sunnudagur, 27. March 2011 - 23:30

Rannsóknaraðferðir - sumarnámskeið 2012

Póstur frá stjórninni (Björk) 27. mars 2012:

Kæru félagar
Eitt af öruggu merkjum þess að vorið sé innan seilingar er þegar stjórn félagsins sendir út upplýsingar um sumarnámskeið. Í ár er viðfangsefni okkar:

Rannsóknaraðferðir í félagsvísindum

Námskeiðið verður haldið 16. og 17. ágúst í húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands að Dunhaga 7, Reykjavík.

Skráningarfrestur er til 15. maí. Og fer skráning fer fram á heimasíðu Endurmenntunar Háskóla Íslands: http://www.endurmenntun.is/Namsframbod/Framhaldsskolakennarar/Sumarnamsk...

Rannsóknaraðferðir í félagsvísindum

Markmiðið með námskeiðinu er að auka hæfni til að kenna rannsóknaraðferðir félagsvísinda.

Lýsing: Á námskeiðinu munu háskólakennarar gera grein fyrir þeim undirbúningi sem æskilegt þykir að nemendur hafi á sviði eigindlegra- og megindlegra rannsóknaraðferða þegar þeir hefja nám í háskóla. Ýmsir sérfræðingar kynna efni sem finna má í nýjum gagngrunnum s.s. nýr vefur kosningarannsókna. Einnig munu kennarar í framhaldsskólum gera grein fyrir þeim aðferðum og/eða verkefnum sem þeir hafa notað í kennslu á rannsóknaraðferðum.

Ætlunin er að hafa vinnustofu/hópavinnu þar sem þátttakendur vinna með efni námskeiðsins og jafnvel leggja grunn að samanburðarkönnun sem kennarar geta lagt fyrir nemendur árlega.

Minni á að kennarar sem sækja sumarnámskeið fagfélags eiga rétt á ferðastyrk þurfi þeir að koma um langan veg. Sjá nánar um fyrirkomulag greiðslna og upphæðir.

Hér sjáið þið dagskrá námskeiðsins – með fyrirvara um breytingar:

Fimmtudagur 16. ágúst
Kl. 9:00-9:30

Námskeið hefst – afhending námsgagna
Kynning á fyrirlesurum + dagskrá

Kl.9:30-10:30

Stefán Rafn Jónsson, lektor við Félags- og mannvísindadeild HÍ.
„Hvað er góður undirbúningur fyrir aðferðarfræði nám í Félags- og mannvísindadeild“ Áhersla á megindlegar rannsóknaraðferðir

Kl. 10:30-11:00

Kaffihlé

kl. 11:00-12:00

Margrét Lilja Guðmundsdóttir, doktorsnemi í Félagsfræði og stundakennari við HÍ
„Hvað er góður undirbúningur fyrir aðferðarfræði nám í Félags- og mannvísindadeild“ Áhersla á eigindlegar rannsóknaraðferðir

kl. 12:00-13:30

Matarhlé

kl. 13:30-14:30

Jón Sigfússon (Rannsóknir og greining, www.rannsoknir.is)
„Hvernig nýtast rannsóknir R&G framhaldsskólanemendum í námi?“

kl. 14:30-15:00

Hópavinna/vinnustofa

kl. 15:00-15:20

Kaffihlé

kl. 15:20-16:00

Framhaldsskólakennarar sýna verkefni og segja frá kennslu

Föstudagur 17. ágúst
Kl. 9:30-10:30

 

Katrín Salima Dögg Ólafsdóttir, MA í félagsfræði
„Tölfræðiupplýsingar og vinnsla hjá Ríkislögreglustjóra“

Kl. 10:30-11:00

Kaffihlé

kl. 11:00-12:00

Eva Heiða Önnudóttir, MSc í rannsóknaraðferðum félagsvísinda. Doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
„Kosningarannsóknir og kosningagagnagrunnur“

kl. 12:00-13:00

Matarhlé

kl. 13:00-14:30

Eva Heiða Önnudóttir, MSc í rannsóknaraðferðum félagsvísinda. Doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
„Hvernig er hægt að nýta kosningagagnagrunn í námi framhaldsskólanema“

kl. 14:30-14:50

Kaffihlé

kl. 14:50-16:00

Framhaldsskólakennarar sýna og segja frá verkefnum.

Umsjónarmaður námskeiðsins er Björk Þorgeirsdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ekki hika við að hafa samband ef það vakna einhverjar spurningar.

Bestu kveðjur

Björk

Föstudagur, 18. March 2011

Félagi góður
Stjórn Félags félagsfræðikennara minnir á árlega ráðstefnu sem  verður nú föstudaginn 16. mars. Ráðstefnan verður haldin í húsnæði Sportkafarafélagsins, Nauthólsvegi 100 A kl. 18:00 – ca. 21.00.

Nú hafa 15 skráð sig á ráðstefnuna en vegna veitinga er nauðsynlegt að skrá sig á hana í síðasta lagi þriðjudaginn 14. mars. Ritari félagsins, Heiða,  tekur á móti skráningum á póstfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Dagskrá

Sumarnámskeiðið 2012.
Björk Þorgeirsdótti segir frá sumarnámskeiðinu sem verður í ágúst en þar verður fjallað um rannsóknaraðferðir í félagsvísindum.

Ríkisfang ekkert.
Sigríður Víðis segir frá bók sinni og hún og tvær palestínsku flóttakvennanna (líklega Maha og Lína) segja frá lífi flóttamanna.  Þær bjóða upp á palestínskar veitingar sem verður rennt niður með drykkjum í boði félagsins.  Lína er önnur aðalpersóna bókarinnnar en Maha er dóttir Aydu, hinnar aðalpersónunnar. Um þessar aðalpersónur fjallar Davíð Logi Sigurðsson í bókadómi og segir þar m.a.:
Sigríður Víðis rekur í bók sinni sögu tveggja kvenna sérstaklega, sem nú búa á Akranesi: þeirra Línu og Aydu. Lína er yngri, maður hennar var myrtur af dauðasveitum í djöfulganginum sem reið yfir Bagdad 2006; Ayda var hins vegar miðaldra ekkja, með þrjú börn á sínu framfæri, en þjökuð af sama óttanum og óörygginu, skyndilega var hún farin að mæta andúð og illgirni hvarvetna, hótunum um að henni væri sæmst að hafa sig á brott.

Frásögn hennar af því þegar Ayda er að heimsækja innanríkisráðuneytið til að sækja um endurnýjun dvalarleyfis í Írak er eftirminnileg; en áður höfðu Palestínumenn ekki þurft að hafa áhyggjur af slíku. Núna stóð Ayda skyndilega í þeim sporum, að vera sagt að leyfin þyrfti að endurnýja mánaðarlega og að hún yrði að koma með öll börn sín í hvert skipti. Árið var 2005, Ayda var 45 ára og hafði búið alla sína ævi í Írak – en nú stóð hún sem sagt frammi fyrir því, að vera gefið til kynna að óvíst væri um það hvort hún og börn hennar fengju yfirhöfuð að vera í landinu. Engin furða að fólki fyndist sem fótunum hefði verið kippt undan tilveru þess. Lína má hins vegar lifa með þá vitneskju, að maður hennar var myrtur á sérlega hroðalegan hátt. Bókarhöfundur gerir rétt í því að lýsa nokkuð nákvæmlega hver afdrif hans urðu, sá lestur er ekki fyrir viðkvæma en mikilvægt er að lesandanum sé ekki hlíft við þeirri martröð, sem þetta fólk mátti upplifa.

Bókadóminn má sjá hér fyrir neðan.

Kær kveðja
Hannes, Björk, Heiða

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

STJÓRNMÁL & STJÓRNSÝSLA BÓKADÓMAR
Slóð

Ríkisfang: Ekkert. Flóttinn frá Írak á Akranes
Bókarhöfundur: Sigríður Víðis Jónsdóttir
Bókarheiti: Ríkisfang: Ekkert. Flóttinn frá Írak á Akranes
Gagnrýnandi: Davíð Logi Sigurðsson sagnfræðingur
Útgáfa: Mál og menning, Reykjavík 2011, 380 bls.
.
Í umsögn gagnrýnenda kemur meðal annars eftirfarandi fram:

„Sigríður Víðis hefur hér unnið mikið þrekvirki, skilað bók sem er mikilvægt að sem flestir Íslendingar lesi. Sagan á erindi til okkar, ef ekki nema fyrir þá sök að það er mikilvægt að við skiljum hvers konar þjáningar flóttafólk gjarnan hefur mátt ganga í gegnum, og hvers vegna Íslendingar hafa viljað leggja sitt af mörkum til að hjálpa þeim sem lenda í slíku óláni.“

Leiksoppar örlaganna
Snemma í bók sinni, Ríkisfang: Ekkert, lýsir Sigríður Víðis Jónsdóttir aðstæðum í Al Waleed-flóttamannabúðunum í Vestur-Írak. Búðirnar eru í eyðimörkinni, skammt frá landamærunum að Sýrlandi. Ofsahiti þjakar íbúa búðanna á sumrin en á veturna verður nístingskalt. Sandryk smýgur inn í allar glufur, stundum ætlar eyðimerkur - vindurinn að hrífa með sér tjöldin, sem fólkið kúldrast í á meðan það bíður þess sem verða vill. Flestir hafa mátt sjá á eftir nánum ættingjum, allir eru á flótta undan vargöld, sem geisar í Írak. Hér ræður eymdin ríkjum.

Sigríður Víðis heimsótti Al Waleed-flóttamannabúðirnar í mars 2009 í þeim tilgangi að safna efni í bók sína, Ríkisfang: Ekkert, sem fjallar um átta palestínskar konur og tuttugu og eitt barn frá Írak sem flúðu grimm örlög í Bagdad og enduðu á þessum drungalega stað í eyðimörkinni, allt þar til boð barst frá íslenskum stjórnvöldum um hæli sumarið 2008. Sex kvennanna voru ekkjur (fimm þeirra höfðu misst menn sína í öldu ofbeldis sem reið yfir Írak eftir 2003), tvær voru fráskildar. Við blasti tækifæri til að byrja nýtt líf – en það er ekki eins einfalt og það hljómar, að rífa sig upp með rótum og halda út í óvissuna. Slíka ákvörðun taka bara þeir, sem engra annarra kosta eiga völ.

Það eru óneitanlega skrýtin örlög, að tilheyra þjóð sem kennir sig við Palestínu, en hafa samt aldrei þangað komið. Alast upp í Írak án þess að hljóta þar nokkurn tímann ríkisfang – þurfa svo að flýja sökum ofsókna og eiga þá í engin hús að venda – enda í illa búnum flóttamannabúðum í eyðimörk, og loks á Akranesi, af öllum stöðum, smábæ á litla Íslandi, svo fjarska langt í burtu. Fjarlægðin er ekki bara landfræðileg, Bagdad og Akranes eiga lítið sameiginlegt.

Þetta er dramatísk saga, sannarlega safaríkur efniviður í góða bók. Og Sigríður Víðis hefur hér unnið mikið þrekvirki, skilað bók sem er mikilvægt að sem flestir Íslendingar lesi. Sagan á erindi við okkur, ef ekki nema fyrir þá sök að það er mikilvægt að við skiljum hvers konar þjáningar flóttafólk hefur gjarnan mátt ganga í gegnum, og hvers vegna Íslendingar hafa viljað leggja sitt af mörkum til að hjálpa þeim sem lenda í slíku óláni. Allt frá atburðunum 1948 sem mörkuðu upphaf Ísraelsríkis, þegar þúsundum araba var stökkt á flótta frá heimilum sínum, hafa Palestínumenn verið dreifðir um allar jarðir. Sumir flúðu norður á bóginn 1948 – eftir atburðina sem Palestínumenn kalla aldrei neitt annað en „nakba“, eða hörmungarnar – enduðu í Líbanon og blönduðust seinna með afgerandi hætti inn í blóðugt borgarastríð sem þar var háð og búa nú við ömurlegar aðstæður, mikla fátækt og fordóma. Aðrir enduðu í Sýrlandi og hafa það sýnu betra í dag, en búa þó sömuleiðis við ríkisfangsleysi og allt sem því fylgir. Þeir sem enduðu í Jórdaníu – en Jórdanía er það land sem hýsir langflesta palestínska flóttamenn – fengu hins vegar vegabréf og búa við býsna stöðug kjör, hafa aðgang að þjónustu hins opinbera og þar fram eftir götunum.

Svo eru þeir sem búa annars vegar á Vesturbakkanum, svæðinu sem frá 1967 hefur sætt hernámi Ísraela en nýtur nú takmarkaðrar sjálfstjórnar; og hins vegar á Gaza, einangraðir frá umheiminum og hnepptir í viðjar fátæktar, langþjáð fórnarlömb stríðsátaka. Loks eru það arabarnir sem héldu kyrru fyrir 1948 og enduðu sem þegnar hins nýja ríkis gyðinga. Þeir eru hluti af minnihluta í landi þar sem aðrir fara nú með
húsbóndavald. Örfáir fóru lengra, enduðu austur í Írak.i

Margvíslegir múrar hafa legið á milli fólks, samneyti engan veginn einfalt, stundumalls ekki mögulegt, þó að oft sé ekki um að ræða langar vegalengdir sem skilja á milli.iiEins og aðrir arabar, sem flúðu heimahaga sína 1948, væntu Palestínumennirnir,sem enduðu í Írak, þess að þeir myndu senn snúa aftur heim, fólk hafði húslyklana sínatilbúna í vösum sínum, engum datt annað í hug en að útlegðin yrði skammvinn. Ensvo liðu árin og varanleiki þessa hlutskiptis rann upp fyrir mönnum. Palestínumenn íÍrak höfðu það hins vegar ekki slæmt og nutu lengstum velvildar ráðamanna. SaddamHussein var einkum og sérílagi áfram um að sýna að hann væri sannur leiðtogi allraaraba og almennur verndari Palestínumanna, eins og Sigríður Víðis rekur í bók sinni.Allt fór hins vegar á hvolf fyrir Palestínumönnum í Írak – eins og fyrir flestum, efekki öllum , öðrum íbúum landsins – í kjölfar árásar Bandaríkjamanna í mars 2003.Verndarinn var ei meir og það sem verra var, þeir sem álitu Saddam (réttilega) hafa veriðkúgara gerðu Palestínumenn nú að skotmarki sínu, sökum þeirrar stöðu sem þeir höfðunotið í tíð harðstjórans. Sigríður Víðis rekur þessa sögu nokkuð rækilega og tekst mjögvel upp þegar hún lýsir því hvaða afleiðingar þessi þróun hafði á líf sögupersóna hennar,kvenna og barna sem síðan enduðu á Akranesi. En að hinu ber að gæta, að Palestínumennvoru auðvitað ekki eini hópurinn sem lenti í hringiðu ofbeldisins sem leystist úrlæðingi og sennilega náði hámarki árin 2006 og 2007 þegar dauðasveitir fóru umBagdad og „þjóðernishreinsuðu“ heilu borgarhverfin. Ýmsir minnihlutahópar (ekkiaðeins Palestínumenn) lentu sérlega illa úti í þessu gerninga veðri.iii

Sigríður Víðis rekur í bók sinni sögu tveggja kvenna sérstaklega, sem nú búa áAkranesi: þeirra Línu og Aydu. Lína er yngri, maður hennar var myrtur af dauðasveitumí djöfulganginum sem reið yfir Bagdad 2006; Ayda var hins vegar miðaldra ekkja, meðþrjú börn á sínu framfæri, en þjökuð af sama óttanum og óörygginu, skyndilega varhún farin að mæta andúð og illgirni hvarvetna, hótunum um að henni væri sæmst aðhafa sig á brott.

Sigríður Víðis býr yfir þeim fágætu eiginleikum að geta fundið til ríkrar samhygðarmeð venjulegu fólki, sem býr við allt annað en venjulegar aðstæður. Frásögn hennar afþví þegar Ayda er að heimsækja innanríkisráðuneytið til að sækja um endurnýjundvalarleyfis í Írak er eftirminnileg; en áður höfðu Palestínumenn ekki þurft að hafaáhyggjur af slíku. Núna stóð Ayda skyndilega í þeim sporum, að vera sagt að leyfinþyrfti að endurnýja mánaðarlega og að hún yrði að koma með öll börn sín í hvertskipti. Árið var 2005, Ayda var 45 ára og hafði búið alla sína ævi í Írak – en nú stóðhún sem sagt frammi fyrir því, að vera gefið til kynna að óvíst væri um það hvort húnog börn hennar fengju yfirhöfuð að vera í landinu. Engin furða að fólki fyndist semfótunum hefði verið kippt undan tilveru þess.

Lína má hins vegar lifa með þá vitneskju, að maður hennar var myrtur á sérlegahroðalegan hátt. Bókarhöfundur gerir rétt í því að lýsa nokkuð nákvæmlega hver afdrifhans urðu, sá lestur er ekki fyrir viðkvæma en mikilvægt er að lesandanum sé ekkihlíft við þeirri martröð, sem þetta fólk mátti upplifa.

Sigríði Víðis tekst einnig sérlega vel upp í kaflanum þar sem hún gerir grein fyrirvettvangsheimsókn sinni til Ísraels, þar sem hún skoðar rústir hússins sem faðir Línuólst upp í gömlu Palestínu. Þaðan talar Sigríður við gamla manninn í síma, lýsir fyrirhonum landi sem hann hefur ekki augum litið í sextíu ár. Þetta er sérlega sterkur kafli,kemur hálft í hvoru sem útúrdúr í bókinni, en bætir hana og styrkir, veitir skírskotuntil sögunnar.

Frásögnin af vettvangsferð Sigríðar í Al Waleed-flóttamannabúðirnar, á landamærumÍraks og Sýrlands, er annar hápunktur þessarar bókar. Sigríður hittir m.a. Sama, dótturAydu, unga konu sem hafði gengið í hjónaband ekki löngu áður en Íslandsför komsttil skjalanna , en sökum þess að sú stefna hafði verið mörkuð af íslenskum stjórnvöldumað tekið skyldi á móti konum og börnum eingöngu stóð dótturinni ekki til boða aðkoma með, enda nú með mann sér við hlið (aðkoma íslensku flóttamannanefndarinnarað máli írösku Palestínumannanna kom til undir formerkjum verkefnis sem kallað varWomen at Risk).

Seinna í bókinni fáum við að vita að frekari harmur á eftir að dynja yfir Sama – ogmóður hennar, Aydu, þó að hún sé víðs fjarri, komin til Íslands – en Sama missir sonsinn, skömmu eftir að hann fæðist – aðstæður á spítölum í nálægum byggðarlögum tilað fæða barn alls ekki vel til þess fallnar að tryggja öryggi móður eða kornabarns. Súspurning kemur upp hvort íslensk stjórnvöld gætu tekið við dóttur Aydu og tengdasyni,í ljósi aðstæðna, og getur Sigríður Víðis þess sérstaklega að starfsfólk Flóttamanna -stofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hafi haft samband við flóttamannanefnd tilað ámálga þetta. Aydu verður ekki að ósk sinni, hvað þetta varðar, en tekurniðurstöðunni af æðruleysi. Sólarglæta lýsir síðan inn í líf Sama í bókarlok, þá er húnkomin til Bandaríkjanna, hefur fengið hæli þar með manni sínum, verið heimt úrhelju líkt og Ayda, móðir hennar. Það sama má segja um ýmsa ættingja Línu, þau fáhæli í Noregi. Þetta eru gleðitíðindi, vissulega, en samt kemst lesandinn ekki hjá þvíað finna til með fólki sem nú hefur enn mátt sæta því, að vera tvístrað um allar jarðir.Það er fagnaðarefni hversu góðar viðtökur þessi bók hefur fengið. Það hefur sýnt sigað Íslendingar hafa áhuga á erlendum málefnum – ekki síst ef það er til íslenskurflötur, eins og á við í þessu tilfelli, og ef málin eru tekin sjálfstæðum tökum, eins ogSigríður Víðis gerir fádæma vel. Hún hefur ráðist í mikið og stórt verkefni, hér ernefnilega ekki bara sögð saga nokkurra einstaklinga, því að stóra baksvið bókarinnar ersextíu ára saga sviptivinda í Mið-Austurlöndum, samskipti sjía-múslíma og súnní,umdeild árás Bandaríkjanna á Írak 2003 og afleiðingar hennar, og svo framvegis.Frásögnin er byggð á viðtölum en einnig á umfangsmikilli heimildarýni og vantar þarekkert upp á, nema hvað ég leyfi mér að gera ágreining við höfundinn um að tilvísanirþurfi endilega að „trufla framvindu sögunnar“ (bls. 10). Þetta er auðvitað léttvægtatriði því að tilvísanir eru til staðar. Sigríður hefur einfaldlega tekið þann kost að skrátilvísanir aftast; eftir köflum, blaðsíðum og fyrstu orðum í setningu, sem er aðferð semmaður sér einkum notaða í bókum vestan að.

Sigríður Víðis er sjálf frá Akranesi, þekkir það samfélag sem hópurinn frá Írak er núhluti af, en jafnframt hefur hún dvalist um tíma á upprunastað þeirra, í Mið-Austurlöndum.Þetta nýtir hún sér til að skapa nálægð við viðfangsefnið. Hún notar mikið þá aðferð aðstökkva á milli í tíma og rúmi; eina stundina erum við í Bagdad, þá næstu uppi áAkranesi, árið er 2003, svo 2008 og svo kannski 1948. Oft er jafnframt stokkið úrsögulegri frásögn inn í hug söguhetjanna, þar sem þær lýsa tilfinningum sínum gagnvartatburðum sem eru að gerast í hinu víðara samhengi á tiltekinni stundu. Þessi stílbrögðvirka í heildina vel, þó að frásögnin verði óhjákvæmilega svolítið slitrótt á köflum.Það sem kannski má gagnrýna við þessa gagnmerku bók er að hún er of stutt.Einkum og sér í lagi hefði höfundurinn mátt gera sér meiri mat úr Íslandsþættisögunnar. Megintextinn nær yfir 309 blaðsíður en það er aðeins á síðustu þrjátíusíðunum sem farið er yfir það sem á daga þeirra Línu og Aydu og allra hinna hefurdrifið síðan þau settust að á Íslandi. Fram kemur að foreldrar Línu og fjögur systkinifengu hæli í Noregi og Lína fer þangað og heimsækir þau, en hún kynnist líka manni áÍslandi, giftir sig og eignast barn 2009 – allt þetta er rakið í örstuttu máli, líkt og umeftirmála sé að ræða. Vel hefði hins vegar farið á því að gera þessu betri skil, dýpkaumræðuna með því t.d. að setja í samhengi við reynslu UNHCR almennt af því hversuvel flóttafólki tekst að hefja nýtt líf á nýjum stað, hvaða erfiðleikum flóttafólk gjarnanmætir og svo framvegis.iv

Hér má nefna, að það er vikið að því í lokin, að ein kvennanna, sem kom til Íslands,hafi horfið af landi brott með börn sín þrjú en síðan snúið aftur. Að hún hafi átt mjögerfitt undanfarin misseri. Hér vakna spurningar, sem ekki er fyllilega svarað í bókinni.Vitaskuld getur verið, að umrædd kona hafi ekki viljað að þessi saga væri sögð. En umþað veit lesandinn ekkert. Svo er hitt, að lesandinn veit ekki heldur hvað réði valihöfundarins á þeim Línu og Aydu sem aðalpersónum frásagnarinnar. Í fljótu bragðisýnist manni sem saga ýmissa annarra úr hópnum hefði verðskuldað að vera tekin fyrirmeð sama hætti en meginþættir frásagna allra kvennanna, sem hingað kom, eru raktir,en sumir þó aðeins stuttlega.

Aftanmálsgreinar

i
Margir Palestínumenn hafa hrakist úr einu í annað, mátt þola ítrekuð „nakba“, ef svo má að orðikomast, svo sem þeir Palestínumenn í Líbanon sem þurftu að færa sig um set þegar búðir þeirravoru lagðar í rúst í borgarastríðinu þar, sumir oftar en einu sinni.

ii
Sem dæmi má nefna að í Líbanon búa Palestínumenn sem einkum komu af nyrstu svæðum þesssem nú er Ísrael. En arabar sem ekki flúðu 1948, heldur héldu kyrru fyrir og urðu síðan ísraelskirríkisborgarar, geta ekkert samneyti haft við ættmenni sem kunna að vera í Líbanon og búakannski bara í 200 km fjarlægð. Landamærin eru kirfilega lokuð og samskipti Ísraels og Líbanonseldfim, ekki nema fimm ár frá síðasta stríði þeirra í millum.

iii
Hér rifjast upp viðtal sem ég tók í Amman í Jórdaníu vorið 2007 við fjölskyldu af trúflokki,mandaean sabeans, hvers fylgismenn telja að Jóhannes skírari hafi verið helsti trúboði drottins, enekki Jesús Kristur eða Múhameð. Talið er að í valdatíð Saddams hafi verið um 30 þúsund mannsaf þessum trúflokki í Írak en þessi minnihlutahópur sætti fljótt ofsóknum, líkt og Palestínumenn,og hafði fjölskylda þessi neyðst til að flýja Bagdad strax í apríl 2004. Viðtal þetta, „Ofsóknirnarhófust strax“, var hluti af úttekt sem birtist í Morgunblaðinu 15. og 16. apríl 2007 um straumflóttamanna frá Írak. Sjá einnig bók mína, Velkominn til Bagdad. Ótti og örlög á vígvöllum stríðsinsgegn hryðjuverkum (Skrudda, 2007).

iv
Sigríður Víðis gerir á einum stað skil þeim úrtöluröddum sem heyrðust á Akranesi þegar ljóst varað konunum yrði boðið að setjast þar að. Þá víkur hún einnig stuttlega að umræðu í netheimumog tekur dæmi, sem óneitanlega hljóta að flokkast sem fordómar og einkennast af fáfræði. Þennanmátt sögunnar hefði mátt skrásetja betur. Hitt má svo sem líka segja, að þá sögu megi segjasérstaklega, á öðrum vettvangi og við annað tækifæri.

[ STJÓRNMÁL & STJÓRNSÝSLA BÓKADÓMAR ]

Þriðjudagur, 10. maí 2011 - 16:30

Færeyjaferðin - námskeið 6. - 10. júní

Námskeiðið í Færeyjum nálgast, alls eru 21 skráðir í ferðina. Jón Ingi virðist hafa unnið gott verk við skipulagningu námskeiðsins enda mörgum hnútum kunnugur í Færeyjum að sögn. Sjá má allt um námskeiðið í valröndinni til vinstri á heimasíðunni, en efni verður bætt þar inn eftir atvikum.

MG

Þriðjudagur, 22. March 2011 - 10:15

Fréttabréf 21. mars 2011

Í þessu fréttabréfi segir frá aðalfundi félagsins, ráðstefnu og væntanlegu endurmenntunarnámskeiði

Aðalfundur

Aðalfundur félagsins var haldinn 25. febrúar og sóttu hann fjórtan félagsmenn. Dagskrá fundarins var með hefðbundnum hætti: Skýrsla stjórnar, ársreikningar, stjórnarkjör og önnur mál.

Skýrsla stjórnar
Hannes kynnti skýrslu stjórnar en í fráfarandi stjórn sátu Hannes formaður, Garðar ritari og Björk gjaldkeri. Stjórnin hélt nítján skráða fundi og mun fleiri óskráða.

Helstu verkefni stjórnarinnar á tímabilinu sneru að skipulagningu og umsjón endurmenntunarnámskeiða og ráðstefna en félagið stóð að endurmenntunarnámskeiði 13.-14. ágúst 2009 um frávik og afbrot og hæfniviðmið í félagsgreinum, endurmenntunarnámskeiði í samvinnu við Félag sögukennara um mannréttindi og mannréttindanám á Hvanneyri 11.-13. ágúst 2010, ráðstefnu 23. okt. 2009 um jafnréttisfræðslu og skipulag félagsfræðikennslu í Kvennaskólanum og loks ráðstefnu sem haldin var í kjölfar aðalfundarins og verður gerð grein fyrir henni hér á eftir.

Á nokkrum fundum stjórnar var rætt um samskiptaörðugleika við Endurmenntunarstofnun HÍ en nokkur tortryggni hefur ríkt í samskiptum við þá stofnun allt síðan hún hafnaði fyrir þremur árum að styrkja endurmenntunarnámskeið okkar í Eistlandi. Stofnunin endurskoðaði síðan ákvörðun sína en það hefur ekki breytt því að stjórn félagsins hefur oft lýst yfir efasemdum um hvernig stofnunin ver fé sínu. Stjórn félagsins er ekki heldur sátt við nýtt fyrirkomulag á styrkveitingum ráðuneytisins til fagfélaga. Verklag ráðuneytis nú er nokkuð flókið en byggist upp á því að stofnaðir voru 22 flokkar kennslugreina og var hverjum flokki veittar 450.000 kr. Í flokknum með félagi okkar voru fjögur virk fagfélög: Félag kennara í siðfræði og trúarbragðafræðum,  Félag heimspekikennara, Samtök sálfræði- og uppeldisfræðikennara og Félag sögukennara. Þar sem Félag sögukennara sótti ekki um styrkinn þá deildist hann á fjögur félög og fengum við 112.500 kr. í styrk. Sum félög virðast hafa verið ein í kennsluflokki og fengu því í styrk 450.000 kr. Þetta á t.d. við um Samtök kennara í viðskipta- og hagfræðigreinum og Félag hársnyrtikennara.

Samskipti félagsins við ráðuneyti og Endurmenntunarstofnun einkennast þó ekki einvörðungu af átökum. Verið er að undirbúa að á næsta ári verði vettvangsnám Endurmenntunar haldið í samráði við félög félagsgreinakennara.

Fyrir utan starf fráfarandi stjórnar við ráðstefnur, endurmenntunarnámskeið og að hafa misgóð samskipti við stjórnvöld fjallaði stjórnin um ýmis mál en gerð var grein fyrir þeim á aðalfundinum. Nefna má að stjórn félagsins fékk beiðni frá menntamálanefnd Alþingis að veita umsögn um tillögu til þingsályktunar um heimspeki sem skyldufag í grunn- og framhaldsskólum. Stjórnin sendi umsögn sína í byrjun janúar og lagði eindregið til að tillagan yrði felld.

Undir lok skýrslu sagði Hannes að stjórn félagsins hefði ákveðið að sæma Garðar Gíslason fyrstan manna „nælu félagsins“ og bar upp tillögu um að hann yrði gerður að heiðursformanni. Hannes benti á að Garðar hefði fyrst verið kosinn í stjórn félagsins 2. júní 1988 og hefði verið formaður félagsins 25. sept. 1991 og út árið 2005. Hannes benti á að í formannstíð Garðars hefði félagið haldið sitt fyrsta endurmenntunarnámskeið í útlöndum sumarið 1993 og síðan hefði félagið haldið endurmenntunarnámskeið á hverju ári (þar af í sex skipti í útlöndum). Ekkert fagfélag kennara hefði verið jafnvirkt og Félag félagsfræðikennara þau ár sem Garðar hefði verið við stjórn í félaginu.

Fundurinn samþykkti að Garðar yrði heiðursformaður Félags félagsfræðikennara í  framhaldsskólum og hefði rétt til setu á stjórnarfundum og rétt til að sækja alla viðburði félagsins og stjórnar þess án nokkurar ábyrgðar af hans hálfu. Hann mun væntanlega bera næluna á þeim fundum sem hann sækir.

Ársreikningar
Björk kynnti ársreikninga sem voru samþykktir.
          
Stjórnarkjör
Garðar gekk úr stjórn en í stað hans var kjörin Aðalheiður Dröfn. Hannes og Björk voru endurkosin. Í varastjórn voru kjörin Hulda Hlín Ragnars og Leifur Ingi Vilmundarson. Erlingur Hansson var endurkosinn endurskoðandi. Stjórnin hefur nú skipt með sér verkum og er Hannes áfram formaður og Björk gjaldkeri en Aðalheiður Dröfn er ritari félagsins.

Önnur mál
Hannes sagði frá því að verið væri að setja upp heimasíðu fyrir félagið og verður slóðin fljótlega send til félagsmanna sem þá geta fylgst með vinnunni

Björk sagði að gjaldkeri myndi í framtíð láta tölvubókhald duga án þess skrifa lengur sjóðbók.

Leifur bar upp stuðningstillögu við stjórn félagsins í baráttu hennar við ráðuneytið um styrki. Tillagan var samþykkt.

Ráðstefna  „Kröfur HÍ til félagsfræðinemenda ... og svo Færeyjar“

Að loknum aðalfundi var haldin ráðstefna með ofangreindu nafni. Á ráðstefnunni voru rædd tvö málefni:

Kröfur HÍ til félagsfræðinemenda
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Helgi Gunnlaugsson ræddu um kröfur til nýnema til að stunda nám í félagsfræði við HÍ. Þau lögðu áherslu á að nemendur sem hæfu nám við deildina byggju að skapandi hugsun og hefðu hlotið  undirstöðuþjálfun í fræðilegum vinnubrögðum.  Þau lögðu einnig áherslu á að nám í félagsfræði í framhaldsskóla gerðu þá hæfari til að stunda nám við deildina. Jafnframt höfðu þau áhyggjur af því að ýmislegt nám væri stundað í framhaldsskólum undir heitinu félagsfræði, svo sem almenn samfélagsfræði, stjórnmálafræði og mannfræði. Þetta væri til þess fallið að skapa misskilning um eðli félagsfræðinnar sem fræðigreinar.

Þjóðlíf í Færeyjum
Jón Ingi Sigbjörnsson var með glærusjóv og sagði frá Færeyjum og kynnti dagskrá væntanlegs endurmenntunarnámskeiðs 6.-10. júní 2011. Meðfylgjandi eru glærurnar sem Jón sýndi okkur
Í lok beggja dagskrárliða voru fjörugar almennar umræður.

Endurmenntunarnámskeið: Frjálsir frændur?" Menning og stjórnskipan Færeyinga.

Félagið stendur að endurmenntunarnámskeiði í Færeyjum 6.-10. júní. Skráning stendur yfir en henni lýkur 1. apríl. Hún fer fram á vef endurmenntunar: http://www.endurmenntun.is/Namsframbod/Framhaldsskolakennarar/Sumarnamskeid

Heildarkostnaður er kr. 110.000 pr. mann, innifalið er flug, hótel, nokkrar ferðir innanlands, fyrirlestrar og umsjón. Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara styrkir félagsmenn um kr. 60.000. Sá styrkur er greiddur beint inná reikning Félags félagsfræðikennara. Þátttakendur þurfa því að greiða kr. 50.000. Athugið að hver og einn getur sótt um styrk til KÍ þ.e. í vísindasjóð Félags framhaldsskólakennara B-deild. Upplýsingar um úthlutunarreglur B-deildar eru á síðunni.
Umsóknareyðublað er undir þessari slóð.
Einnig er hægt að sækja um rafrænt á vef KÍ – sjá leiðbeiningar
Umsóknarfrestir vegna B deildar eru 15. janúar, 15. mars, 15. maí, 15. september og 15. nóvember og eru styrkirnir greiddir út eins fljótt og kostur er. Reikningar mega ekki vera eldri en 12 mánaða gamlir, og er miðað við almanksár.  Heiti námskeiðsins er: „Frjálsir frændur? Menning og stjórnskipan Færeyinga“ og heildarkostnaður vegna námskeiðs er 110.000 krónur. Aðrir styrkir eru frá Samstarfsnefnd um endurmenntun að fjárhæð kr. 60.000.

Greiða skal kr. 50.000 inná reikning Félags félagsfræðikennara: 0513-26-406628, kt. 701182-0229.  Fyrsta greiðsla kr. 25.000 þarf að berast fyrir 15. apríl 2011 og seinni hlutinn eða kr. 25.000 fyrir 15. maí 2011. Setjið í skýringar: Færeyjar og nafn þátttakanda. Vinsamlegast sendið Björk afrit af innleggi á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
          
Spurningum um námskeiðið svara umsjónarmenn, Björk This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða Hannes This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Bestu kveðjur
Hannes, Björk, Aðalheiður

mánudagur, 21. febrúar 2011 - 13:00

Aðalfundur Félags félagsfræðinga

Aðalfundur Félags félagsfræðinga í framhaldsskólum verður haldinn 25. febrúar kl. 16:30-17:30 í Sægreifanum, Geirsgötu 8, Reykjavík.

Fundarstjóri: Garðar Gíslason

Dagskrá:

1.  Skýrsla stjórnar
2.  Ársreikningar
3.  Stjórnarkjör
4.  Önnur mál

Í beinu framhaldi aðalfundarins heldur félagið ráðstefnu undir yfirskriftinni „Kröfur HÍ til félagsfræðinemenda ... og svo Færeyjar“

Dagskrá:

1. Kröfur HÍ til félagsfræðinemenda, dr. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, með aðstoð og dr. Helga Gunnlaugssonar, leiðir umræður um kröfur til nýnema til að stunda nám við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.
2. Þjóðlíf í Færeyjum. Jón Ingi Sigbjörnsson segir frá Færeyjum og kynnir dagskrá væntanlegs endurmenntunarnámskeiðs í Færeyjum 6.-10. júní 2011.

Undir liðnum „Þjóðlíf í Færeyjum“ verður boðið upp á léttar veitingar og í lok dagskrárinnar verður boðið upp á léttan kvöldverð. Þar á eftir taka við önnur mál. Prótókollstjóri (með umsjón um huggulegheit) verður Björk Þorgeirsdóttir.

Stjórnin hvetur þig til að taka þátttöku á aðalfundi og til að mæta á ráðstefnuna og njóta veitinga.

Kær kveðja
Hannes, Björk, Garðar