Föstudagur, 30. október 2020 - 14:15

Dagskrá málþings og afnot af sal KÍ

Sökum aðstæðna má búast við að flestir kjósi að vera rafrænt við málþingið í dag kl:16:00. Hins vegar fannst okkur við knúin til þess að bjóða upp á sal fyrir þá sem vilja vera efnislega á staðnum. Salinn má finna í húsnæði KÍ í Borgartúni 30. Vonandi að við getum boðið upp á létta hressingar, gos, vatn eða te.
Dagskrá málþingsins verður eftirfarandi:
16.00 Velkomin
16.05 Valgerður Bjarnadóttir, nýdoktor við HA. Fjallar um kennsluhætti sem styðja við lýðræðislegt samfélag í skólastofunni.
16.50 Umræður
17.05 Lýðræðishandbókin, erindi og umræður.
-Eva Heiða Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við HÍ. Fjallar um fræðilegt sjórnarhorn á pólitískri þátttöku ungs fólks.
-Sara Þöll Finnbogadóttir og Eva Laufey Eggertsdóttir, BA nemar í stjórnmálafræði við HÍ. Innsýn í "Lýðræðishandbókina", verkefni sem fékk styrk á dögunum, en þær vinna að handbókinni. FFF er samstarfsaðili í þessu verkefni.
17.45 Innlegg og umræður.
-Kristján Páll Kolka, kennari við FÁ. Lýðræðisáherslur með 3. þreps nemendum.
-Birna Björnsdóttir, kennari við Framhaldsskólann á Laugum. Segir okkur frá árlegu skólaþingi í skólanum.
Samtal - reynslusögur.
18.30 málþingi slitið.
 
Kveðja, stjórnin (Rósa, Eyrún og Kristján)