Framhaldsskóli á krossgötum?

Þriðjudagur, 22. september 2015 - 16:15

Framhaldsskóli á krossgötum?

Frá Hannesi:

Félagi!

Rétt er að minna á að nú á föstudaginn 25. sept. heldur „Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs“ ásamt m.a. „Félagi framhaldsskólakennara og „Félagi  stjórnenda í framhaldsskólum“ ráðstefnuna Framhaldsskóli á krossgötum? Rannsóknir og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Ég er ekki viss um fyrir hverja ráðstefnan er haldin enda eru föstudagar venjulegir vinnudagar kennara. Það breytir ekki því að á ráðstefnunni verður fjöldi fróðlegra erinda um framhaldsskólann og kennslu í framhaldsskólum.

Dagskrá ráðstefnunnar má sjá á síðunni http://menntavisindastofnun.hi.is/throun_skolastarfs/dagskra

Á síðunni http://menntavisindastofnun.hi.is/sites/menntavisindastofnun.hi.is/files/framhaldskoliakrossgotummalstofur1009skjalanet.pdf má sjá lista yfir þær 30 málstofur sem verða á ráðstefnunni.

Hannes