Aðalfundur júní 2021

Aðalfundur félagsins var haldinn í lok sumarnámskeiðs félagsins, sem haldið var á Flúðum í byrjun júní 2021.

Gunnvör Rósa Eyvindardóttir var endurkjörin formaður félagsins og Eyrún Björg Magnúsdóttir gjaldkeri. Kristján Páll Kolka Leifsson færði sig úr ritarastöðu í varamann stjórnar og Júlía Björnsdóttir kom ný inn í stjórn í stöðu ritara. Helgi Hermannsson kom nýr inn í stjórn sem varamaður.

Vinna og fundir stjórnarinnar hafa helst snúist um skipulagningu á málþingum og námskeiðum, uppfærslu á félagatali, umsóknum í sjóði og eftirfylgni og vinnu við að koma heimasíðunni í gagnið aftur.

Í vor baðst Eyrún Björg lausnar frá störfum gjaldkera vegna anna. Á stjórnarfundi í byrjun júní 2022 var ákveðið að Kristján Páll tæki að sér gjaldkerastörf eftir fæðingarorlof, eða frá og með janúar 2023. Rósa formaður mun brúa bilið sem gjaldkeri þangað til. Stefnt er á næsta aðalfund félagsins sumarið 2023.