Miðvikudagur, 17. febrúar 2021 - 17:00

Málþing FFF 27.febrúar 2021

Ágæta félagsfólk!
Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum (FFF) heldur málþing laugardaginn 27. febrúar 2021. Málefnin í þetta sinn tengjast breyttu umhverfi framhaldsskólakennara. Mikið hefur dunið á kennurum undanfarið og það úr ýmsum áttum. Málþingið mun taka á þremur þáttum þess, en sjónarhornin eru kennslufræðileg, kjaramál og réttindi auk vinnuumhverfis er lítur að öryggi og sálrænum þáttum.
 
Nánari dagskrá
10:45 – 11:00 Málþing hefst, gestir fá sér kaffi og setjast
 
11:00 – 11:45 Súsanna Margrét Gestsdóttir, aðjúnkt á menntavísindasviði HÍ
(Neyðar)Kennsla í miðjum faraldri. Hvað má læra af reynslunni og hvaða bjargir má öðlast í tæknimálum sem og kennslufræðilegri nálgun. Súsanna Margrét Gestsdóttir kynnir rannsókn sem hún og rannsóknarhópur á vegum Menntavísindasviðs eru að framkvæma tengdu málefninu. Eftir fylgir svo umræða um málefnið.
 
11:45 – 12:30 Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara (FF)
Samningar framhaldsskólakennara standa enn lausir þannig að það er tímabært að taka púlsinn og sjá hvar við stöndum í dag. Fulltrúar frá FF fjalla um vinnumat og stöðu kjaramálanna. Hver er réttur kennara til þess að blanda saman fjarkennslu og staðkennslu. Umræður/spurningar
 
12:30 – 13:00 Kaffihlé og létt hádegissnarl í boði félagsins
 
13:00 – 13:45 Sigrún Birna Björnsdóttir, sérfræðingur vinnuumhverfis hjá KÍ
Í kjölfar faraldursins hefur verið töluvert álag á kennurum sem og öðrum starfsmönnum framhaldsskólanna. Sigrún Birna Björnsdóttir mun fjalla m.a. um sálrænt öryggi á vinnustaðnum. Í lokin verður boðið upp á léttar veitingar. Fjöllum um fyrirhugað sumarnámskeið félagsins. Orðið svo laust ef vilji er fyrir hendi.
 
Málþingið verður haldið í húsakynnum KÍ í Borgartúni 30, en einnig verður því streymt út svo þau sem ekki eiga heimagengt þangað geta tekið þátt. Hlekk á viðburðinn verður deilt í gegnum netfangið sem og á grúppu félagsins.
Með kærri kveðju, stjórn félagsins (Rósa, Eyrún og Kristján)