mánudagur, 6. March 2017 - 21:45
Kúba 2017
Sumarnámskeið félagsins 2017 verður í Havana og mun fjalla um sögu og menningu Kúbu. Við munum hlýða á fyrirlestra, taka þátt í umræðum, heimsækja skóla og söfn og fara í skoðunarferðir.
Flogið verður út 2. júni og til baka 9. júní, félagið hefur gert samning við Vita-ferðir og sjá þátttakendur sjálfir um að skrá sig hjá Vita. Tengiliður okkar þar er Lára,
Stjórn félagsins sér um að skipuleggja námskeiðið ásamt Maríu Hjálmtýsdóttur úr MK. Mjög snemma í ferlinu var nefnilega ljóst að við þyrftum að hafa einhvern spænskumælandi með í skipulagshópnum! Tengiliður okkar í Havana er Néstor Mesa Flores, Universidad de La Habana. Dagskráin er ennþá í vinnslu. Umsjónarmaður námskeiðsins er Björk Þorgeirsdóttir,