Fimmtudagur, 13. March 2014 - 17:15
Sumarnámskeið félagsins
Póstur frá Björk:
Kæru félagar!
Sumarnámskeið félagsins verður haldið í Skotlandi (Glasgow og Edinborg) og heitir Menning og stjórnkerfi Skotlands.
Farið út að morgni 8. júní og heim 12. júní.
Verið er að vinna í dagskrá námskeiðsins en drögin eru eftirfarandi:
8. júní - leiðsögn um Glasgow
9. júní - skólaheimsóknir (framhalds- og háskóli)
10. júní - Stirling - Edinborg m.a. þinghúsið í Edinborg.
11. júní - BBC Scotland og ýmis söfn
Félagið fær styrk sem nemur ca. 60 þúsund pr. þátttakanda og hámarksfjöldi er 25-30 manns. Hver og einn getur svo sótt um styrk hjá vísindasjóði KÍ.
Ekki búið að reikna út heildarverð á ferðina, erum að kalla eftir tilboðum frá rútufyrirtækjum o.fl. Vitum að flug, hótel + ferðir til og frá flugvelli kosta um 114 þúsund pr. mann (m.v. 2 í herbergi).
Ég sendi póst og tilkynningu á heimasíðu félagsins um skráningu, heildarverð og dagskrá um leið og allt er orðið klárt.
Bestu kveðjur
Björk
=====================
SUMARNÁMSKEIÐIÐ ER KOMIÐ Í EFNISFLOKKINN NÁMSKEIÐ HÉR Á HEIMASÍÐUNNI - VERÐUR UPPFÆRT JAFNÓÐUM OG NÝJAR UPPLÝSINGAR EÐA EFNI LIGGUR FYRIR