markmið námskeiðsins er að auka hæfni félagsgreinakennara til að geta fjallað um minnihlutahópa og forréttindi í mismunandi samfélögum með það að markmiði að efla skilning og umburðarlyndi. 
 
Á námskeiðinu er áhersla á fræðslu um fordóma gagnvart minnihlutahópum og sjónum verður beint sérstaklega að Islam. Fjallað verður um reglur um tjáningarfrelsi og hvernig meta má hvort ákveðnir hópar hafi forréttindastöðu í samfélögum. Einnig verða á námskeiðinu settir upp vinnuhópar um kennslu mannréttinda. 
Námskeiðið verður haldið í húsnæði EHÍ að Dunhaga 7, Reykjavík 13. og 14. ágúst. 
Kennarar á námskeiðinu: 
Dr. Kai Hafez sem stýrir Department of Media and Communication Studies við Erfurt háskólann í Þýskalandi
Auður Magndís Auðardóttir, félagsfræðingur. Verkefnastjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar
Súsanna Margrét Gestsdóttir, kennari í FÁ og Menntavísindasviði HÍ
Umsjónarmaður námskeiðsins er Björk Þorgeirsdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
Skráið ykkur hér: https://secure.endurmenntun.is/SkraningEinfold/ . Skráningafrestur er til 15. júní 2015. 

Verðlaunahafar
Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Guðmundur Stefán Gíslason, Hörður Ríkharðsson, Björk Þorgeirsdóttir, Steinunn Marta Jónsdóttur, sem tók við verðlaunum Önnu Steinunnar Valdimarsdóttur og Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs.

Laugardagur, 5. júlí 2014 - 14:15

Félagsfræðikennarar fá verðlaun fyrir framúrskarandi störf

Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Guðmundur Stefán Gíslason, Hörður Ríkharðsson, Björk Þorgeirsdóttir, Steinunn Marta Jónsdóttur, sem tók við verðlaunum Önnu Steinunnar Valdimarsdóttur og Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs.
Í maímánuði stóð Háskóli Íslands fyrir kynningarátaki til að vekja athygli þjóðarinnar á kennarastafinu og áhrifum kennara á einstaklinga og samfélag. Í átakinu gafst almenningi kostur á að senda inn tilnefningu um þann kennara sem mest áhrif hafði haft á hvern og einn. Nærri tvö þúsund manns tóku þátt í að tilnefna en í framhaldi þess skoðaði valnefnd tilnefningarnar og umsagnir og valdi fimm kennara til verðlauna. Þann 3. júlí veitti svo Menntavísindasvið Háskóla Íslands fimm kennurum verðlaun fyrir framúrskarandi störf. Tveir kennaranna koma úr framhaldsskólum og eru okkur að góðu kunnir enda báðir félagsmenn okkar. Vonandi sýnir þetta okkur áhrif félagsfræðikennslu á nemendur okkar. Félagið er stolt af viðurkenningu sem þessir kennarar hafa nú fengið og óska Björk Þorgeirsdóttur og Guðmundi Stefáni Gíslasyni innilega til hamingju með verðlaunin.
 
Á vefsíðu Kennarasambands Íslands er verðlaunaúthlutunin tilkynnt (http://ki.is/um-ki/utgafa/fréttir/1689-fimm-kennarar-verðlaunaðir-fyrir-framúrskarandi-störf )
Fimm kennarar verðlaunaðir fyrir framúrskarandi störf
04. Júlí 2014 
Menntavísindasvið Háskóla Íslands veitti í gær fimm grunn- og framhaldsskólakennurum verðlaun fyrir framúrskarandi störf. Verðlaunin eru afrakstur kynningarátaksins Hafðu áhrif sem Háskóli Íslands stóð fyrir í maí síðastliðnum.
 
Á heimasíðu átaksins Hafðu áhrif sögðu þjóðþekktir Íslendingar frá þeim kennara sem mest áhrif hafði haft á líf viðkomandi í stuttum myndböndum. Þá gafst almenningi kostur á að tilnefna þann kennara sem hafði haft mest áhrif á hvern og einn. Um tvö þúsund manns tóku þátt og hlutu á fimmta hundrað kennarar tilnefningu. Valnefnd fór yfir tilnefningarnar og umsagnir og í kjölfarið voru fimm kennarar valdir úr hópnum.
 
Kennararnir sem fengu verðlaun fyrir framúrskarandi störf eru:
Anna Steinunn Valdimarsdóttir, Laugalækjarskóla
Björk Þorgeirsdóttir, Kvennaskólanum í Reykjavík
Guðmundur Stefán Gíslason, Fjölbrautarskólanum í Garðabæ
Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Keili
Hörður Ríkharðsson, Blönduskóla

Föstudagur, 23. maí 2014 - 17:00

„Stjórnmál og sjálfstæðisbarátta í Skotlandi“ - Ráðstefna föstudaginn 30. maí

Félagi góður
 
Nú ætlum við enn að þjappa okkur saman og halda áfram að styrkja góðan móral.
 
Félag félagsfræðina í framhaldsskólum boðar til ráðstefnu undir yfirheitinu „Stjórnmál og sjálfstæðisbarátta í Skotlandi“ föstudaginn 30. maí kl. 17-19 á Sægreifanum við Geirsgötu.
 
Dagskrá

Bogi Ágústsson fréttamaður segir frá skoskum stjórnmálum og væntanlegri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota.
 
Fyrirspurnir og umræður
 
Léttur kvöldverður í boði félagsins
 
Björk Þorgeirsdóttir ræðir skosk skólamál og segir frá fyrirhuguðu námskeiði félagsins í Skotlandi í byrjun júní
 
Léttar umræður undir léttum veitingum
 
Ég mæti … og vonast sannarlega til að sjá þig
 
Fyrir hönd stjórnar
Hannes