Fimmtudagur, 14. júní 2012 - 9:45

Sumarnámskeiðið - uppfært

Póstur frá stjórninni (Björk) 14. júní 2012

 

Heil og sæl

Minni ykkur á sumarnámskeiðið þann 16. og 17. ágúst nk. Ennþá hægt að skrá sig hér.

Kennarar sem sækja sumarnámskeið fagfélags eiga rétt á ferðastyrk þurfi þeir að koma um langan veg. Sjá nánar.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Dagskrá með fyrirvara um breytingar:

Rannsóknaraðferðir í félagsvísindum

Tími:
16. og 17. ágúst 2012

Staður:
Húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík

Þátttakendur:
Námskeiðið er ætlað kennurum í félagsfræði og skyldum greinum í framhaldsskólum. Hámark 30 þátttakendur.

Markmið námskeiðsins:
Gera kennara hæfari til að kenna megindlegar og eigindlegar rannsóknaraðferðir
að kennarar þekki til gagnagrunna sem hægt er að nýta í kennslu

Efni:
Á námskeiðinu munu háskólakennarar gera grein fyrir þeim undirbúningi sem æskilegt þykir að nemendur hafi á sviði eigindlegra- og megindlegra rannsóknaraðferða þegar þeir hefja nám í háskóla. Ýmsir sérfræðingar kynna efni sem finna má í nýjum gagnagrunnum s.s. nýr vefur kosningarannsókna. Einnig munu kennarar í framhaldsskólum gera grein fyrir þeim aðferðum sem þeir hafa notað í kennslu á rannsóknaraðferðum.

Þátttakendur á námskeiðinu munu einnig taka þátt í vinnustofu þar sem unnið verður með efni námskeiðisins. Þar fá þátttakendur einnig tækifæri til að skiptast á skoðunum og vinna saman að stærri og minni verkefninum fyrir nemendur og jafnvel leggja grunn að samanburðarkönnun sem kennarar lagt geta fyrir nemendur árlega.

Þátttakendur verða að skrá sig sem notendur á heimasíðu "European Social Survey" áður en þeir mæta á námskeiðið.

Umsjón:
Björk Þorgeirsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. gsm 821-2727

 

Fimmtudagur 16. ágúst

Kl. 9:00-9:30

Námskeið hefst – afhending námsgagna
Kynning á fyrirlesurum og dagskrá

Kl.9:30-10:30

Margrét Lilja Guðmundsdóttir, doktorsnemi í Félagsfræði og stundakennari við HÍ.
„Hvað er góður undirbúningur fyrir aðferðarfræði nám í Félags- og mannvísindadeild“ Áhersla á eigindlegar rannsóknaraðferðir.

Kl. 10:30-11:00

Kaffihlé

kl. 11:00-12:00

Stefán Hrafn Jónsson, lektor við Félags- og mannvísindadeild HÍ.
„Hvað er góður undirbúningur fyrir aðferðarfræði nám í Félags- og mannvísindadeild“ Áhersla á megindlegar rannsóknaraðferðir.

kl. 12:00-13:30

Matarhlé

kl. 13:30-14:30

Jón Sigfússon(Rannsóknir og greining www.rannsoknir.is)
„Hvernig nýtast rannsóknir R&G framhaldsskólanemendum í námi?”

kl. 14:30-15:00

Framhaldsskólakennarar sýna verkefni og segja frá kennslu megindlegra og eigindlegra rannsóknaraðferða

Björn Bergsson Menntaskólinn við Hamrahlíð: „Það er hægt að læra víðar en í kennslustofunni og vinna hópvinnu án þess að haldast í hendur.”
kl. 15:00-15:20

Kaffihlé

kl. 15:20-16:00

Framhaldsskólakennarar sýna verkefni og segja frá kennslu megindlegra og eigindlegra rannsóknaraðferða.

Helgi Hermannsson, Fjölbrautaskóli Suðurlands
Þórður Kristinsson, Kvennaskólinn í Reykjavík

Föstudagur 17. ágúst

Kl. 9:30-10:30

Heiður Hrund JónsdóttirMSc í rannsóknaraðferðum í félagsvísindum
Verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
“Hvernig nota má rannsóknargögn í kennslu"

Kl. 10:30-11:00

Kaffihlé

kl. 11:00-12:00

Eva Heiða Önnudóttir, MSc í rannsóknaraðferðum í félagsvísindum. Doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
„Rannsóknir á lífsgildum, viðhorfum og hegðun evrópubúa (ESS)"

kl. 12:00-13:00

Matarhlé

kl. 13:00-14:30

Eva Heiða Önnudóttir, MSc í rannsóknaraðferðum í félagsvísindum. Doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands
„Úrvinnsla á gögnum ESS / hvernig er hægt að nota þau í kennslu“

kl. 14:30-14:50

Kaffihlé

kl. 14:50-16:00

Framhaldsskólakennarar sýna verkefni og segja frá kennslu megindlegra og eigindlegra rannsóknaraðferða.

Hjördís Einarsdóttir, Menntaskólinn í Kópavogi
Örlygur Axelsson, Menntaskólinn á Laugarvatni
Hannes Ísberg Ólafsson, Fjölbrautaskólinn við Ármúla

Bestu kveðjur,
Björk
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.