Haustmálþing - Lýðræði í skólastofunni

nHJHaKrXkYO8YEFélagið hélt málþing föstudaginn 10. september 2021 milli kl. 16 - 19, í sal KÍ í Borgartúni 30, 105 Reykjavík. Efni málþingsins var Lýðræði í skólastofunni.

Dagskrá kl. 16.00-19.00: Kristján Páll Kolka Leifsson, félagsfræðikennari FÁ „Í eltingarleik við framtíðina“ - heimurinn er breyttur og þessar breytingar ganga ekki tilbaka. Hér verður hugvekja um hvort hægt sé að tala um tækifæri sem fylgja breyttum heimi eða hvort við séum hreinlega komin út í horn og þurfum að breyta nálgun okkar í kennslu. Hvar kemur lýðræði inn í málið? Hvað gerir það, er eitthvað gagn í því?

Hjördís Þorgeirsdóttir félagsfræðikennari við MS stýrði Heimskaffi - umræður um lýðræði í skólastofunni.

Sara Þöll Finnbogadóttir, BA nemi í stjórnmálafræði, Eva Laufey Eggertsdóttir, meistaranemi í Alþjóðasamskiptum og Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði fjölluðu um ”Lýðræðishandbókina”. Um þessar mundir er að koma út Lýðræðisvitinn sem er ætluð fólki á framhaldsskólaaldri. Í bókinni er farið yfir um hvað fulltrúalýðræði snýst, hvernig er hægt að taka þátt í lýðræðinu ásamt ýmsum leikjum sem snúast um ólíkar hliðar lýðræðis. Höfundar kynna bókina.

Hér er slóð á viðburðinn á FB síðu félagsins.

Málþingið heppnaðist vel og var streymt frá því á Facebook síðu félagsins.

Hægt er að horfa á upptöku frá málþinginu hér.

Aðalfundur júní 2021

Aðalfundur félagsins var haldinn í lok sumarnámskeiðs félagsins, sem haldið var á Flúðum í byrjun júní 2021.

Gunnvör Rósa Eyvindardóttir var endurkjörin formaður félagsins og Eyrún Björg Magnúsdóttir gjaldkeri. Kristján Páll Kolka Leifsson færði sig úr ritarastöðu í varamann stjórnar og Júlía Björnsdóttir kom ný inn í stjórn í stöðu ritara. Helgi Hermannsson kom nýr inn í stjórn sem varamaður.

Vinna og fundir stjórnarinnar hafa helst snúist um skipulagningu á málþingum og námskeiðum, uppfærslu á félagatali, umsóknum í sjóði og eftirfylgni og vinnu við að koma heimasíðunni í gagnið aftur.

Í vor baðst Eyrún Björg lausnar frá störfum gjaldkera vegna anna. Á stjórnarfundi í byrjun júní 2022 var ákveðið að Kristján Páll tæki að sér gjaldkerastörf eftir fæðingarorlof, eða frá og með janúar 2023. Rósa formaður mun brúa bilið sem gjaldkeri þangað til. Stefnt er á næsta aðalfund félagsins sumarið 2023.

Miðvikudagur, 8. september 2021 - 21:30

Málþing 10.september 2021

Sæl kæru félagar
FFF efnir til málþings sem haldið verður í sal KÍ í Borgartúni 30. Málþingið fjallar um lýðræði í skólastofunni og stendur dagskrá frá 16:00-19:00. Dagskráin verður svohljóðandi:
Kristján Páll Kolka Leifsson, félagsfræðikennari FÁ „Í eltingarleik við framtíðina“
Heimurinn er breyttur og þessar breytingar ganga ekki tilbaka. Hér verður hugvekja um hvort hægt sé að tala um tækifæri sem fylgja breyttum heimi eða hvort við séum hreinlega komin út í horn og þurfum að breyta nálgun okkar í kennslu. Hvar kemur lýðræði inn í málið? Hvað gerir það, er eitthvað gagn í því?
Hjördís Þorgeirsdóttir félagsfræðikennari við MS leiðir Heimskaffi - umræður um lýðræði í skólastofunni.
Sara Þöll Finnbogadóttir, BA nemi í stjórnmálafræði, Eva Laufey Eggertsdóttir, meistaranemi í Alþjóðasamskiptum og Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði ”Lýðræðishandbókin”
Um þessar mundir er að koma út Lýðræðisvitinn sem er ætluð fólki á framhaldsskólaaldri. Í bókinni er farið yfir um hvað fulltrúalýðræði snýst, hvernig er hægt að taka þátt í lýðræðinu ásamt ýmsum leikjum sem snúast um ólíkar hliðar lýðræðis. Höfundar kynna bókina.
Viðburðinn má nálgast á facebook: https://fb.me/e/1YlhhR31M
Vonumst til að sjá sem flesta. Kveðja, stjórnin

 

Þriðjudagur, 1. júní 2021 - 20:45

Minnum á aðalfundinn

Ágæta félagsfólk!

Stjórn Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum minnir á aðalfund félagsins sem verður haldinn laugardaginn 5. júní 2021 kl. 17 í Fróða, fundarsal KI á Flúðum, eins og áður auglýst.
Í stjórn sitja þrír aðalmenn og tveir varamenn.
Einn í aðalstjórn gefur nú kost á sér í varastjórn, við auglýsum eftir framboðum - þið ykkar sem eruð áhugasöm látið formann (Rósa) vita með því að senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.!
Dagskrá aðalfundar:
1. Ársreikningar
2. Skýrsla stjórnar
3. Stjórnarkjör
4. Önnur mál
Félagið býður upp á léttar veitingar að fundi loknum.
Sumarnámskeið félagsins fer fram dagana 4. 5. og 6. júní 2021 á Flúðum og er aðalfundurinn haldinn í tengslum við það.
Kærar kveðjur
stjórnin

mánudagur, 3. maí 2021 - 22:30

Sumarnámskeið FFF 2021

Ágæta félagsfólk!
Við viljum vekja athygli ykkar á námskeiði sem félagið okkar heldur nú í byrjun júní.
Viðfangsefni námskeiðsins lítur að breyttu náms- og starfsumhverfi okkar kennara í kjölfar faraldurs. Ráðstefnan okkar núna í febrúar síðast liðinn fjallaði um þessa þætti, á sumarnámskeiðinu ætlum við að vinna áfram með framtíðar samfélagið okkar,  hæfni okkar kennara til að takast á við áskoranir í starfsumhverfinu og hvað megi læra af reynslunni; í tengslum við það fáum fræðslu um starfendarannsóknir. Við ætlum einnig að fjalla um mikilvæga þætti sem lúta að kulnun og sálrænni velferð okkar kennara í starfi.
Námskeiðið verður haldið á Flúðum, þar höfum við aðgang að frábærri aðstöðu á vegum KÍ, bæði bústaði og ráðstefnusal. Gist verður í 8 manna bústöðum og við höfum nú þegar tryggt okkur pláss í bústöðum fyrir 25 manns.
Við teljum að það að fara út fyrir bæinn og setjast að yfir helgi í sumarbústað og halda námskeið okkar á Flúðum sé tilvalið og kærkomið eftir áskoranir vetursins!
Dagsetning:
föstudagur 4. laugardagur 5. og sunnudagur 6. júní.
Námskeiðið hefst á föstudeginum og lýkur sunnudag. Á laugardeginum verður og haldin aðalfundur félagsins.
Fljótlega sendum við út skráningareyðublað á póstlistann.  
Takið þessa helgi frá, nánari dagskrá verður auglýst síðar!
Kærar kveðjur
Stjórnin