Miðvikudagur, 7. apríl 2021 - 18:15

Ekki er allt gull sem glóir - Hádegisfyrirlestur 14.apríl kl:12

[Áframsent af stjórn FFF]
Ágætu félagsfræðingar,
 
Mig langar að vekja athygli ykkar á spennandi hádegisfyrirlestri sem Félagsfræðingafélag Íslands efnir til miðvikudaginn 14. Apríl kl. 12.
 
Þorgerður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands flytur þar erindið „Ekki er allt gull sem glóir: Ísland sem jafnréttisvörumerki“.
 
Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn:
 
Ísland hefur minnsta kynjabil í heimi 12. árið í röð samkvæmt skýrslu World Economic Forum sem kom út 30. mars 2021. Fram kemur að það taki 136,6 ár að ná fullum kynjajöfnuði á heimsvísu en hefði tekið 99,5 ár hefði Covid ekki komið til. Hvað býr að baki þegar kynjajafnrétti er mælt með slíkri aukastafsnákvæmni og hvað skýrir forskot Íslands í þessum efnum?

Viðburðurinn á facebook : https://www.facebook.com/events/185431736535900/
 
 
Að erindi loknu mun gefast góður tími til umræðna.
 
 
Með góðri kveðju fyrir hönd stjórnar,
Dr Sunna Símonardóttir
Aðjúnkt í Félagsfræði/Adjunct, Faculty of Sociology
Nýdoktor í Félagsfræði/ Postdoctoral Researcher in Scoiology, School of Social Sciences
Háskóli Íslands/University of Iceland
 Phone: +354 660 3788
Website: https://uni.hi.is/sunnaks/