”Námsferð erlendis, Belfast Norður Írlands júní 2023 – komdu með!
Nú er komið að því að halda í námsferð erlendis og við stefnum á ferð til Belfast Norður Írlands í byrjun júní 2023!
Skipulagning er hafin, leita tilboða í ferð og hótel, sækja um ráðstefnustyrk til að halda námskeið erlendis og heyra í samstarfsfólki úti.
Við auglýsum eftir áhugasömum til að vera með okkur í ferðanefnd, sendið formanni félagsins póst
Við viljum hvetja ykkur til að taka tímann frá og koma með í námsferð til Belfast.
Nánari upplýsingar og skráningarform verður sent út fljótlega til að áhugasöm geti skráð sig í ferðina.
Við erum að bíða eftir tilboði í ferðina frá ferðaskrifstofu og sendum út um leið og þær upplýsingar liggja fyrir. Bendum á að hægt er að sækja um styrk vegna ferðar og gistingar í B deild Vísindasjóðs KÍ.”
Kær kveðja
Rósa