Föstudagur, 19. október 2012 - 19:00

Þjóðarspegillinn – 26. október 2012

Félagi góður

Þjóðarspegillinn –ráðstefna í félagsvísindum- verður haldin 26. október 2012 frá kl. 09.00-17.00.Verið er að vinna að dagskrá en þar verður væntanlega kynnt áhugavert efni bæði fyrir okkur og fyrir nemendur okkar.

Aðalskipuleggjandi Þjóðarspegilsins er Félagsvísindastofnun HÍ en einn starfsmanna hennar mun taka sér hvíld af ráðstefnunni til að vera með okkur félagsmönnum kl. 16:00 þennan dag.

Félagið boðar sem sagt til örnámskeiðs um notkun gagnabanka föstudaginn 26. okt. kl. 16:00. Nánari upplýsingar um staðsetningu eru væntanlegar síðar en líklega verðum við annað hvort í Kvennó eða í FÁ.

Dagskrá örnámskeiðsins föstudaginn 26. okt. kl. 16:00

Heiður Hrund Jónsdóttir leiðir okkur áfram um notkun gagnagrunns frá European Values Study (EVS)
Umræður um hugsanlegan sameiginlegan gagnagrunn félagsfræðikennara

Ekki er þörf á neinni forþekkingu til að taka þátt í námskeiðinu og verða þar með hæfari kennari en áður.

Forsaga þessa er að á sumarnámskeiði félagsins „Rannsóknaraðferðir í félagsvísindum“ 16. og 17. ágúst 2012  kynntu ýmsir sérfræðingar efni sem finna má í nýjum gagnagrunnum. Þátttakendur námskeiðsins unnu svo að því að skoða ólíka gagnagrunni. Í framhaldi þessa hafa einhverjir kennarar unnið með gagnagrunninn frá European Values Study. Þeir segja að þarna geti þeir og nemendur þeirra notað heimildir til þess að búa til nýjar rannsóknarniðurstöður þar sem skoða má ólíka hópa á Íslandi og bera þá saman við önnur lönd. Það er spennandi fyrir bæði kennara og nemendur að sjá hvort Íslendingar vilji eiga muslima eða samkynhneigða að nágrönnum og það er spennandi að bera viðhorf okkar saman við íbúa annarra landa. Mest af þeim upplýsingum sem hægt er að vinna úr gagngrunninum eru alveg nýjar þar sem Félagsvísindastofnun hefur lítið getað unnið úr efninu sem safnað var. Sumar niðurstöður eiga sannarlega erindi í fréttir.

Mjög auðvelt er að vinna úr efninu og kennarar geta strax byrjað á þessu. Hægt er að nálgast upplýsingar með því að fara á tilraunaheimsíðu félagsins: felfel.fa.is og fara þar leiðina:

Námskeið à -> 2012:  Rannsóknir -> Gögn -> Heiður Hrund Jónsdóttir

Þar má finna upplýsingar um European Values Study (EVS)

Ef þú hefur tapað aðgangsorði til að komast á heimasíðu félagsins þá hefur þú samband við kerfisstjóra þess, Magnús Gíslason This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Mundu að taka frá föstudaginn 26. okt!

 

Kær kveðja

Fyrir hönd stjórnar

Hannes