Miðvikudagur, 30. september 2020 - 23:15
Málþing FFF, 30.október 2020
Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum (FFF) boðar til málþings þann 30.október, sem ber yfirskriftina Lýðræði meðal framhaldsskólanema: Frá fræðslu að framkvæmd.
Málþingið hefst á erindi Valgerðar S. Bjarnadóttur, nýdoktors við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri, en doktorsritgerð hennar fjallaði m.a. um „.tækifæri framhaldsskólanema til að hafa áhrif á nám sitt“. Hún mun í erindi sínu fjalla um kennsluhætti sem gætu talist styðja við lýðræðislegt samfélag í kennslustofunni, en finna má grein frá henni um efnið í tímaritinu Skólaþræðir.
Að því loknu mun SÍF (Samband íslenskra framhaldsskólanema) vera með erindi er varðar Lýðræðishandbók sem þau hafa fengið styrk fyrir til að vinna með BA nemum úr stjórnmálafræði í HÍ, en félag okkar hefur samþykkt að taka þátt í samstarfi með þeim. Að lokum hefst samtal þar sem félagar okkar geta veitt hvort öðru reynslusögur af starfi sínu sem viðkemur lýðræðislegum starfsháttum í kennslustofunni.
Í því skyni óskum við eftir framlögum frá félagsmönnum og auglýsum hér með eftir innleggi frá ykkur (sendið okkur skilaboð á