Kúba

mánudagur, 6. March 2017 - 21:45

Kúba 2017

Sumarnámskeið félagsins 2017 verður í Havana og mun fjalla um sögu og menningu Kúbu. Við munum hlýða á fyrirlestra, taka þátt í umræðum, heimsækja skóla og söfn og fara í skoðunarferðir. 
Flogið verður út 2. júni og til baka 9. júní, félagið hefur gert samning við Vita-ferðir og sjá þátttakendur sjálfir um að skrá sig hjá Vita. Tengiliður okkar þar er Lára, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
Stjórn félagsins sér um að skipuleggja námskeiðið ásamt Maríu Hjálmtýsdóttur úr MK. Mjög snemma í ferlinu var nefnilega ljóst að við þyrftum að hafa einhvern spænskumælandi með í skipulagshópnum!  Tengiliður okkar í Havana er Néstor Mesa Flores, Universidad de La Habana. Dagskráin er ennþá í vinnslu. Umsjónarmaður námskeiðsins er Björk Þorgeirsdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Þátttakendur á sumarnámskeiði 2016

Fimmtudagur, 18. ágúst 2016 - 10:45

Gögn og myndir frá sumarnámskeiði félagsins

Hér getið þið nálgast öll gögn og myndir frá velheppnuðu sumarnámskeiði félagsins: http://www.felfel.is

Miðvikudagur, 15. júní 2016 - 21:15

Sumarnámskeið 2016

Dagskrá sumarnámskeiðsins og listi yfir þátttakendur er komin á heimasíðuna.
Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna. 

Sumarkveðja, 
Björk - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

mánudagur, 6. júní 2016 - 10:00

Fjötrar upplýsingasamfélagsins og námsmat

Sumarnámskeið félagsins verður 11. og 12. ágúst nk. í húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands að Dunhaga 7.
Fyrri námskeiðsdaginn verður lögð áhersla á áhrif upplýsinga- og tölutækninnar á einstaklinga á samfélög. Hvernig ný tækni hefur (og getur haft) mótandi áhrif á samfélagið, vinnumarkaðinn, skólastarf og samskipti fólks.
Seinni daginn verður unnið með fjölbreytt námmat. Ný námskrá framhaldsskóla gerir ráð fyrir fjölbreyttu námsmati og hæfniviðmiðum í námi. Þetta krefst breytinga á námsmati sem nauðsynlegt er að kennarar kynni sér. 
Umsjónarmaður námskeiðsins er Björk Þorgeirsdóttir,  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. /gsm 821 2727

Fimmtudagur, 25. febrúar 2016 - 13:45

Ráðstefna föstudaginn 4. mars

Félag félagsfræðikennara boðar til ráðstefnu kl. 17:00 á efri hæð Sólon Bistro, Bankastræti 7a föstudaginn 4. mars!
Félagið býður upp á kaffi og léttan kvöldverð (súpu og salat eða hamborgara). Á barnum vera svo sértilboð á drykkjum.
Dagskrá ráðstefnunnar:
Bjarni Snæbjörnsson leikari og kennari í FG spjallar um samtal og samvinnu.
Björk Þorgeirsdóttir og Kúbukonan kynna endurmenntunarnámskeið sumarsins og endurmenntunarnámskeið sumarið 2017.
 
Vegna veitinganna þarft þú að skrá þig á ráðstefnuna með bréfinu "Ég mæti auðvitað" sem þú sendir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kær kveðja, stjórnin
 
P.s. Ertu ekki örugglega búin(n) að skrá þig núna?