Miðvikudagur, 5. febrúar 2020 - 19:00

Námsferð til Belfast

Ágæti félagsmaður!
 
Nú líður að námsferðinni okkar í sumar.
Ferðinni er heitið til Belfast á Norður Írlandi, fimm nætur, brottför er 5. júní 2020 og heimkoma 10. júní 2020.
Verð er um kr. 130.000 fyrir flug, rútu og hótel í tvíbýli, um 180.000 í einbýli. KÍ styrkhæft.
Þema ferðarinnar er Lýðræði, mannréttindi og áskoranir klofins samfélags og hvernig tekist er á við umrót og átök i gegnum námskerfið. Hvernig og hvort þessir þættir kallast á í skólastofunni.
Nánari útfærsla og dagskrá er í vinnslu og verður tilkynnt eftir því sem línur skýrast.
Þar sem að við erum að semja við ferðaskrifstofur þurfum við að vita hverjir eru staðráðnir í að taka þátt og einnig hverjir eru líklegir. Það komast hámark 30 manns með.
Láttu mig vita - gott að vera búin að fá viðbrögð fyrir fyrir mánudaginn 10. febrúar 2020 :)
 
Kærar kveðjur
G. Rósa Eyvindardóttir