Fimmtudagur, 20. apríl 2017 - 19:30

Ráðstefna og aðalfundur

Félagsmaður góður

 Boðað er til ráðstefnu og aðalfundar Félags félagsfræðikennara föstudaginn 28. apríl kl. 16:30.
 
Ráðstefnan er haldin vegna 40 ára afmælis félagsins nú í ár. Haldin verða tvö aðalerindi:
 
Tinna Þórudóttir Þorvaldar: Kúba: Mannlíf, menning og stjórnmál
Hjördís Þorgeirsdóttir: Breytingastofan: Aukin virkni og ábyrgð nemenda í námi sínu
 
 Í framhaldi ráðstefnunnar höldum við aðalfund:
 
1.  Ársreikningar 
2.  Skýrsla stjórnar
3.  Stjórnarkjör
4.  Önnur mál
    (Meðal annarra mála: Innganga félagsins í Euroclio, samtök kennara í sögu, menningu og borgaravitund.
 Á fundinum verður boðið upp á léttan kvöldverð, drykki og spjall um skólamál.
 Upplýsingar um staðsetningu fundarins eru boðaðar í upphafi vikunnar.
 Kær kveðja
Stjórn félagsins

mánudagur, 10. apríl 2017 - 15:00

Kúba 2017 - gagnlegar upplýsingar

Mikilvægar og gagnlegar upplýsingar fyrir sumarnámskeiðið á Kúbu sjáið þið hér: http://felfel.is/node/363. Komnar upplýsingar um þátttakendur, staðfesta dagskráliði, gögn sem gott (og gaman) er að kynna sér fyrir ferðina. Gagnlegar upplýsingar um það gott er að taka með sér, skilaboð frá Vita-ferðum varðandi greiðslufyrirkomulag og vegabréfsáritanir. Einnig upplýsingar um styrkumsóknir til Vísindasjóðs FF og FS. 
Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við umsjónarmann námskeiðsins, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kúba

mánudagur, 6. March 2017 - 21:45

Kúba 2017

Sumarnámskeið félagsins 2017 verður í Havana og mun fjalla um sögu og menningu Kúbu. Við munum hlýða á fyrirlestra, taka þátt í umræðum, heimsækja skóla og söfn og fara í skoðunarferðir. 
Flogið verður út 2. júni og til baka 9. júní, félagið hefur gert samning við Vita-ferðir og sjá þátttakendur sjálfir um að skrá sig hjá Vita. Tengiliður okkar þar er Lára, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
Stjórn félagsins sér um að skipuleggja námskeiðið ásamt Maríu Hjálmtýsdóttur úr MK. Mjög snemma í ferlinu var nefnilega ljóst að við þyrftum að hafa einhvern spænskumælandi með í skipulagshópnum!  Tengiliður okkar í Havana er Néstor Mesa Flores, Universidad de La Habana. Dagskráin er ennþá í vinnslu. Umsjónarmaður námskeiðsins er Björk Þorgeirsdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Þátttakendur á sumarnámskeiði 2016

Fimmtudagur, 18. ágúst 2016 - 10:45

Gögn og myndir frá sumarnámskeiði félagsins

Hér getið þið nálgast öll gögn og myndir frá velheppnuðu sumarnámskeiði félagsins: http://www.felfel.is

Miðvikudagur, 15. júní 2016 - 21:15

Sumarnámskeið 2016

Dagskrá sumarnámskeiðsins og listi yfir þátttakendur er komin á heimasíðuna.
Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna. 

Sumarkveðja, 
Björk - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.