mánudagur, 6. júní 2016 - 10:00

Fjötrar upplýsingasamfélagsins og námsmat

Sumarnámskeið félagsins verður 11. og 12. ágúst nk. í húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands að Dunhaga 7.
Fyrri námskeiðsdaginn verður lögð áhersla á áhrif upplýsinga- og tölutækninnar á einstaklinga á samfélög. Hvernig ný tækni hefur (og getur haft) mótandi áhrif á samfélagið, vinnumarkaðinn, skólastarf og samskipti fólks.
Seinni daginn verður unnið með fjölbreytt námmat. Ný námskrá framhaldsskóla gerir ráð fyrir fjölbreyttu námsmati og hæfniviðmiðum í námi. Þetta krefst breytinga á námsmati sem nauðsynlegt er að kennarar kynni sér. 
Umsjónarmaður námskeiðsins er Björk Þorgeirsdóttir,  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. /gsm 821 2727