mánudagur, 21. apríl 2014 - 19:45

Menning og stjórnkerfi Skotlands

Hi ye wee lads and lassies!

Sumarnámskeið félagsins verður í Skotlandi 8. til 12. júní 2014. Undirrituð hefur umsjón með námskeiðinu og heldur utan um skráningu þátttakenda.

Sendið mér tölvupóst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingum um nafn, kennitölu og vinnustað/skóla ef þið viljið skrá ykkur.

 

Við gistum á Thistle Glasgow Hotel, sem er á Cambrigde Street (í miðbænum) - hér sjáið þið heimasíðu hótelsins:http://www.thistle.com/en/hotels/united_kingdom/glasgow/thistle_glasgow/index.html

 

Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:
 
Sunnudagurinn 8. júní:
Flogið út kl. 07:35 til Glasgow (Icelandair FI430)
Áætlaður lendingartími í Glasgow kl. 10:40
Leiðsögn um Glasgow - rúta fer frá hótelinu kl. 15:00 (áætlun) - leiðsögnin er um 3 klukkustundir.
 
Mánudagurinn 9. júní:
Skólaheimsókn: Glasgow Kelvin College: https://www.jwheatley.ac.uk/
Förum með rútu frá hótelinu kl. 9:00 í skólaheimsóknina. Áætlum að vera þar til kl. 14:00.
Eftir hádegi fáum við kynningu á starfi Aberlour - http://www.aberlour.org.uk/, en þar er unnið með ungmenni sem eru í afbrotum og vanda.
Skipulagðri dagskrá lýkur milli kl. 16 og 17.
 
Þriðjudagur 10. júní:
Þennan dag höldum við til Stirling og Edinborgar. Rúta frá hótelinu kl. 9.
Byrjum á því að fá leiðsögn um Stirling Castle, http://www.stirlingcastle.gov.uk/.
Eftir heimsóknina í Stirling höldum við til Edinborgar
Í Edinborg heimsækjum við þingið - http://www.scottish.parliament.uk/ og fáum erindi um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota og leiðsögn um þinghúsið.
Endum skipulagða dagskrá í Edinborg á því að heimsækja Edinborgarkastala.
Rúta fer frá Edinborg til Glasgow kl. 20:00 eða 21:00. Þannig fáum við frjálsan tíma í Edinborg og getum borðað kvöldverð þar.
 
Miðvikudagur 11. júní:
Heimsækjum BBC Scotland (ca. 15-20 mín gangur frá hótelinu). Heimsóknin hefst kl. 10:30. Þar taka á móti okkur John Boothman, Head of News og Laura Bicker, Political Correspondent in the Referendum.
Eftir hádegi er heimsókn á söfn í Glasgow, þátttakendur fá lista með áhugaverðum söfnum og geta því valið hvert þeir vilja fara.
Um kvöldið (kl. 20:00) verður sameiginlegur kvöldverður.
 
Fimmtudagur 12. júní:
Kl. 11:20 Rútan leggur af stað út á flugvöll
Kl. 14:05 Brottför frá Glasgow til Keflavíkur FI431
Kl. 15:25 Lendum í Keflavík
 
Kostnaður er kr. 145.000 pr. mann. Hver félagsmaður fær kr. 60.000 í styrk frá SEF en við getum líka sótt um styrk í B-deild Vísindasjóð KÍ (sjá hér:http://www.ki.is/styrkir-og-sjodhir/endurmenntunarsjodhir/framhaldsskolinn/445-styrkir#framhaldsnám-ráðstefnur-og-skólaheimsóknir-í-útlöndum-námsorlof). Verðið miðast við 2 saman í herbergi.
 
Innifalið í kostnaði er flug, gisting, morgunverður, allar rútuferðir, aðgangseyrir í kastala, leiðsögn/fræðsla, umsjón og sameiginlegur kvöldverður síðasta kvöldið.
 
Athugið að verð á námskeiðinu getur tekið einhverjum breytingum vegna gengis og/eða þátttakendafjölda.
 
Þátttakendur fá auðvitað í hendur ítarlega dagskrá þegar nær dregur og mun félagið einnig standa auglýsinga kynningarfundar þar sem dagskráin verður kynnt.
 
Skráningu á námskeiðið skal vera lokið fyrir 1. maí 2014.
 

Bestu kveðjur

Björk