Þriðjudagur, 19. maí 2015 - 18:00
Af aðalfundi félagsins í apríl
Aðalfundur félagsins var haldinn 5. apríl 2013 í Café París. Á fundinum kynnti Hannes Í Ólafsson skýrslu stjórnar og Björk Þorgeirsdóttir kynnti ársreikninga sem voru samþykktir.
Í stjórn félagsins voru endurkjörin Hannes Í Ólafsson FÁ, Björk Þorgeirsdóttir, Kvennó og Aðalheiður Dröfn MH. Í varastjórn voru kjörnir Guðmundur Gíslason FG og Leifur Ingi Vilmundarson MS. Erlingur Hansson var endurkjörinn endurskoðandi félagsins.
Skýrslu stjórnar má sjá undir liðnum Félagið og Skýrslur stjórnar.