Lýsing á hlutverki og almennri starfsemi Félags félagsfræðikennara birtist með góðum hætti í samkomulagi félagsins og Menntamálaráðuneytisins:

Hlutverk og starfsemi félagsins

Menntamálaráðuneytið og Félag félagsfræðikennara gera með sér eftirfarandi samkomulag:

Félag félagsfræðilkennara, kt.701182-0229, tekur að sér að efla faglegt starf meðal félagsmanna sem starfa á framhaldsskólastigi. Nánar tiltekið tekur félagið að sér eftirfarandi verkefni:

  1. Miðlun upplýsinga um námsefni, kennslu og námsmat. Aðallega er miðað við upplýsingamiðlun símleiðis.
  2. Samantekt strár yfir náms- og kennslugögn í viðkomandi námsgrein/um og endurnýjun hennar.
  3. Skipulagning á þátttöku félagsmanna í endurskoðun námskrár, svo og fundum kennara um hana. Ábendingum um endurbætur og lagfæringar komið á framfæri við ráðuneytið.
  4. Gangast skal fyrir og /eða undirbúa fundi og ráðstefnur um kennslufræðilegt efni ásamt öðrum eða að eigin frumkvæði.
  5. Félagið skilar skýrslu um starfið a.m.k. einu sinni á ári.

Til þess að unnt sé að sinna þessum verkefnum leggur menntamálaráðuneytið fram fé sem jafngildir 1 mánaðarlaunum í launaflokki 148-5.

Samkomulagið gildir til 1. janúar 1998.

Reykjavík, 6. okt. 1997.

F.h. menntamálaráðuneytisins
Hörður Lárusson (sign)

F.h. Félags félagsfræðikennara
Hjördís Þorgeirsdóttir (sign)