mánudagur, 16. nóvember 2015 - 14:30

Félagsfræðingafélag Íslands fagnar 20 ára afmæli sínu

Félagsfræðingafélag Íslands fagnar 20 ára afmæli sínu á þessu ári. Af því tilefni efnir félagið til afmælisráðstefnunnar: Af akri félagsfræðinnar - Rannsóknir á nútímasamfélagi föstudaginn 20. nóvember í Þjóðmenningarhúsinu. Boðið upp á veisluhlaðborð af fyrirlestrum og veitingum.

Dagskráin hefst kl. 15 og lýkur um kl. 20.

Dagskrá:

  • Helgi Gunnlaugsson - Íslensk félagsfræði
  • Stefán Ólafsson - Velferðarrannsóknir
  • Ingi Rúnar Eðvarðsson - Atvinnulífsfélagsfræði
  • Guðbjörg Linda Rafnsdóttir - Íslenskur sjávarútvegur
  • Þorgerður Einarsdóttir - Femínismi sem fræðasvið

Kaffiveitingar

  • Guðbjörg Hildur Kolbeins - Framtíð fjölmiðlarannsókna
  • Jón Gunnar Bernburg - Afbrot og frávikshegðun
  • Viðar Halldórsson – Íþróttafélagsfræði
  • Arnar Eggert Thoroddsen – Dægurtónlistarfræði
  • Kjartan Páll Sveinsson - Fólksflutningar
  • Ágrip af sögu Félagsfræðingafélags Íslands

Hátíðardagskrá og veitingar

Frítt er fyrir félaga í FFÍ en 4.500 kr. fyrir aðra gesti. Svo hægt sé að áætla fjölda gesta vinsamlegast skráið ykkur á heimasíðu Félagsfræðingafélags Íslands, http://felagsfraedingar.is/?page_id=4433 þar er jafnframt hægt að óska eftir því að gerast félagi. Félagsgjaldið er 4.000 kr á ári. Innifalið í því er meðal annars áskrift af tímaritum og afslættir á ráðstefnur félagsins.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórn Félagsfræðingafélags Íslands