Þriðjudagur, 12. nóvember 2013 - 12:30
Spennandi ráðstefna!
Félag félagsfræðikennara hefur fengið erlendan fyrirlesara til að ræða um breyttar leiðir í kennslu og þá sérstaklega í félagsfræði. Af þessu tilefni boðar félagið til ráðstefnu föstudaginn 22. nóvember kl. 16:30 í Miðbæjarskólanum - Kvennaskólanum.
[Uppfært: Sjá um ráðstefnuna ]
Á ráðstefnunni verða einnig kynntar nýjar kennslubækur og hvernig hugsanlega megi nota þær í kennslu. Stjórn félagsins biður félagsmenn um að taka frá tímann til að mæta á spennandi og fræðandi fyrirlestur og kynningu á nýlegum námsbókum.
Dagskrá ráðstefnunnar:
- Peter Anderson: Félagsfræðikennsla með augum nemandans - Nýjar leiðir í kennslu. (fyrirlesturinn verður á ensku)
- Björn Bergsson: Hvernig veit ég að ég veit?
- Magnús Einarsson: Félagsfræðiveislan
- Stefán Karlsson: Alþjóðastjórnmál
Þeir félagsmenn sem vita af nýrri kennslubók í félagsfræði eru beðnir um að hafa samband við Hannes Í. Ólafsson (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ) og stjórn félagsins mun þá skoða hvort kynning á henni eigi heima á ráðstefnunni.
Stjórnin