mánudagur, 6. júní 2016 - 10:00

Fjötrar upplýsingasamfélagsins og námsmat

Sumarnámskeið félagsins verður 11. og 12. ágúst nk. í húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands að Dunhaga 7.
Fyrri námskeiðsdaginn verður lögð áhersla á áhrif upplýsinga- og tölutækninnar á einstaklinga á samfélög. Hvernig ný tækni hefur (og getur haft) mótandi áhrif á samfélagið, vinnumarkaðinn, skólastarf og samskipti fólks.
Seinni daginn verður unnið með fjölbreytt námmat. Ný námskrá framhaldsskóla gerir ráð fyrir fjölbreyttu námsmati og hæfniviðmiðum í námi. Þetta krefst breytinga á námsmati sem nauðsynlegt er að kennarar kynni sér. 
Umsjónarmaður námskeiðsins er Björk Þorgeirsdóttir,  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. /gsm 821 2727

Fimmtudagur, 25. febrúar 2016 - 13:45

Ráðstefna föstudaginn 4. mars

Félag félagsfræðikennara boðar til ráðstefnu kl. 17:00 á efri hæð Sólon Bistro, Bankastræti 7a föstudaginn 4. mars!
Félagið býður upp á kaffi og léttan kvöldverð (súpu og salat eða hamborgara). Á barnum vera svo sértilboð á drykkjum.
Dagskrá ráðstefnunnar:
Bjarni Snæbjörnsson leikari og kennari í FG spjallar um samtal og samvinnu.
Björk Þorgeirsdóttir og Kúbukonan kynna endurmenntunarnámskeið sumarsins og endurmenntunarnámskeið sumarið 2017.
 
Vegna veitinganna þarft þú að skrá þig á ráðstefnuna með bréfinu "Ég mæti auðvitað" sem þú sendir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kær kveðja, stjórnin
 
P.s. Ertu ekki örugglega búin(n) að skrá þig núna?

 

mánudagur, 16. nóvember 2015 - 14:30

Félagsfræðingafélag Íslands fagnar 20 ára afmæli sínu

Félagsfræðingafélag Íslands fagnar 20 ára afmæli sínu á þessu ári. Af því tilefni efnir félagið til afmælisráðstefnunnar: Af akri félagsfræðinnar - Rannsóknir á nútímasamfélagi föstudaginn 20. nóvember í Þjóðmenningarhúsinu. Boðið upp á veisluhlaðborð af fyrirlestrum og veitingum.

Dagskráin hefst kl. 15 og lýkur um kl. 20.

Dagskrá:

  • Helgi Gunnlaugsson - Íslensk félagsfræði
  • Stefán Ólafsson - Velferðarrannsóknir
  • Ingi Rúnar Eðvarðsson - Atvinnulífsfélagsfræði
  • Guðbjörg Linda Rafnsdóttir - Íslenskur sjávarútvegur
  • Þorgerður Einarsdóttir - Femínismi sem fræðasvið

Kaffiveitingar

  • Guðbjörg Hildur Kolbeins - Framtíð fjölmiðlarannsókna
  • Jón Gunnar Bernburg - Afbrot og frávikshegðun
  • Viðar Halldórsson – Íþróttafélagsfræði
  • Arnar Eggert Thoroddsen – Dægurtónlistarfræði
  • Kjartan Páll Sveinsson - Fólksflutningar
  • Ágrip af sögu Félagsfræðingafélags Íslands

Hátíðardagskrá og veitingar

Frítt er fyrir félaga í FFÍ en 4.500 kr. fyrir aðra gesti. Svo hægt sé að áætla fjölda gesta vinsamlegast skráið ykkur á heimasíðu Félagsfræðingafélags Íslands, http://felagsfraedingar.is/?page_id=4433 þar er jafnframt hægt að óska eftir því að gerast félagi. Félagsgjaldið er 4.000 kr á ári. Innifalið í því er meðal annars áskrift af tímaritum og afslættir á ráðstefnur félagsins.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórn Félagsfræðingafélags Íslands

Þriðjudagur, 22. september 2015 - 16:15

Framhaldsskóli á krossgötum?

Frá Hannesi:

Félagi!

Rétt er að minna á að nú á föstudaginn 25. sept. heldur „Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs“ ásamt m.a. „Félagi framhaldsskólakennara og „Félagi  stjórnenda í framhaldsskólum“ ráðstefnuna Framhaldsskóli á krossgötum? Rannsóknir og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Ég er ekki viss um fyrir hverja ráðstefnan er haldin enda eru föstudagar venjulegir vinnudagar kennara. Það breytir ekki því að á ráðstefnunni verður fjöldi fróðlegra erinda um framhaldsskólann og kennslu í framhaldsskólum.

Dagskrá ráðstefnunnar má sjá á síðunni http://menntavisindastofnun.hi.is/throun_skolastarfs/dagskra

Á síðunni http://menntavisindastofnun.hi.is/sites/menntavisindastofnun.hi.is/files/framhaldskoliakrossgotummalstofur1009skjalanet.pdf má sjá lista yfir þær 30 málstofur sem verða á ráðstefnunni.

Hannes

Endurmenntun Funhaga

Föstudagur, 7. ágúst 2015 - 1:00

 

Það styttist í námskeið okkar um mannréttindi, minnihlutahópa og forréttindastöður sem verður dagana 13. og 14. ágúst 2015, en sjá má nánar um námskeiðið í frétt að neðan.
Undir flokknum Námskeið hér á heimasíðunni verður haldið utan um námskeiðið eins og venja er og þar er dagskrá, gögn og fleira sem nú þegar má skoða. Vakin er athygli á kafla úr bók fyrirlesara okkar, dr. Kai Hafez, en þennan kafla má sækja sem pdf skrá á námskeiðssíðunni.