Ráðstefna EuroClio í Bologna 2022

Félagið fékk styrk frá SEF fyrir árlegri ráðstefnu Euroclio. Rósa formaður og Júlía ritari héldu á ráðstefnu Euroclio í lok apríl 2022. Ráðstefnan var haldin í Bologna dagana 28. apríl til 1. maí. Ráðstefnan féll niður árin 2020 og 2021 og var því mikil eftirvænting meðal þátttakenda að hittast loks til að bera saman bækur og ræða sögu- og félagsgreinakennslu.

Yfirskrift ráðstefnunnar var What is history for?

Dagskrá ráðstefnunnar var þétt með fyrirlestrum, vinnustofum, spilakvöldi, barsvari, hátíðarkvöldverði og söguferð um borgina sem nemendur í ensku og sagnfræði við háskólann í Bologna leiddu. Ellefu Íslendingar sóttu ráðstefnuna, þar á meðal Lóa Steinunn Kristjánsdóttir félagsfræðikennari í MS og fyrrum forseti Euroclio.

Hér er slóð á samantekt Euroclio frá ráðstefnunni   og hér er greinargerð stjórnar um ferðina.

Fróðleg og skemmtileg ráðstefna í alla staði.   Sjá myndir hér.

Vormálþing 2022

kzpWiykSKyLXCRFimmtudaginn 31. mars stóð félagið fyrir málþingi fyrir félagsmenn. Yfirskrift málþingsins var Jafnrétti, kynjafræði og kennarinn. Fjallað var um kynjafræði í háskólanum og tenging skólastiga skoðuð. Hverjar eru hugmyndir háskólasamfélagsins um kynjafræðikennslu á framhaldsskólastigi, sem og stöðu kennarans, aðferðir, leiðir og bjargir við að nálgast efnið. Við ræddum einnig kynjamisrétti og valdastétt.

Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, hélt erindi á fundinum.

Að loknu erindi sköpuðust góðar umræður og var þátttakendum síðan skipt í umræðuhópa um kynjafræði og stöðu kennarans, áskoranir og aðferðir við kynjafræðikennslu.

Í ljósi umræðunnar undanfarin misseri hefur aukin áhersla verið á mikilvægi kynjafræðikennslu. Kynjafræði er kennd í fjölmörgum framhaldsskólum landsins og margir skólar hafa tekið fagið upp sem skyldufag. Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum beindi sjónum sínum að kynjafræði og kennaranum á fagfundi ársins og ætlar einnig að gera það á sumarnámskeiði félagsins í ágúst 2022.

 

Dagskrá fundarins hljóðaði svo:

16.15 Gunnvör Rósa formaður FFF setti fundinn

16.30 - Erindi Þorgerðar Einarsdóttur, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands

17.00 - 17.30 Umræður

17.30 - 18.10 Heimskaffi

18.15 Samantekt

Málþingið fór fram í fundarsal KÍ, Borgartúni 30.

Boðið var upp á kaffi og meðlæti á meðan fundi stóð og hluti gesta fór á veitingastað í nágrenninu eftir fundinn.

 

Haustmálþing - Lýðræði í skólastofunni

nHJHaKrXkYO8YEFélagið hélt málþing föstudaginn 10. september 2021 milli kl. 16 - 19, í sal KÍ í Borgartúni 30, 105 Reykjavík. Efni málþingsins var Lýðræði í skólastofunni.

Dagskrá kl. 16.00-19.00: Kristján Páll Kolka Leifsson, félagsfræðikennari FÁ „Í eltingarleik við framtíðina“ - heimurinn er breyttur og þessar breytingar ganga ekki tilbaka. Hér verður hugvekja um hvort hægt sé að tala um tækifæri sem fylgja breyttum heimi eða hvort við séum hreinlega komin út í horn og þurfum að breyta nálgun okkar í kennslu. Hvar kemur lýðræði inn í málið? Hvað gerir það, er eitthvað gagn í því?

Hjördís Þorgeirsdóttir félagsfræðikennari við MS stýrði Heimskaffi - umræður um lýðræði í skólastofunni.

Sara Þöll Finnbogadóttir, BA nemi í stjórnmálafræði, Eva Laufey Eggertsdóttir, meistaranemi í Alþjóðasamskiptum og Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði fjölluðu um ”Lýðræðishandbókina”. Um þessar mundir er að koma út Lýðræðisvitinn sem er ætluð fólki á framhaldsskólaaldri. Í bókinni er farið yfir um hvað fulltrúalýðræði snýst, hvernig er hægt að taka þátt í lýðræðinu ásamt ýmsum leikjum sem snúast um ólíkar hliðar lýðræðis. Höfundar kynna bókina.

Hér er slóð á viðburðinn á FB síðu félagsins.

Málþingið heppnaðist vel og var streymt frá því á Facebook síðu félagsins.

Hægt er að horfa á upptöku frá málþinginu hér.

Aðalfundur júní 2021

Aðalfundur félagsins var haldinn í lok sumarnámskeiðs félagsins, sem haldið var á Flúðum í byrjun júní 2021.

Gunnvör Rósa Eyvindardóttir var endurkjörin formaður félagsins og Eyrún Björg Magnúsdóttir gjaldkeri. Kristján Páll Kolka Leifsson færði sig úr ritarastöðu í varamann stjórnar og Júlía Björnsdóttir kom ný inn í stjórn í stöðu ritara. Helgi Hermannsson kom nýr inn í stjórn sem varamaður.

Vinna og fundir stjórnarinnar hafa helst snúist um skipulagningu á málþingum og námskeiðum, uppfærslu á félagatali, umsóknum í sjóði og eftirfylgni og vinnu við að koma heimasíðunni í gagnið aftur.

Í vor baðst Eyrún Björg lausnar frá störfum gjaldkera vegna anna. Á stjórnarfundi í byrjun júní 2022 var ákveðið að Kristján Páll tæki að sér gjaldkerastörf eftir fæðingarorlof, eða frá og með janúar 2023. Rósa formaður mun brúa bilið sem gjaldkeri þangað til. Stefnt er á næsta aðalfund félagsins sumarið 2023.

Miðvikudagur, 8. september 2021 - 21:30

Málþing 10.september 2021

Sæl kæru félagar
FFF efnir til málþings sem haldið verður í sal KÍ í Borgartúni 30. Málþingið fjallar um lýðræði í skólastofunni og stendur dagskrá frá 16:00-19:00. Dagskráin verður svohljóðandi:
Kristján Páll Kolka Leifsson, félagsfræðikennari FÁ „Í eltingarleik við framtíðina“
Heimurinn er breyttur og þessar breytingar ganga ekki tilbaka. Hér verður hugvekja um hvort hægt sé að tala um tækifæri sem fylgja breyttum heimi eða hvort við séum hreinlega komin út í horn og þurfum að breyta nálgun okkar í kennslu. Hvar kemur lýðræði inn í málið? Hvað gerir það, er eitthvað gagn í því?
Hjördís Þorgeirsdóttir félagsfræðikennari við MS leiðir Heimskaffi - umræður um lýðræði í skólastofunni.
Sara Þöll Finnbogadóttir, BA nemi í stjórnmálafræði, Eva Laufey Eggertsdóttir, meistaranemi í Alþjóðasamskiptum og Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði ”Lýðræðishandbókin”
Um þessar mundir er að koma út Lýðræðisvitinn sem er ætluð fólki á framhaldsskólaaldri. Í bókinni er farið yfir um hvað fulltrúalýðræði snýst, hvernig er hægt að taka þátt í lýðræðinu ásamt ýmsum leikjum sem snúast um ólíkar hliðar lýðræðis. Höfundar kynna bókina.
Viðburðinn má nálgast á facebook: https://fb.me/e/1YlhhR31M
Vonumst til að sjá sem flesta. Kveðja, stjórnin