Föstudagur, 10. nóvember 2017 - 15:30

Vinnustofa um mannréttindakennslu og flóttafólk

Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum hefur í samvinnu við Íslandsdeild Amnesty International skipulagt vinnustofu fyrir kennara.

Staður: Kvennaskólinn í Reykjavík, Miðbæjarskólinn 
Dagskráin er eftirfarandi: 
Kennslufræðileg sýn Amnesty 
Mannréttindakennsla 
Herferðir Amnesty og málefni flóttafólks 

Vala Ósk Bergsveinsdóttir fræðslustjóri Amnesty á Íslandi kynnir kennsluefni um mannréttindi og flóttafólkl. Á vinnustofunni fáum við tækifæri til að spyrja og ræða ákveðin málefni tengd flóttamannamálum en ekki hvað síst að prófa kennsluefni sem Amnesty hefur uppá að bjóða. 

Við biðjum alla um að koma með far- eða spjaldtölvu með sér á vinnustofuna svo við getum öll prófað kennsluefnið. Eftir vinnustofuna verður léttur kvöldverður í boði félagsins. 

Athugið að hægt er að fá ferðakostnað innanlands greiddan. Um er að ræða ákveðnar hámarksupphæðir á mann, sjá upplýsingar neðst á þessari síðu hér: https://www.rannis.is/sjodir/menntun/sef/styrkir-vegna-sumarnamskeida/. Björk gjaldkeri félagsins sér um að greiðslur til þátttakenda, netfangið er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.