Námskeið Endurmenntunar

sunnudagur, 4. ágúst 2013 - 21:45

Sumarnámskeið 12. - 13. ágúst

Alþjóðastjórnmál, samfélagsmiðlar/samskiptamiðlar og kennslufræði

Námskeiðið verður haldið í húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands dagana 12. og 13. ágúst 2013.

Skráning: http://www.endurmenntun.is/Samstarfsadilar/Framhaldsskolakennarar/Skoda/425V13.

Félagsmenn þurfa að skrá sig inn á heimasíðuna til að sjá nánar um námskeiðið.

Laugardagur, 30. March 2013 - 22:45

Aðalfundur Félags félagsfræðikennara

Áður boðaður aðalfundur Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum verður haldinn föstudaginn 5. apríl kl. 17:00 í einkaherbergi Café París við Austurvöll.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar 

2. Ársreikningar

3. Stjórnarkjör

4. Önnur mál

(Meðal annarra mála: Endurmenntunarnámskeið í sumar og næsta sumar)

Í lok dagskrár verður boðið upp á léttan kvöldverð. Prótókollstjóri (með umsjón með huggulegheitum) verður Björk Þorgeirsdóttir.

Stjórnin hvetur þig til að mæta á aðalfund og á ráðstefnu Samtaka áhugafólks um skólaþróun en sú ráðstefna verður í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og hefst kl. 14:00. Félag okkar er samstarfsaðili að þessari ráðstefnu en aðalfyrirlesari er Jack Zevin sem margir þekkja frá kennslufræðinni í HÍ. Upplýsingar um dagskrána og skráningu á hana má sá á síðunni. http://www.skolathroun.is/?pageid=98 Þátttökugjaldið er ekki hátt en rétt er að benda á að hægt er að sækja um styrk í A-sjóð Kennarasambandsins.

Með kærri kveðju
Hannes, Björk, Heiða

mánudagur, 12. nóvember 2012 - 16:15

Hæfniviðmið samfélagsgreina

Undir lok sumars skipaði menntamálaráðuneytið starfshóp til að fjalla um hæfniviðmið samfélagsgreina í framhaldsskólum. Fulltrúi okkar í hópnum er Magnús Ingólfsson. Starfshópurinn hefur nú boðað til fundar með öllum samfélagsgreinakennurum í framhaldsskólum. Hér er auglýsing þeirra:

Starfshópur um hæfniviðmið samfélagsgreina í framhaldsskólum heldur kynningarfund miðvikudaginn 14. nóv. kl. 16:30 í stofu 11 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Á fundinum kynna fulltrúar starfshópsins drög að tillögum sínum til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Kennarar allra samfélagsgreina eru hvattir til að mæta og nota tækifærið til athugasemda og spurninga til að styrkja vinnuna. Starfshópurinn vill í því sambandi benda sérstaklega á bls. 41 - 47, bls. 91 - 102 og bls. 31 - 38 í almennum hluta aðalnámskrár frá 2011.

Ég mæti ... og þú mætir
- ekki satt

Kær kveðja
Hannes

Fimmtudagur, 25. október 2012 - 20:45

Minnt er á gagnabankanámskeið o.fl.

Frá stjórninni:

Kæri félagi! Föstudaginn 26. okt. boðar Félag félagsfræðikennara til námskeiðs um notkun gagnabanka. Námskeiðið verður haldið í Kvennaskólanum: Miðbæjarskólanum og hefst kl. 16:00. Að loknu námskeiði gefst vonandi svolítill tími fyrir spjall á einhverju öldurhúsinu.

Dagskrá:

Heiður Hrund Jónsdóttir leiðir okkur áfram um notkun gagnagrunns frá European Values Study (EVS). Kennarar vinna úr gögnum gagnagrunnsins og gera merkar uppgötvanir. Þeir læra að láta nemendur vinna með gagnagrunninn.

Umræður um hugsanlegan sameiginlegan gagnagrunn félagsfræðikennara

Mjög auðvelt er að vinna úr efninu og kennarar geta strax byrjað á þessu. Hægt er að nálgast upplýsingar með því að fara á tilraunaheimsíðu félagsins: http://felfel.fa.is/ og fara þar leiðina: -> Námskeið 2012:  Rannsóknir ->  Gögn -> Heiður Hrund Jónsdóttir. Þar má finna upplýsingar um European Values Study (EVS) 

Á heimasíðu félagsins má einnig sjá myndir frá endurmenntunarnámskeiðinu í sumar. Smelltu á tengilinn „2012: Rannsóknir“ og þar á tengilinn „Myndir“. Ef þú ferð á „Detail“ þá getur þú séð myndir og myndtexta á tveimur blaðsíðum. Annars getur þú séð myndirnar án myndtexta með því að fara í „Slideshow“.

Ef þú hefur tapað aðgangsorði til að komast á heimasíðu félagsins þá hefur þú samband við kerfisstjóra þess, Magnús Gíslason This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Mundu að Þjóðarspegillinn –ráðstefna í félagsvísindum- verður haldin fyrr þennan sama dag frá kl. 09.00-17.00.Dagskráin er nú tilbúin hér.

 

Kær kveðja

Fyrir hönd stjórnar
Hannes

Föstudagur, 19. október 2012 - 19:00

Þjóðarspegillinn – 26. október 2012

Félagi góður

Þjóðarspegillinn –ráðstefna í félagsvísindum- verður haldin 26. október 2012 frá kl. 09.00-17.00.Verið er að vinna að dagskrá en þar verður væntanlega kynnt áhugavert efni bæði fyrir okkur og fyrir nemendur okkar.

Aðalskipuleggjandi Þjóðarspegilsins er Félagsvísindastofnun HÍ en einn starfsmanna hennar mun taka sér hvíld af ráðstefnunni til að vera með okkur félagsmönnum kl. 16:00 þennan dag.

Félagið boðar sem sagt til örnámskeiðs um notkun gagnabanka föstudaginn 26. okt. kl. 16:00. Nánari upplýsingar um staðsetningu eru væntanlegar síðar en líklega verðum við annað hvort í Kvennó eða í FÁ.

Dagskrá örnámskeiðsins föstudaginn 26. okt. kl. 16:00

Heiður Hrund Jónsdóttir leiðir okkur áfram um notkun gagnagrunns frá European Values Study (EVS)
Umræður um hugsanlegan sameiginlegan gagnagrunn félagsfræðikennara

Ekki er þörf á neinni forþekkingu til að taka þátt í námskeiðinu og verða þar með hæfari kennari en áður.

Forsaga þessa er að á sumarnámskeiði félagsins „Rannsóknaraðferðir í félagsvísindum“ 16. og 17. ágúst 2012  kynntu ýmsir sérfræðingar efni sem finna má í nýjum gagnagrunnum. Þátttakendur námskeiðsins unnu svo að því að skoða ólíka gagnagrunni. Í framhaldi þessa hafa einhverjir kennarar unnið með gagnagrunninn frá European Values Study. Þeir segja að þarna geti þeir og nemendur þeirra notað heimildir til þess að búa til nýjar rannsóknarniðurstöður þar sem skoða má ólíka hópa á Íslandi og bera þá saman við önnur lönd. Það er spennandi fyrir bæði kennara og nemendur að sjá hvort Íslendingar vilji eiga muslima eða samkynhneigða að nágrönnum og það er spennandi að bera viðhorf okkar saman við íbúa annarra landa. Mest af þeim upplýsingum sem hægt er að vinna úr gagngrunninum eru alveg nýjar þar sem Félagsvísindastofnun hefur lítið getað unnið úr efninu sem safnað var. Sumar niðurstöður eiga sannarlega erindi í fréttir.

Mjög auðvelt er að vinna úr efninu og kennarar geta strax byrjað á þessu. Hægt er að nálgast upplýsingar með því að fara á tilraunaheimsíðu félagsins: felfel.fa.is og fara þar leiðina:

Námskeið à -> 2012:  Rannsóknir -> Gögn -> Heiður Hrund Jónsdóttir

Þar má finna upplýsingar um European Values Study (EVS)

Ef þú hefur tapað aðgangsorði til að komast á heimasíðu félagsins þá hefur þú samband við kerfisstjóra þess, Magnús Gíslason This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Mundu að taka frá föstudaginn 26. okt!

 

Kær kveðja

Fyrir hönd stjórnar

Hannes