Miðvikudagur, 7. apríl 2021 - 18:15

Ekki er allt gull sem glóir - Hádegisfyrirlestur 14.apríl kl:12

[Áframsent af stjórn FFF]
Ágætu félagsfræðingar,
 
Mig langar að vekja athygli ykkar á spennandi hádegisfyrirlestri sem Félagsfræðingafélag Íslands efnir til miðvikudaginn 14. Apríl kl. 12.
 
Þorgerður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands flytur þar erindið „Ekki er allt gull sem glóir: Ísland sem jafnréttisvörumerki“.
 
Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn:
 
Ísland hefur minnsta kynjabil í heimi 12. árið í röð samkvæmt skýrslu World Economic Forum sem kom út 30. mars 2021. Fram kemur að það taki 136,6 ár að ná fullum kynjajöfnuði á heimsvísu en hefði tekið 99,5 ár hefði Covid ekki komið til. Hvað býr að baki þegar kynjajafnrétti er mælt með slíkri aukastafsnákvæmni og hvað skýrir forskot Íslands í þessum efnum?

Viðburðurinn á facebook : https://www.facebook.com/events/185431736535900/
 
 
Að erindi loknu mun gefast góður tími til umræðna.
 
 
Með góðri kveðju fyrir hönd stjórnar,
Dr Sunna Símonardóttir
Aðjúnkt í Félagsfræði/Adjunct, Faculty of Sociology
Nýdoktor í Félagsfræði/ Postdoctoral Researcher in Scoiology, School of Social Sciences
Háskóli Íslands/University of Iceland
 Phone: +354 660 3788
Website: https://uni.hi.is/sunnaks/

Miðvikudagur, 17. febrúar 2021 - 17:00

Málþing FFF 27.febrúar 2021

Ágæta félagsfólk!
Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum (FFF) heldur málþing laugardaginn 27. febrúar 2021. Málefnin í þetta sinn tengjast breyttu umhverfi framhaldsskólakennara. Mikið hefur dunið á kennurum undanfarið og það úr ýmsum áttum. Málþingið mun taka á þremur þáttum þess, en sjónarhornin eru kennslufræðileg, kjaramál og réttindi auk vinnuumhverfis er lítur að öryggi og sálrænum þáttum.
 
Nánari dagskrá
10:45 – 11:00 Málþing hefst, gestir fá sér kaffi og setjast
 
11:00 – 11:45 Súsanna Margrét Gestsdóttir, aðjúnkt á menntavísindasviði HÍ
(Neyðar)Kennsla í miðjum faraldri. Hvað má læra af reynslunni og hvaða bjargir má öðlast í tæknimálum sem og kennslufræðilegri nálgun. Súsanna Margrét Gestsdóttir kynnir rannsókn sem hún og rannsóknarhópur á vegum Menntavísindasviðs eru að framkvæma tengdu málefninu. Eftir fylgir svo umræða um málefnið.
 
11:45 – 12:30 Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara (FF)
Samningar framhaldsskólakennara standa enn lausir þannig að það er tímabært að taka púlsinn og sjá hvar við stöndum í dag. Fulltrúar frá FF fjalla um vinnumat og stöðu kjaramálanna. Hver er réttur kennara til þess að blanda saman fjarkennslu og staðkennslu. Umræður/spurningar
 
12:30 – 13:00 Kaffihlé og létt hádegissnarl í boði félagsins
 
13:00 – 13:45 Sigrún Birna Björnsdóttir, sérfræðingur vinnuumhverfis hjá KÍ
Í kjölfar faraldursins hefur verið töluvert álag á kennurum sem og öðrum starfsmönnum framhaldsskólanna. Sigrún Birna Björnsdóttir mun fjalla m.a. um sálrænt öryggi á vinnustaðnum. Í lokin verður boðið upp á léttar veitingar. Fjöllum um fyrirhugað sumarnámskeið félagsins. Orðið svo laust ef vilji er fyrir hendi.
 
Málþingið verður haldið í húsakynnum KÍ í Borgartúni 30, en einnig verður því streymt út svo þau sem ekki eiga heimagengt þangað geta tekið þátt. Hlekk á viðburðinn verður deilt í gegnum netfangið sem og á grúppu félagsins.
Með kærri kveðju, stjórn félagsins (Rósa, Eyrún og Kristján)

Föstudagur, 30. október 2020 - 14:15

Dagskrá málþings og afnot af sal KÍ

Sökum aðstæðna má búast við að flestir kjósi að vera rafrænt við málþingið í dag kl:16:00. Hins vegar fannst okkur við knúin til þess að bjóða upp á sal fyrir þá sem vilja vera efnislega á staðnum. Salinn má finna í húsnæði KÍ í Borgartúni 30. Vonandi að við getum boðið upp á létta hressingar, gos, vatn eða te.
Dagskrá málþingsins verður eftirfarandi:
16.00 Velkomin
16.05 Valgerður Bjarnadóttir, nýdoktor við HA. Fjallar um kennsluhætti sem styðja við lýðræðislegt samfélag í skólastofunni.
16.50 Umræður
17.05 Lýðræðishandbókin, erindi og umræður.
-Eva Heiða Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við HÍ. Fjallar um fræðilegt sjórnarhorn á pólitískri þátttöku ungs fólks.
-Sara Þöll Finnbogadóttir og Eva Laufey Eggertsdóttir, BA nemar í stjórnmálafræði við HÍ. Innsýn í "Lýðræðishandbókina", verkefni sem fékk styrk á dögunum, en þær vinna að handbókinni. FFF er samstarfsaðili í þessu verkefni.
17.45 Innlegg og umræður.
-Kristján Páll Kolka, kennari við FÁ. Lýðræðisáherslur með 3. þreps nemendum.
-Birna Björnsdóttir, kennari við Framhaldsskólann á Laugum. Segir okkur frá árlegu skólaþingi í skólanum.
Samtal - reynslusögur.
18.30 málþingi slitið.
 
Kveðja, stjórnin (Rósa, Eyrún og Kristján)

Miðvikudagur, 30. september 2020 - 23:15

Málþing FFF, 30.október 2020

Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum (FFF) boðar til málþings þann 30.október, sem ber yfirskriftina Lýðræði meðal framhaldsskólanema: Frá fræðslu að framkvæmd.
Málþingið hefst á erindi Valgerðar S. Bjarnadóttur, nýdoktors við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri, en doktorsritgerð hennar fjallaði m.a. um „.tækifæri framhaldsskólanema til að hafa áhrif á nám sitt“. Hún mun í erindi sínu fjalla um kennsluhætti sem gætu talist styðja við lýðræðislegt samfélag í kennslustofunni, en finna má grein frá henni um efnið í tímaritinu Skólaþræðir.
Að því loknu mun SÍF (Samband íslenskra framhaldsskólanema) vera með erindi er varðar Lýðræðishandbók sem þau hafa fengið styrk fyrir til að vinna með BA nemum úr stjórnmálafræði í HÍ, en félag okkar hefur samþykkt að taka þátt í samstarfi með þeim. Að lokum hefst samtal þar sem félagar okkar geta veitt hvort öðru reynslusögur af starfi sínu sem viðkemur lýðræðislegum starfsháttum í kennslustofunni.
Í því skyni óskum við eftir framlögum frá félagsmönnum og auglýsum hér með eftir innleggi frá ykkur (sendið okkur skilaboð á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). Ef vel safnast gæti jafnvel orðið um reglubundinn viðburð að ræða, akademíska korterið (nafngift í vinnslu) þar sem fundað verður reglulega stutt í senn og hlýtt á áhugaverða þætti úr starfi hvors annars. Nánari tíma- og staðsetning verður auglýst síðar, en við vonumst til að sjá sem flesta. Nánari dagskrá, staðsetning og tími auglýst síðar. Takið 30. október frá! Kveðja, stjórnin.

Laugardagur, 29. febrúar 2020 - 15:15

Belfast ferðalangar - staðfestingargjald

Jæja góðir ferðalangar!
 
Þá er komið að því að greiða staðfestingargjald inn á námsferðina okkar til Belfast. Hér er linkur sem þið smellið á og gangið frá greiðslu.
 
Ganga þarf frá greiðslunni í síðasta lagi 9. mars 2020. Staðfestingargjaldið er kr. 15.000

Hópanúmerið er: 1149
Greiða staðfestingargjald. https://packages.icelandair.is/fi_is/groupPackage.do%20
Velja í brottför  dagsetninguna 6. júní 2020
Ekki gleyma að haka við setninguna: "Greiða staðfestingargjald 15.000 ISK" á síðu 4 í ferlinu.

Ekki er hægt að greiða staðfestingargjaldið með gjafabréfum eða Vildarpunktum.
Það er hins vegar hægt að gera þegar greiða skal eftirstöðvar.
Lokagreiðsla fyrir 28.apríl

Vinsamlega athugið að staðfestingargjald er óendurkræft.
 
Upplýsingar um ferð og hótel:
Belfast
út laugardag 6.6.2020 - heim fimmtudag 11.6.2020
 
Kr 128.000.- á mann í tvíbýli
Kr 181.200.- á mann í einbýli
Innifalið: Flug til/frá Dublin, flugvallaskattar, 1 innrituð taska allt að 23kg, 1 taska í handfarangri allt að 10kg, rútuferð til/frá flugvelli í Dublin og á hótel í Belfast, gisting í 5 nætur m/morgunverði og þjónustugjald.
Flugtímar:
FI416 06JUN KEF DUB 0730-1055
FI417 11JUN DUB KEF 1215-1400
Hótel:
Clayton Hotel Belfast
https://www.claytonhotelbelfast.com/?utm_source=google&utm_medium=organic&utm_campaign=gmb-hotel-homepage
 
Ég sendi síðan fljótlega lista yfir þátttakendur og herbergjaskipan.
 
Kærar kveðjur
Rósa
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.