sunnudagur, 22. júlí 2012 - 20:30
Námskeið og ráðstefna
Skeyti frá stjórninni:
Félagi góður
Endurmenntunarnámskeið okkar er 16. og 17. ágúst. Við höfum öll fyrir löngu sett það inn í dagbókina okkar. Á sama tíma, 15.-18. ágúst, verður haldin ráðstefna Norræna félagsfræðingafélagsins. Það getur verið forvitnilegt og fræðandi að skoða dagskrána þar. Félagsfræðingafélag Íslands hefur sent okkur neðangreint bréf.:
Félagsfræðingafélag Íslands minnir á ráðstefnu norræna félagsfræðingafélagsins 15.-18. ágúst 2012. Ráðstefnan opnar með skráningu þann 15. ágúst en eignleg dagskrá hefst kl 9:30 þann 16. ágúst og henni lýkur laugardaginn 18. ágúst. Sjá nánar auglýsingu í viðhengi
Senda skal útdrátt greina fyrir 15. mars 2012 þar sem ráðstefnugestum gefst kostur að velja málstofu við hæfi. Sjá nánar.
Skráning er opin hér.
Við hvetjum ykkur til að senda tilkynninguna áfram eins og ykkur finnst við hæfi.
Bestu kveðjur.
Jón Rúnar Sveinsson
Forseti Norræna félagsfræðingafélagsins
Stefán Hrafn Jónsson
Formaður félagsfræðingafélags Íslands