Fimmtudagur, 25. október 2012 - 20:45

Minnt er á gagnabankanámskeið o.fl.

Frá stjórninni:

Kæri félagi! Föstudaginn 26. okt. boðar Félag félagsfræðikennara til námskeiðs um notkun gagnabanka. Námskeiðið verður haldið í Kvennaskólanum: Miðbæjarskólanum og hefst kl. 16:00. Að loknu námskeiði gefst vonandi svolítill tími fyrir spjall á einhverju öldurhúsinu.

Dagskrá:

Heiður Hrund Jónsdóttir leiðir okkur áfram um notkun gagnagrunns frá European Values Study (EVS). Kennarar vinna úr gögnum gagnagrunnsins og gera merkar uppgötvanir. Þeir læra að láta nemendur vinna með gagnagrunninn.

Umræður um hugsanlegan sameiginlegan gagnagrunn félagsfræðikennara

Mjög auðvelt er að vinna úr efninu og kennarar geta strax byrjað á þessu. Hægt er að nálgast upplýsingar með því að fara á tilraunaheimsíðu félagsins: http://felfel.fa.is/ og fara þar leiðina: -> Námskeið 2012:  Rannsóknir ->  Gögn -> Heiður Hrund Jónsdóttir. Þar má finna upplýsingar um European Values Study (EVS) 

Á heimasíðu félagsins má einnig sjá myndir frá endurmenntunarnámskeiðinu í sumar. Smelltu á tengilinn „2012: Rannsóknir“ og þar á tengilinn „Myndir“. Ef þú ferð á „Detail“ þá getur þú séð myndir og myndtexta á tveimur blaðsíðum. Annars getur þú séð myndirnar án myndtexta með því að fara í „Slideshow“.

Ef þú hefur tapað aðgangsorði til að komast á heimasíðu félagsins þá hefur þú samband við kerfisstjóra þess, Magnús Gíslason This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Mundu að Þjóðarspegillinn –ráðstefna í félagsvísindum- verður haldin fyrr þennan sama dag frá kl. 09.00-17.00.Dagskráin er nú tilbúin hér.

 

Kær kveðja

Fyrir hönd stjórnar
Hannes