Miðvikudagur, 4. desember 2013 - 9:45

Mannfræðifélag Íslands stendur fyrir fyrirlestri

Mannfræðifélag Íslands stendur fyrir fyrirlestri þriðjudaginn 10. desember n.k.

 Þá munu Helga Kristín Hallgrímsdóttir PhD í félagsfræði og dósent við háskólann í Victoria, BC, Kanada og Emmanuel Brunet-Jailly, dósent við sama háskóla, fjalla um rannsókn sína á áhrifum grasrótarhreyfinga á pólitíska ákvarðanatöku eftir efnahagshrunið.
 
Titill fyrirlestrarins sem verður á ensku, er “Contentious politics, grass-roots mobilization and the Icesave dispute: Why Iceland did not “play nicely” after the 2008 economic crash”. 

 Fyrirlesturinn verður í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, 4.h., og hefst kl. 20:00.
 
In 2008 Iceland experienced the deepest and fastest economic crisis ever recorded in peacetime, which included the total collapse of its financial sector, as well as significant erosion of its currency. This paper concerns a localized protest movement that occurred in the wake of the 2008 crash in Iceland: the mobilization of protest to a settlement deal, known as the Icesave settlement. We conducted 30 interviews with a range of actors involved in the mobilization, including politicians, activists, and academics.
 
Our data show that both sides of the Icesave dispute drew on a set of  three interwoven narratives, or framings of the debate, that respectively drew on ideas around natural justice, citizenship, and nationalism. These narratives intersected dynamically with certain structural features of the Icelandic political and economic context in ways that had particular repercussions for the salience and credibility of the anti-Icesave campaign.
We end with a discussion of how these dynamic intersections created political synergies with implications for the role of contentious politics in shaping mechanisms of participatory governance in Iceland.
 
Allir áhugasamir eru velkomnir.
 
Nína Rós, félagsfræðikennari í MH:

Þriðjudagur, 12. nóvember 2013 - 12:30

Spennandi ráðstefna!

Félag félagsfræðikennara hefur fengið erlendan fyrirlesara til að ræða um breyttar leiðir í kennslu og þá sérstaklega í félagsfræði. Af þessu tilefni boðar félagið til ráðstefnu föstudaginn 22. nóvember kl. 16:30 í Miðbæjarskólanum - Kvennaskólanum.
 
[Uppfært: Sjá um ráðstefnuna ]
 
Á ráðstefnunni verða einnig kynntar nýjar kennslubækur og hvernig hugsanlega megi nota þær í kennslu. Stjórn félagsins biður félagsmenn um að taka frá tímann til að mæta á spennandi og fræðandi fyrirlestur og kynningu á nýlegum námsbókum.
 
Dagskrá ráðstefnunnar:
  • Peter Anderson: Félagsfræðikennsla með augum nemandans - Nýjar leiðir í kennslu. (fyrirlesturinn verður á ensku)
     
  • Björn Bergsson: Hvernig veit ég að ég veit? 
  • Magnús Einarsson: Félagsfræðiveislan
  • Stefán Karlsson: Alþjóðastjórnmál
Þeir félagsmenn sem vita af nýrri kennslubók í félagsfræði eru beðnir um að hafa samband við Hannes Í. Ólafsson (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) og stjórn félagsins mun þá skoða hvort kynning á henni eigi heima á ráðstefnunni.
 
Stjórnin
Námskeið Endurmenntunar

sunnudagur, 4. ágúst 2013 - 21:45

Sumarnámskeið 12. - 13. ágúst

Alþjóðastjórnmál, samfélagsmiðlar/samskiptamiðlar og kennslufræði

Námskeiðið verður haldið í húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands dagana 12. og 13. ágúst 2013.

Skráning: http://www.endurmenntun.is/Samstarfsadilar/Framhaldsskolakennarar/Skoda/425V13.

Félagsmenn þurfa að skrá sig inn á heimasíðuna til að sjá nánar um námskeiðið.

Laugardagur, 30. March 2013 - 22:45

Aðalfundur Félags félagsfræðikennara

Áður boðaður aðalfundur Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum verður haldinn föstudaginn 5. apríl kl. 17:00 í einkaherbergi Café París við Austurvöll.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar 

2. Ársreikningar

3. Stjórnarkjör

4. Önnur mál

(Meðal annarra mála: Endurmenntunarnámskeið í sumar og næsta sumar)

Í lok dagskrár verður boðið upp á léttan kvöldverð. Prótókollstjóri (með umsjón með huggulegheitum) verður Björk Þorgeirsdóttir.

Stjórnin hvetur þig til að mæta á aðalfund og á ráðstefnu Samtaka áhugafólks um skólaþróun en sú ráðstefna verður í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og hefst kl. 14:00. Félag okkar er samstarfsaðili að þessari ráðstefnu en aðalfyrirlesari er Jack Zevin sem margir þekkja frá kennslufræðinni í HÍ. Upplýsingar um dagskrána og skráningu á hana má sá á síðunni. http://www.skolathroun.is/?pageid=98 Þátttökugjaldið er ekki hátt en rétt er að benda á að hægt er að sækja um styrk í A-sjóð Kennarasambandsins.

Með kærri kveðju
Hannes, Björk, Heiða

mánudagur, 12. nóvember 2012 - 16:15

Hæfniviðmið samfélagsgreina

Undir lok sumars skipaði menntamálaráðuneytið starfshóp til að fjalla um hæfniviðmið samfélagsgreina í framhaldsskólum. Fulltrúi okkar í hópnum er Magnús Ingólfsson. Starfshópurinn hefur nú boðað til fundar með öllum samfélagsgreinakennurum í framhaldsskólum. Hér er auglýsing þeirra:

Starfshópur um hæfniviðmið samfélagsgreina í framhaldsskólum heldur kynningarfund miðvikudaginn 14. nóv. kl. 16:30 í stofu 11 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Á fundinum kynna fulltrúar starfshópsins drög að tillögum sínum til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Kennarar allra samfélagsgreina eru hvattir til að mæta og nota tækifærið til athugasemda og spurninga til að styrkja vinnuna. Starfshópurinn vill í því sambandi benda sérstaklega á bls. 41 - 47, bls. 91 - 102 og bls. 31 - 38 í almennum hluta aðalnámskrár frá 2011.

Ég mæti ... og þú mætir
- ekki satt

Kær kveðja
Hannes