Þriðjudagur, 1. júní 2021 - 20:45

Minnum á aðalfundinn

Ágæta félagsfólk!

Stjórn Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum minnir á aðalfund félagsins sem verður haldinn laugardaginn 5. júní 2021 kl. 17 í Fróða, fundarsal KI á Flúðum, eins og áður auglýst.
Í stjórn sitja þrír aðalmenn og tveir varamenn.
Einn í aðalstjórn gefur nú kost á sér í varastjórn, við auglýsum eftir framboðum - þið ykkar sem eruð áhugasöm látið formann (Rósa) vita með því að senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.!
Dagskrá aðalfundar:
1. Ársreikningar
2. Skýrsla stjórnar
3. Stjórnarkjör
4. Önnur mál
Félagið býður upp á léttar veitingar að fundi loknum.
Sumarnámskeið félagsins fer fram dagana 4. 5. og 6. júní 2021 á Flúðum og er aðalfundurinn haldinn í tengslum við það.
Kærar kveðjur
stjórnin

mánudagur, 3. maí 2021 - 22:30

Sumarnámskeið FFF 2021

Ágæta félagsfólk!
Við viljum vekja athygli ykkar á námskeiði sem félagið okkar heldur nú í byrjun júní.
Viðfangsefni námskeiðsins lítur að breyttu náms- og starfsumhverfi okkar kennara í kjölfar faraldurs. Ráðstefnan okkar núna í febrúar síðast liðinn fjallaði um þessa þætti, á sumarnámskeiðinu ætlum við að vinna áfram með framtíðar samfélagið okkar,  hæfni okkar kennara til að takast á við áskoranir í starfsumhverfinu og hvað megi læra af reynslunni; í tengslum við það fáum fræðslu um starfendarannsóknir. Við ætlum einnig að fjalla um mikilvæga þætti sem lúta að kulnun og sálrænni velferð okkar kennara í starfi.
Námskeiðið verður haldið á Flúðum, þar höfum við aðgang að frábærri aðstöðu á vegum KÍ, bæði bústaði og ráðstefnusal. Gist verður í 8 manna bústöðum og við höfum nú þegar tryggt okkur pláss í bústöðum fyrir 25 manns.
Við teljum að það að fara út fyrir bæinn og setjast að yfir helgi í sumarbústað og halda námskeið okkar á Flúðum sé tilvalið og kærkomið eftir áskoranir vetursins!
Dagsetning:
föstudagur 4. laugardagur 5. og sunnudagur 6. júní.
Námskeiðið hefst á föstudeginum og lýkur sunnudag. Á laugardeginum verður og haldin aðalfundur félagsins.
Fljótlega sendum við út skráningareyðublað á póstlistann.  
Takið þessa helgi frá, nánari dagskrá verður auglýst síðar!
Kærar kveðjur
Stjórnin

Miðvikudagur, 7. apríl 2021 - 18:15

Ekki er allt gull sem glóir - Hádegisfyrirlestur 14.apríl kl:12

[Áframsent af stjórn FFF]
Ágætu félagsfræðingar,
 
Mig langar að vekja athygli ykkar á spennandi hádegisfyrirlestri sem Félagsfræðingafélag Íslands efnir til miðvikudaginn 14. Apríl kl. 12.
 
Þorgerður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands flytur þar erindið „Ekki er allt gull sem glóir: Ísland sem jafnréttisvörumerki“.
 
Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn:
 
Ísland hefur minnsta kynjabil í heimi 12. árið í röð samkvæmt skýrslu World Economic Forum sem kom út 30. mars 2021. Fram kemur að það taki 136,6 ár að ná fullum kynjajöfnuði á heimsvísu en hefði tekið 99,5 ár hefði Covid ekki komið til. Hvað býr að baki þegar kynjajafnrétti er mælt með slíkri aukastafsnákvæmni og hvað skýrir forskot Íslands í þessum efnum?

Viðburðurinn á facebook : https://www.facebook.com/events/185431736535900/
 
 
Að erindi loknu mun gefast góður tími til umræðna.
 
 
Með góðri kveðju fyrir hönd stjórnar,
Dr Sunna Símonardóttir
Aðjúnkt í Félagsfræði/Adjunct, Faculty of Sociology
Nýdoktor í Félagsfræði/ Postdoctoral Researcher in Scoiology, School of Social Sciences
Háskóli Íslands/University of Iceland
 Phone: +354 660 3788
Website: https://uni.hi.is/sunnaks/

Miðvikudagur, 17. febrúar 2021 - 17:00

Málþing FFF 27.febrúar 2021

Ágæta félagsfólk!
Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum (FFF) heldur málþing laugardaginn 27. febrúar 2021. Málefnin í þetta sinn tengjast breyttu umhverfi framhaldsskólakennara. Mikið hefur dunið á kennurum undanfarið og það úr ýmsum áttum. Málþingið mun taka á þremur þáttum þess, en sjónarhornin eru kennslufræðileg, kjaramál og réttindi auk vinnuumhverfis er lítur að öryggi og sálrænum þáttum.
 
Nánari dagskrá
10:45 – 11:00 Málþing hefst, gestir fá sér kaffi og setjast
 
11:00 – 11:45 Súsanna Margrét Gestsdóttir, aðjúnkt á menntavísindasviði HÍ
(Neyðar)Kennsla í miðjum faraldri. Hvað má læra af reynslunni og hvaða bjargir má öðlast í tæknimálum sem og kennslufræðilegri nálgun. Súsanna Margrét Gestsdóttir kynnir rannsókn sem hún og rannsóknarhópur á vegum Menntavísindasviðs eru að framkvæma tengdu málefninu. Eftir fylgir svo umræða um málefnið.
 
11:45 – 12:30 Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara (FF)
Samningar framhaldsskólakennara standa enn lausir þannig að það er tímabært að taka púlsinn og sjá hvar við stöndum í dag. Fulltrúar frá FF fjalla um vinnumat og stöðu kjaramálanna. Hver er réttur kennara til þess að blanda saman fjarkennslu og staðkennslu. Umræður/spurningar
 
12:30 – 13:00 Kaffihlé og létt hádegissnarl í boði félagsins
 
13:00 – 13:45 Sigrún Birna Björnsdóttir, sérfræðingur vinnuumhverfis hjá KÍ
Í kjölfar faraldursins hefur verið töluvert álag á kennurum sem og öðrum starfsmönnum framhaldsskólanna. Sigrún Birna Björnsdóttir mun fjalla m.a. um sálrænt öryggi á vinnustaðnum. Í lokin verður boðið upp á léttar veitingar. Fjöllum um fyrirhugað sumarnámskeið félagsins. Orðið svo laust ef vilji er fyrir hendi.
 
Málþingið verður haldið í húsakynnum KÍ í Borgartúni 30, en einnig verður því streymt út svo þau sem ekki eiga heimagengt þangað geta tekið þátt. Hlekk á viðburðinn verður deilt í gegnum netfangið sem og á grúppu félagsins.
Með kærri kveðju, stjórn félagsins (Rósa, Eyrún og Kristján)

Föstudagur, 30. október 2020 - 14:15

Dagskrá málþings og afnot af sal KÍ

Sökum aðstæðna má búast við að flestir kjósi að vera rafrænt við málþingið í dag kl:16:00. Hins vegar fannst okkur við knúin til þess að bjóða upp á sal fyrir þá sem vilja vera efnislega á staðnum. Salinn má finna í húsnæði KÍ í Borgartúni 30. Vonandi að við getum boðið upp á létta hressingar, gos, vatn eða te.
Dagskrá málþingsins verður eftirfarandi:
16.00 Velkomin
16.05 Valgerður Bjarnadóttir, nýdoktor við HA. Fjallar um kennsluhætti sem styðja við lýðræðislegt samfélag í skólastofunni.
16.50 Umræður
17.05 Lýðræðishandbókin, erindi og umræður.
-Eva Heiða Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við HÍ. Fjallar um fræðilegt sjórnarhorn á pólitískri þátttöku ungs fólks.
-Sara Þöll Finnbogadóttir og Eva Laufey Eggertsdóttir, BA nemar í stjórnmálafræði við HÍ. Innsýn í "Lýðræðishandbókina", verkefni sem fékk styrk á dögunum, en þær vinna að handbókinni. FFF er samstarfsaðili í þessu verkefni.
17.45 Innlegg og umræður.
-Kristján Páll Kolka, kennari við FÁ. Lýðræðisáherslur með 3. þreps nemendum.
-Birna Björnsdóttir, kennari við Framhaldsskólann á Laugum. Segir okkur frá árlegu skólaþingi í skólanum.
Samtal - reynslusögur.
18.30 málþingi slitið.
 
Kveðja, stjórnin (Rósa, Eyrún og Kristján)