Ráðstefna EuroClio í Bologna 2022

Félagið fékk styrk frá SEF fyrir árlegri ráðstefnu Euroclio. Rósa formaður og Júlía ritari héldu á ráðstefnu Euroclio í lok apríl 2022. Ráðstefnan var haldin í Bologna dagana 28. apríl til 1. maí. Ráðstefnan féll niður árin 2020 og 2021 og var því mikil eftirvænting meðal þátttakenda að hittast loks til að bera saman bækur og ræða sögu- og félagsgreinakennslu.

Yfirskrift ráðstefnunnar var What is history for?

Dagskrá ráðstefnunnar var þétt með fyrirlestrum, vinnustofum, spilakvöldi, barsvari, hátíðarkvöldverði og söguferð um borgina sem nemendur í ensku og sagnfræði við háskólann í Bologna leiddu. Ellefu Íslendingar sóttu ráðstefnuna, þar á meðal Lóa Steinunn Kristjánsdóttir félagsfræðikennari í MS og fyrrum forseti Euroclio.

Hér er slóð á samantekt Euroclio frá ráðstefnunni   og hér er greinargerð stjórnar um ferðina.

Fróðleg og skemmtileg ráðstefna í alla staði.   Sjá myndir hér.