Fimmtudagur, 20. apríl 2017 - 19:30

Ráðstefna og aðalfundur

Félagsmaður góður

 Boðað er til ráðstefnu og aðalfundar Félags félagsfræðikennara föstudaginn 28. apríl kl. 16:30.
 
Ráðstefnan er haldin vegna 40 ára afmælis félagsins nú í ár. Haldin verða tvö aðalerindi:
 
Tinna Þórudóttir Þorvaldar: Kúba: Mannlíf, menning og stjórnmál
Hjördís Þorgeirsdóttir: Breytingastofan: Aukin virkni og ábyrgð nemenda í námi sínu
 
 Í framhaldi ráðstefnunnar höldum við aðalfund:
 
1.  Ársreikningar 
2.  Skýrsla stjórnar
3.  Stjórnarkjör
4.  Önnur mál
    (Meðal annarra mála: Innganga félagsins í Euroclio, samtök kennara í sögu, menningu og borgaravitund.
 Á fundinum verður boðið upp á léttan kvöldverð, drykki og spjall um skólamál.
 Upplýsingar um staðsetningu fundarins eru boðaðar í upphafi vikunnar.
 Kær kveðja
Stjórn félagsins