Vormálþing - Jafnrétti, kynjafræði og kennarinn
Fimmtudaginn 31. mars 2022 stóð félagið fyrir málþingi fyrir félagsmenn. Yfirskrift málþingsins var Jafnrétti, kynjafræði og kennarinn. Fjallað var um kynjafræði í háskólanum og tenging skólastiga skoðuð. Hverjar eru hugmyndir háskólasamfélagsins um kynjafræðikennslu á framhaldsskólastigi, sem og stöðu kennarans, aðferðir, leiðir og bjargir við að nálgast efnið. Við ræddum einnig kynjamisrétti og valdastétt.
Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, hélt erindi á fundinum.
Að loknu erindi sköpuðust góðar umræður og var þátttakendum síðan skipt í umræðuhópa um kynjafræði og stöðu kennarans, áskoranir og aðferðir við kynjafræðikennslu.
Í ljósi umræðunnar undanfarin misseri hefur aukin áhersla verið á mikilvægi kynjafræðikennslu. Kynjafræði er kennd í fjölmörgum framhaldsskólum landsins og margir skólar hafa tekið fagið upp sem skyldufag. Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum beindi sjónum sínum að kynjafræði og kennaranum á fagfundi ársins og ætlar einnig að gera það á sumarnámskeiði félagsins í ágúst 2022.
Dagskrá fundarins hljóðaði svo:
16.15 Gunnvör Rósa formaður FFF setti fundinn
16.30 - Erindi Þorgerðar Einarsdóttur, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands
17.00 - 17.30 Umræður
17.30 - 18.10 Heimskaffi
18.15 Samantekt
Málþingið fór fram í fundarsal KÍ, Borgartúni 30.
Boðið var upp á kaffi og meðlæti á meðan fundi stóð og hluti gesta fór á veitingastað í nágrenninu eftir fundinn.