Haustmálþing - Lýðræði í skólastofunni

nHJHaKrXkYO8YEFélagið hélt málþing föstudaginn 10. september 2021 milli kl. 16 - 19, í sal KÍ í Borgartúni 30, 105 Reykjavík. Efni málþingsins var Lýðræði í skólastofunni.

Dagskrá kl. 16.00-19.00: Kristján Páll Kolka Leifsson, félagsfræðikennari FÁ „Í eltingarleik við framtíðina“ - heimurinn er breyttur og þessar breytingar ganga ekki tilbaka. Hér verður hugvekja um hvort hægt sé að tala um tækifæri sem fylgja breyttum heimi eða hvort við séum hreinlega komin út í horn og þurfum að breyta nálgun okkar í kennslu. Hvar kemur lýðræði inn í málið? Hvað gerir það, er eitthvað gagn í því?

Hjördís Þorgeirsdóttir félagsfræðikennari við MS stýrði Heimskaffi - umræður um lýðræði í skólastofunni.

Sara Þöll Finnbogadóttir, BA nemi í stjórnmálafræði, Eva Laufey Eggertsdóttir, meistaranemi í Alþjóðasamskiptum og Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði fjölluðu um ”Lýðræðishandbókina”. Um þessar mundir er að koma út Lýðræðisvitinn sem er ætluð fólki á framhaldsskólaaldri. Í bókinni er farið yfir um hvað fulltrúalýðræði snýst, hvernig er hægt að taka þátt í lýðræðinu ásamt ýmsum leikjum sem snúast um ólíkar hliðar lýðræðis. Höfundar kynna bókina.

Hér er slóð á viðburðinn á FB síðu félagsins.

Málþingið heppnaðist vel og var streymt frá því á Facebook síðu félagsins.

Hægt er að horfa á upptöku frá málþinginu hér.