Verðlaunahafar
Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Guðmundur Stefán Gíslason, Hörður Ríkharðsson, Björk Þorgeirsdóttir, Steinunn Marta Jónsdóttur, sem tók við verðlaunum Önnu Steinunnar Valdimarsdóttur og Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs.

Laugardagur, 5. júlí 2014 - 14:15

Félagsfræðikennarar fá verðlaun fyrir framúrskarandi störf

Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Guðmundur Stefán Gíslason, Hörður Ríkharðsson, Björk Þorgeirsdóttir, Steinunn Marta Jónsdóttur, sem tók við verðlaunum Önnu Steinunnar Valdimarsdóttur og Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs.
Í maímánuði stóð Háskóli Íslands fyrir kynningarátaki til að vekja athygli þjóðarinnar á kennarastafinu og áhrifum kennara á einstaklinga og samfélag. Í átakinu gafst almenningi kostur á að senda inn tilnefningu um þann kennara sem mest áhrif hafði haft á hvern og einn. Nærri tvö þúsund manns tóku þátt í að tilnefna en í framhaldi þess skoðaði valnefnd tilnefningarnar og umsagnir og valdi fimm kennara til verðlauna. Þann 3. júlí veitti svo Menntavísindasvið Háskóla Íslands fimm kennurum verðlaun fyrir framúrskarandi störf. Tveir kennaranna koma úr framhaldsskólum og eru okkur að góðu kunnir enda báðir félagsmenn okkar. Vonandi sýnir þetta okkur áhrif félagsfræðikennslu á nemendur okkar. Félagið er stolt af viðurkenningu sem þessir kennarar hafa nú fengið og óska Björk Þorgeirsdóttur og Guðmundi Stefáni Gíslasyni innilega til hamingju með verðlaunin.
 
Á vefsíðu Kennarasambands Íslands er verðlaunaúthlutunin tilkynnt (http://ki.is/um-ki/utgafa/fréttir/1689-fimm-kennarar-verðlaunaðir-fyrir-framúrskarandi-störf )
Fimm kennarar verðlaunaðir fyrir framúrskarandi störf
04. Júlí 2014 
Menntavísindasvið Háskóla Íslands veitti í gær fimm grunn- og framhaldsskólakennurum verðlaun fyrir framúrskarandi störf. Verðlaunin eru afrakstur kynningarátaksins Hafðu áhrif sem Háskóli Íslands stóð fyrir í maí síðastliðnum.
 
Á heimasíðu átaksins Hafðu áhrif sögðu þjóðþekktir Íslendingar frá þeim kennara sem mest áhrif hafði haft á líf viðkomandi í stuttum myndböndum. Þá gafst almenningi kostur á að tilnefna þann kennara sem hafði haft mest áhrif á hvern og einn. Um tvö þúsund manns tóku þátt og hlutu á fimmta hundrað kennarar tilnefningu. Valnefnd fór yfir tilnefningarnar og umsagnir og í kjölfarið voru fimm kennarar valdir úr hópnum.
 
Kennararnir sem fengu verðlaun fyrir framúrskarandi störf eru:
Anna Steinunn Valdimarsdóttir, Laugalækjarskóla
Björk Þorgeirsdóttir, Kvennaskólanum í Reykjavík
Guðmundur Stefán Gíslason, Fjölbrautarskólanum í Garðabæ
Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Keili
Hörður Ríkharðsson, Blönduskóla

Föstudagur, 23. maí 2014 - 17:00

„Stjórnmál og sjálfstæðisbarátta í Skotlandi“ - Ráðstefna föstudaginn 30. maí

Félagi góður
 
Nú ætlum við enn að þjappa okkur saman og halda áfram að styrkja góðan móral.
 
Félag félagsfræðina í framhaldsskólum boðar til ráðstefnu undir yfirheitinu „Stjórnmál og sjálfstæðisbarátta í Skotlandi“ föstudaginn 30. maí kl. 17-19 á Sægreifanum við Geirsgötu.
 
Dagskrá

Bogi Ágústsson fréttamaður segir frá skoskum stjórnmálum og væntanlegri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota.
 
Fyrirspurnir og umræður
 
Léttur kvöldverður í boði félagsins
 
Björk Þorgeirsdóttir ræðir skosk skólamál og segir frá fyrirhuguðu námskeiði félagsins í Skotlandi í byrjun júní
 
Léttar umræður undir léttum veitingum
 
Ég mæti … og vonast sannarlega til að sjá þig
 
Fyrir hönd stjórnar
Hannes

Glasgow

mánudagur, 21. apríl 2014 - 19:45

Menning og stjórnkerfi Skotlands

Hi ye wee lads and lassies!

Sumarnámskeið félagsins verður í Skotlandi 8. til 12. júní 2014. Undirrituð hefur umsjón með námskeiðinu og heldur utan um skráningu þátttakenda.

Sendið mér tölvupóst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingum um nafn, kennitölu og vinnustað/skóla ef þið viljið skrá ykkur.

 

Við gistum á Thistle Glasgow Hotel, sem er á Cambrigde Street (í miðbænum) - hér sjáið þið heimasíðu hótelsins:http://www.thistle.com/en/hotels/united_kingdom/glasgow/thistle_glasgow/index.html

 

Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:
 
Sunnudagurinn 8. júní:
Flogið út kl. 07:35 til Glasgow (Icelandair FI430)
Áætlaður lendingartími í Glasgow kl. 10:40
Leiðsögn um Glasgow - rúta fer frá hótelinu kl. 15:00 (áætlun) - leiðsögnin er um 3 klukkustundir.
 
Mánudagurinn 9. júní:
Skólaheimsókn: Glasgow Kelvin College: https://www.jwheatley.ac.uk/
Förum með rútu frá hótelinu kl. 9:00 í skólaheimsóknina. Áætlum að vera þar til kl. 14:00.
Eftir hádegi fáum við kynningu á starfi Aberlour - http://www.aberlour.org.uk/, en þar er unnið með ungmenni sem eru í afbrotum og vanda.
Skipulagðri dagskrá lýkur milli kl. 16 og 17.
 
Þriðjudagur 10. júní:
Þennan dag höldum við til Stirling og Edinborgar. Rúta frá hótelinu kl. 9.
Byrjum á því að fá leiðsögn um Stirling Castle, http://www.stirlingcastle.gov.uk/.
Eftir heimsóknina í Stirling höldum við til Edinborgar
Í Edinborg heimsækjum við þingið - http://www.scottish.parliament.uk/ og fáum erindi um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota og leiðsögn um þinghúsið.
Endum skipulagða dagskrá í Edinborg á því að heimsækja Edinborgarkastala.
Rúta fer frá Edinborg til Glasgow kl. 20:00 eða 21:00. Þannig fáum við frjálsan tíma í Edinborg og getum borðað kvöldverð þar.
 
Miðvikudagur 11. júní:
Heimsækjum BBC Scotland (ca. 15-20 mín gangur frá hótelinu). Heimsóknin hefst kl. 10:30. Þar taka á móti okkur John Boothman, Head of News og Laura Bicker, Political Correspondent in the Referendum.
Eftir hádegi er heimsókn á söfn í Glasgow, þátttakendur fá lista með áhugaverðum söfnum og geta því valið hvert þeir vilja fara.
Um kvöldið (kl. 20:00) verður sameiginlegur kvöldverður.
 
Fimmtudagur 12. júní:
Kl. 11:20 Rútan leggur af stað út á flugvöll
Kl. 14:05 Brottför frá Glasgow til Keflavíkur FI431
Kl. 15:25 Lendum í Keflavík
 
Kostnaður er kr. 145.000 pr. mann. Hver félagsmaður fær kr. 60.000 í styrk frá SEF en við getum líka sótt um styrk í B-deild Vísindasjóð KÍ (sjá hér:http://www.ki.is/styrkir-og-sjodhir/endurmenntunarsjodhir/framhaldsskolinn/445-styrkir#framhaldsnám-ráðstefnur-og-skólaheimsóknir-í-útlöndum-námsorlof). Verðið miðast við 2 saman í herbergi.
 
Innifalið í kostnaði er flug, gisting, morgunverður, allar rútuferðir, aðgangseyrir í kastala, leiðsögn/fræðsla, umsjón og sameiginlegur kvöldverður síðasta kvöldið.
 
Athugið að verð á námskeiðinu getur tekið einhverjum breytingum vegna gengis og/eða þátttakendafjölda.
 
Þátttakendur fá auðvitað í hendur ítarlega dagskrá þegar nær dregur og mun félagið einnig standa auglýsinga kynningarfundar þar sem dagskráin verður kynnt.
 
Skráningu á námskeiðið skal vera lokið fyrir 1. maí 2014.
 

Bestu kveðjur

Björk

 

Edinborg

Fimmtudagur, 13. March 2014 - 17:15

Sumarnámskeið félagsins

Póstur frá Björk:
 
Kæru félagar!
Sumarnámskeið félagsins verður haldið í Skotlandi (Glasgow og Edinborg) og heitir Menning og stjórnkerfi Skotlands.
 
Farið út að morgni 8. júní og heim 12. júní. 
 
Verið er að vinna í dagskrá námskeiðsins en drögin eru eftirfarandi: 
 
8. júní  - leiðsögn um Glasgow 
9. júní - skólaheimsóknir (framhalds- og háskóli) 
10. júní - Stirling - Edinborg m.a. þinghúsið í Edinborg. 
11. júní - BBC Scotland og ýmis söfn 
 
Félagið fær styrk sem nemur ca. 60 þúsund pr. þátttakanda og hámarksfjöldi er 25-30 manns. Hver og einn getur svo sótt um styrk hjá vísindasjóði KÍ. 
 
Ekki búið að reikna út heildarverð á ferðina, erum að kalla eftir tilboðum frá rútufyrirtækjum o.fl. Vitum að flug, hótel + ferðir til og frá flugvelli kosta um 114 þúsund pr. mann (m.v. 2 í herbergi). 
 
Ég sendi póst og tilkynningu á heimasíðu félagsins um skráningu, heildarverð og dagskrá um leið og allt er orðið klárt. 
 
Bestu kveðjur 
Björk 
 
=====================
SUMARNÁMSKEIÐIÐ ER KOMIÐ Í EFNISFLOKKINN NÁMSKEIРHÉR Á HEIMASÍÐUNNI - VERÐUR UPPFÆRT JAFNÓÐUM OG NÝJAR UPPLÝSINGAR EÐA EFNI LIGGUR FYRIR

Föstudagur, 17. janúar 2014 - 14:45

Arabíska vorið - fyrirlestur hjá Mannfræðifélaginu

Mannfræðifélag Íslands stendur fyrir fyrirlestri 21. janúar nk. um Arabíska vorið.

http://mannfraedifelag.wordpress.com/2014/01/15/vorbodar-arabiska-vorsin...

Þá mun Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachucetts í Bandaríkjunum flytja erindið: Vorboðar arabíska vorsins. Hvað vissum við og hvað vissum við ekki?

Fyrirlesturinn byrjar kl. 20 og verður í Norræna húsinu.

„Arabíska vorið er bæði spennandi og ógnvekjandi sem hefur innleitt stórfelldar breytingar í Mið-Austurlöndum. Að hversu miklu leyti hefur fræðasamfélagið náð að aðlaga sig að þessari nýju stöðu? Eru allar gömlu bækurnar og greinarnar orðnar úreltar? Hvernig getum við fjallað um þetta svæði sem er að breytast svo hratt? Í erindinu verður fjallað um vandann að skilja og meta Mið-Austurlönd. Það kom flestum að óvörum að arabíska vorið braust út með þeim hætti sem það gerði. Farið verður yfir helstu kenningar um arabíska vorið með sérstakri hliðsjón að skrifum mannfræðinga og spurt hvernig fræðimenn hafi rannsakað þessar miklu breytingar sem átt hafa sér stað. Skoðað verður hvort þær hafi verið fyrirsjáanlegar og hvernig mannfræði Mið-Austurlanda hefur nálgast efnið. Spurt verður hvernig á að rannsaka byltingar og stórfelldar félagslegar breytingar og því velt fyrir sér hvaða lærdóm við getum dregið af stöðunni nú og í framtíðinni.“

Að erindi loknu verða umræður og þátttakendur í pallborði verða Guðrún Margrét Guðmundsdóttir doktorsnemi í mannfræði, sérfræðingur um konur og kvenréttindi í Arabalöndunum og dr. Þórir Jónsson Hraundal sagnfræðingur, og sérfræðingur í islam.

Allir velkomnir